Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Blaðsíða 37
Biblíulegur Vin Diesel
Riddick
Leikstjóri: David Twohy
„Náhirðin fær á baukinn“
Maður að mínu
skapi eftir Braga Ólafsson
Í
slenska tónlistarkonan Leni
Draugur flýr ofbeldisfullan eig-
inmann í Reykjavík og flytur til
Berlínar. Þar tekur ekki betra við,
því í íbúð þar sem David Bowie
bjó áður kynnist hún dularfullu
barni sem hún þarf að vernda frá
skrímsli sem myrðir börn þar í borg
á hrottafenginn hátt.
Leni Draugur (sem er, eins og all-
ir vita, afar íslenskt nafn) er sögu-
hetja í skáldsögu eftir Körlu Schmidt
sem nefnist „Barnið í tröppunum“
og var útnefnd sem besti krimmi
ársins í Þýskalandi árið 2010. Hug-
myndin er sótt í málverk eftir hinn
fjölhæfa Bowie sem sýnir drungalegt
barn í stigagangi, en dularfull vera í
tröppunum kemur einnig fyrir í hinu
þekkta lagi hans The Man Who Sold
the World og er það byggt á 19. aldar
ljóði.
Bowie kemur út úr skápnum
Berlínartímarbil Bowie er löngu
orðið goðsagnakennt. Á árunum
1977–1979 bjó hann á Haupt-
strasse 155 í Schöneberg. Hverfið
var þá þekkt fyrir frjálslyndi, og ofar
í götunni var einn fyrsti barinn í
Evrópu sem var opinberlega ætlað-
ur samkynhneigðum. Fólk hér segir
enn sögur af því þegar Hells Angels,
sem létu kúnnahópinn eitthvað fara
í taugarnar á sér, brutu þar rúðu að
næturlagi og hafi Bowie sjálfur stað-
ið vaktina alla nóttina ef þeir skyldu
koma aftur og borgað fyrir viðgerðina
daginn eftir.
„Þetta er skápur Davids Bowie,“
segir Burak, sem rekur barinn
Seventies beint fyrir neðan hina
gömlu íbúð meistarans. „Ég keypti
hann af núverandi eiganda íbúðar-
innar og þegar ég opnaði hann ultu
tvær ljósmyndir af Bowie út,“ bætir
hann við.
Aldrei heyrt um Bowie
Barinn hefur verið starfræktur síðan
á umræddum áratug og segist Burak
muna eftir því þegar aðdáendur
söfnuðust saman fyrir utan glugg-
ann og kölluðu „David, David.“ Þetta
stenst þó illa hefðbundna sögu-
skoðun. Eins og í Reykjavík seinna
meir komu poppstjörnur einmitt til
Berlínar til að vera í friði. Núverandi
eigandi íbúðarinnar, Arabi með tvær
eiginkonur, hefur lítið um málið að
segja og hefur aldrei heyrt þennan
Bowie nefndan.
Seventies-barinn virðist annars
helst ætlaður dagdrykkjumönnum
sem góna þar á spilakassa klukku-
tímum saman. Á veggnum er þó
máluð mynd af Bowie, reyndar ekki
frá Berlínarárum hans, heldur frá
Let‘s Dance-tímabilinu nokkrum
árum síðar. Við hliðina hangir plakat
af nýjustu plötu hans.
Bowie og Bundesliga
Berlín hafði mikil áhrif á Bowie.
Ekki aðeins gerði hann þrjú af sín-
um helstu verkum þar, Low, Heroes
og Lodger, heldur snýr hann aftur
til Berlínar á plötunni The Next Day
sem kom út fyrir skömmu og er hans
fyrsta í áratug. Bowie hefur einnig
haft talsverð áhrif á Berlín, og má sjá
merki þess víða. Á skrifstofu blaðsins
þar sem ég vinn hangir einnig mynd
af umslagi The Next Day og hefur
einhver skrifað undir: „Will come
very soon.“
Þegar Bayern München unnu
Bundesliga keppnina í var liðið sýnt
á forsíðu blaðanna undir undir-
skriftinni „Dann sind Wir Helden.“
Er þetta vísun í þýska útgáfu lags-
ins Heroes, sem Bowie tók upp hér
í borg og telst til höfuðverka rokk-
sögunnar.
Í fótspor Nick Cave og U2
Lagið var tekið upp í hinu víðfræga
Hansa-hljóðveri, þar sem listamenn
eins og U2, Nick Cave og Depeche
Mode koma einnig við sögu. Hægt
er að heimsækja það í fylgd grúskar-
ans Thilo Schmied, sem ólst upp í
Austur-Berlín og man eftir því þegar
Bowie hélt tónleika í vesturhluta
borgarinnar árið 1987 og lét snúa há-
tölurunum til austurs svo hægt var að
heyra í honum hinum megin múrs.
Hljóðverið lá þétt upp við múrinn
og áttu hljóðmenn það til að stríða
austurþýskum landamæravörðum
með því að spila snældur með gelt-
andi hundum til að láta þá halda að
varðhundar þeirra hafi sloppið laus-
ir. Jafnframt áttu þeir það til að blikka
þá með ljósum sínum og eitt sinn á
Bowie að hafa stokkið undir borð af
ótta við að þeir austan megin myndu
skjóta, sem þykir síður vaskleg fram-
ganga en hann sýndi gagnvart Hells
Angels.
