Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Blaðsíða 27
Fólk 27Helgarblað 27.–29. september 2013
Framleiðendur bresku Rowlett brauð ristanna
hafa aldrei verið sammála því að brauðristar eigi
að vera ódýrar, ónákvæmar og ónýtar alltof snemma.
Þær hafa verið hand smíðaðar í tæp 70 ár og hvert
einasta tæki er prófað áður en það fer úr húsi. Það
hlýtur að vera öfundsvert starf að sjá um gæða
eftirlitið með öllu þessu ristaða brauði.
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Brauðristar
gæðaeftirlit
Silla gefur lesendum DV uppskriftir að
ljúfu kvöldi og þar svífur andi Katarínu af
Medici yfir vötnum.
„Einn af mínum uppáhaldskokkum
er drottningin Katarína af Medici, sem
einungis 14 ára gömul var send til Frakk-
lands og gift Hinriki öðrum Frakkakon-
ungi árið 1533. Það hefur eflaust ekki
verið auðvelt fyrir hana að sætta sig við
þann ráðahag, en hún gat lítið gert, pakk-
aði niður fötum, uppskriftum og hafði
með sér hinn konunglega matreiðslu-
meistara sem hafði matreitt fyrir Medici-
ættina í Flórens í fjöldamörg ár. Koma
hennar til frönsku hirðarinnar breytti
miklu fyrir franska eldhúsið og hún
kenndi Frökkum að elda appelsínuönd,
borða með hníf og gaffli, kenndi þeim að
gera Béchamel-sósu, steikja kjöt, búa
til pönnukökur og elda spínat. Katarína
var sem sagt mikil matkona og það er til
frásögn af því þegar hún hélt veislu og lét
elda fyrir sig uppáhaldsréttinn sinn sem
samanstóð af innmat úr kjúklingi, hana-
eistum, chilipipar og salti. Þessi réttur var
borin fram árið 1576. Veislugestir horfðu
á hana háma í sig kássuna með slíku
offorsi að þeim varð ekki um sel, þeir biðu
hreinlega eftir því að hún liði út af, sem
hún að sjálfsögðu gerði ekki, enda var
hún hin sanna matkona. Uppskriftirnar
sem ég læt í té eru engin ávísun á græðgi
en vonandi mun andi Katarínu svífa yfir
vötnum, verði ykkur að góðu.“
Matseðill kvöldsins
n Þrjár tegundir af Crostini
n Risotto með rækjum og karríi
n Napóleons-kjúklingur með
sveppum, marsalavíni og hvítvíni,
borið fram með grænu salati og
baunum heilagrar Önnu
n Búðingur Sophiu Loren með
jarðarberjum og hindberjum
Crostini er yfirleitt borið fram sem fyrsti
réttur, svokallaður Antipasta, (nartið
á undan matnum). Ég nota mjög oft
crostini í stórum veislum á hlaðborði,
enda litríkir og skemmtilegir réttir.
Crostini með tómötum og basil
n 4–6 hvítlauksrif, söxuð niður
n ólífuolía
n handfylli af basillaufum
n 3 dósir niðursoðnir tómatar
n Salt og nýmalaður pipar
Hitið olíu á pönnu og steikið hvítlaukinn,
passa að hann brenni ekki. Bætið tómöt-
um út í og látið malla í stutta stund,
bætið þá basillaufum út í og látið malla
áfram í hálftíma. ( Þennan rétt er hægt
að gera daginn áður)
Grillið brauð og setjið tómatmaukið ofan
á brauðið og berið fram strax.
Crostini með sveppum og ólífum
n 6 hvítlauksrif, söxuð
n steinselja
n 250 gr niðurskornir sveppir
n steinlausar ólífur
Steikja hvítlauk í olíu og bæta niðursöx-
uðum sveppum út í, láta malla, bæta
salti, pipar og saxaðri steinselju út í og
malla áfram. Taka af hitanum.
Skera ólífur smátt niður.
Skera brauðið í sneiðar, grilla í ofni leggja
á disk, setja sveppina ofan á brauðið og
ofan á sveppina fara saxaðar ólífur, pipra
yfir og bera fram strax.