Framhjáhald við múrinn
Innblásturinn fyrir lagið Heroes á
Bowie að hafa fengið þegar hann sá
tvo elskendur standa uppi við múr-
inn. Fræðimenn hafa lengi dregið þá
kenningu í efa og telja fyrirmyndina
vera sótta til þýska expressjónist-
ans Ottos Müller. Sá málaði áhrifa-
ríka mynd af því þegar hann kvaddi
eigin konu sína eftir að hafa verið
kallaður í herinn í fyrri heimsstyrj-
öld. Málverkið má sjá á safni Brücke-
hreyfingarinnar í Dahlem-hverfi,
en Bowie var mikill áhugamaður
um safnið og pósur hans framan á
Heroes-plötuumslaginu eru undir
sterkum áhrifum þaðan.
Nú hefur reyndar komið í ljós að
elskendurnir tveir við múrinn voru
raunverulegir, og var þar um hljóð-
manninn Tony Visconti og þýsku
söngkonuna Antoniu að ræða.
Ástæða þess að málið upplýstist ekki
fyrr ku vera sú að Visconti var giftur
annarri konu og leysti hann því ekki
frá skjóðunni fyrr en að henni látinni.
Iggy Pop stelur úr ísskápnum
Að hljóðversheimsókn lokinni er
haldið aftur að Hauptstrasse 155.
Bowie var ekki eini þekkti íbúinn
hér, því sambýlismaður hans var Iggy
nokkur Pop sem einnig var að taka
upp í Hansa. Bowie hafði mikið dá-
læti á matvörudeildinni í stórmark-
aðnum KaDeWe og kom gjarnan
þaðan klyfjaðir. Þá vildi ekki betur
en svo til að Iggy átti það til að laum-
ast í ísskápinn og tæma hann þegar
enginn var að fylgjast með, og dag
einn fékk Bowie nóg og rak hann út.
Það slettist þó ekki upp á vinskapinn,
því Iggy leigði sér íbúð við hliðina á
og héldu þeir áfram að skoða nætur-
líf borgarinnar saman.
Falsskápur
Ég segi Thilo frá fundi mínum við
Burak daginn áður. „Og sýndi hann
þér skápinn?“ spyr leiðsögumaður-
inn. Ég svara því játandi, enda ekki
á hverjum degi sem maður stendur
andspænis álíka helgidóm. „Þetta
er algert kjaftæði,“ segir Thilo. „Þessi
skápur hefur ekkert með Bowie
að gera. Blaðamenn eru alltaf að
koma upp um hann, en Burak held-
ur áfram að segja öllum að þetta sé
skápur Bowie.“
Flestir þeir sem þekktu Bowie á
Berlínartímabili hans eru nú komnir
nokkuð til ára sinna, minnið orðið
gloppótt og er því erfitt að segja til
um hvað er satt og hvað logið af þeim
sögum sem hafa spunnist í kringum
það. Er því við hæfi að þetta tímabil
hafi ratað inn í skáldskapinn og
myndi umgjörðina í kringum ævin-
týri hinnar íslensku Lenu Draugs. n
Íslenski draumurinn og Maður eins
og ég. „Já, kannski mætti kalla This is
Sanlitum íslenska drauminn í Kína.
Þetta er auðvitað allt annað land
og menning en ég nota það sem ég
þekki inni í þessum heimi sem efni-
við í myndina.“
Róbert heldur áfram: „Ég er líka
að fjalla um ákveðnar persónur,
týpur, sem ég þekki mjög vel. Þeir
sem hafa flutt til útlanda vita hvernig
það er að vera útlendingur í framandi
landi, þurfa að kynnast nýju um-
hverfi, siðum og venjum. Mig langar
alltaf að horfa á fólk og læra af því.“
Dreymir ekki um Hollywood
Í dag þykir það flottast ef drauma-
smiðjan í Hollywood ákveður að
endurgera myndina þína eða ef þér
er boðið að leikstýra glæpamynd
fyrir mikinn pening. Dreymir Róbert
um að slá í gegn?
„Það sem ég hef áhuga á er að slá
í gegn hérna heima á þann hátt að
ég fái tækifæri til að gera nýja mynd
á svona tveggja ára fresti. Mig langar
til að ljúka mínum ferli hafandi gert
svona 20–30 myndir. Og mig langar
til að fólk komi á myndirnar mín-
ar, sjái þær og tali um þær. Ég burð-
ast ekki með einhverja Hollywood-
drauma. Ég held að ég myndi
hreinlega aldrei fá að gera myndir á
minn hátt í borg englanna.“ Borg ótt-
ans tekur Róbert fagnandi. n
Menning 37Helgarblað 27.–29. september 2013
Tryllir sem fær hárin
til að rísa
The Conjuring
Leikstjóri: James Wan
Vill slá í gegn á Íslandi
Róbert Douglas
leikstjóri Róbert
tók myndina á litla
stafræna myndavél á
götum Peking.
Róbert ásamt aðalleikurum
myndarinnar Carlos Ottery og Chris
Loton leika vinina Frank og Gary.
Skemmtilegar
tökur Gary og
Frank lenda í
ýmsum ævintýrum
í Peking.
David Bowie og
íslenskir draugar
n Goðsagnakennd ár Davids Bowie í Berlín
Tónlist
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
David Bowie í
Berlín Goðsagna-
kennd ár.
David Bowie og Iggy Pop Iggy átti til
að laumast í ísskáp Davids Bowie þegar
þeir bjuggu saman í Berlín og borða matinn
hans.
Villt líferni Iggy Pop, David Bowie og fleiri
á klúbbi í Berlín.