Crostini með kjúklingalifur
n Einn pakki kjúklingalifur (fæst frosin)
n 4 msk. kapers
n ein dós af ansjósum
n 1 dl púrtvín
n salt og nýmalaður pipar
n steinselja
Hreinsa kjúklingalifur, þerra og steikja í
olíu, hún má vera svolítið bleik í miðjunni.
Mauka lifrina í matvinnsluvél, bæta út í
kapers og ansjósum og púrtvíni. Mauka
vel svo úr verði hálfgerð kæfa.
Sneiða niður brauð og grilla. Smyrja
kjúklingalifrinni á brauðsneiðar og
skreyta með steinselju, bera fram strax.
Risotto með rækjum og karríi
Það segja margir að það að elda risotto
sé eins og gott daður. Þú þarft að vera
þolinmóður, nostra við hrísgrjónin, fylgj-
ast vel með, hræra stöðugt í pottinum
í 20 mínútur og niðurstaðan eftir þetta
nostur er dásamlegur réttur sem fær
mann til að brosa. Það eru til margar
tegundir af risotto en þessi uppskrift er
ein af mínum uppáhaldsréttum og börn-
in mín elska þetta. Þú mælir hrísgrjónin
þannig að ein handfylli passar á mann,
ég átti erfitt með að trúa þessu en hef
alltaf notað þessa mælingu og hún hefur
aldrei mistekist.
n 2 gulir laukar, niðursaxaðir
n 6 hvítlauksrif
n handfylli af steinselju
n karrí
n kjúklingasoð – teningur og soðið vatn
n Arborio-hrísgrjón
Byrja á því að saxa laukinn og hvítlauk-
inn, steikja í olíu þar til laukurinn er mjúk-
ur og ilmandi. Bæta karríi út í og hræra
saman. Þá er komið að daðrinu. Bætið
handfylli á mann af hrísgrjónum og þá er
að hella soðinu út í, rólega og lítið í einu,
hræra stöðugt í og þegar soðið hefur
blandast grjónunum þá á að bæta aftur
soði út í hrísgrjónin þar til þau eru tilbúin,
þau eiga að vera „al dente“.
Bera fram í stórri skál, strá yfir steinselju
og og 1 msk. af sýrðum rjóma og nóg af
nýmöluðum pipar.
Kjúklingur með sveppum, marsala
(púrtvíni) hvítvíni og sveppum
Einkakokkur Napóleons var ítalskur,
og rétt fyrir orrustuna árið 1800 eldaði
vesæll kokkur uppáhaldsrétt Napóleons.
Hann notaði að sjálfsögðu montin hana
en við notum kjúkling. Þetta er sérlega
bragðgóður og skemmtilegur réttur.
n 2 pakkar kjúklingur, niðurskorinn og
þerraður
n 500 gr gróft skornir sveppir
n 2 glös hvítvín
n 1 glas marsala eða púrtvín
n steinselja
n rjómi
n salt og nýmalaður pipar
Hreinsa kjúklingabitana vel og þerra,
steikja í olíu þar til þeir eru fallega brúnir,
hella hvítvíni yfir og láta sjóða aðeins
niður. Færa yfir í pott og láta malla í 20
mínútur.
Steikja sveppi í olíu bæta út í þegar
kjúklingurinn hefur mallað í 20 mínútur
og hella þá púrtvíni út í. Sjóða réttinn þar
til kjúklingurinn er tilbúinn – 35–40 mín-
útur ættu að duga. Takið kjúklingabitana
og setjið á fat og búið til sósu með því að
bæta rjóma út í soðið og þykkja ef vill.
Strá steinselju yfir og bera fram strax.
Baunir heilagrar Önnu
n 2 dósir niðursoðnir tómatar
n 4 hvítlauksrif
n 400 gr strengjabaunir
n salt og nýmalaður pipar
Saxa hvítlauksrif og steikja í olíu, bæta
tómötum út í og láta malla af kátínu.
Bæta baunum út í láta sjóða í 10 mínútur.
Krydda með salti og pipar og bera fram
með Napóleons-kjúklingnum. Þetta
meðlæti passar einnig vel með ýmsu
kjöti.
Búðingur Sophiu Loren
n 2 bollar mjólk
n 11/2 tsk. vanilludropar
n 6 eggjarauður
n 1 bolli sykur
n 4 msk. hveiti
n ávextir, ferskir eða frosnir
Hellið mjólk í pott og hitið að suðu,
bætið þá vanilludropum út í, takið af
hitanum. Pískið eggjarauður og sykur
hressilega saman þar til hræran er létt
og ljós, bætið þá hveitinu út í. Hellið
heitri mjólkinni út í eggjahræruna og
svo strax aftur í pottinn. Þá er að hafa
smá þolinmæði og hræra stöðugt í við
lágan hita þar til hræran hefur þykknað.
Kæla og bera fram með ávöxtum. Það
er hægt að setja hræruna (búðinginn!)
á stóran disk og raða ávöxtum í kringum
hræruna, og svo er líka hægt að setja í
litlar glerskálar.
Uppskrift að ljúfu kvöldi
n Í anda franskra yngismeyja
og æpi ef það er ekki búið að taka
úr vélinni, mér finnst svo leiðinlegt
að taka til. En við eigum gott líf. Við
borðum oft saman öll fjölskyldan
og þá er líf og fjör.
Eftir að við komum heim frá
Ítalíu vorum við Torfi svo rómantísk
að við fundum okkur hús fyrir alla
fjölskylduna, pabba og mömmu
líka. Við vorum svo upptekin af
hugmyndum um stórfjölskylduna
saman. Torfi var spurður: viltu
virkilega búa með pabba hennar
Sillu? og hann svaraði alltaf harð
ákveðinn: Já.
Það hefur alltaf gengið vel og við
erum í miklu návígi og það er mikill
galdur.
Á meðan pabbi var á lífi þá var
hann sífellt öskrandi, hver tók
cheeriosið mitt? Hver er með hníf
inn minn? Hver tók klósettpapp
írinn? Þá vorum við alltaf að stela
einhverju. Mest fór í taugarnar á
honum að við skyldum ekki geta
gengið almennilega frá skónum
okkur niðri í forstofunni.
Um daginn gat ég ekki annað
hlegið þegar Torfi kom heim og
skópörin lágu í forstofunni og hann
æpti upp yfir sig: Hver á þessa skó?
Hann varð jafn hissa og ég og sagði
Jónas er kominn hingað inn og er
að tala í gegnum mig. Við skelltum
bæði upp úr.“
Hið ljúfa líf
Silla er á leið til Rómar og Fen
eyja. Til Feneyja fer hún með móð
ur sinni. Þær hafa leigt sér lítið
herbergi og ætla að fara á Fen
eyjatvíæringinn. Til Rómar fer Silla
með ferðalanga og kynnir þeim
lystisemdir borgarinnar í ferð sem
hún kallar Kampavín og kaloríur.
Í Róm eru meistarar endurreisn
arinnar og þar eru lystisemdir á
hverju horni. Þar er Trevíbrunnur
inn sem er þekktur eftir að Fellini
notaði hann í atriði í mynd sinni
Hið ljúfa líf, La Dolce Vita, orð sem
gætu verið einkunnarorð Sillu.
„Við förum 1. nóvember. Ég var
í rauninni mjög glöð þegar þeir í
Vita höfðu samband við mig og
báðu mig um að verða fararstjóri.
Við bjuggum til ferðalag sem heitir
Kampavín og kaloríur. Það er bráð
góð skemmtun í fjóra daga og ég
fer með ferðamenn í nokkrar kirkj
ur sem eru skreyttar af Caraveggio,
þess á milli förum við á kaffihús og
bari. Ég kalla það Caraveggio bar
hop,“ segir hún og hlær.
„Við förum líka á markaðinn
og ég kynni þessar dásemdir fyrir
ferðalöngunum, hvet þá til að
kaupa parmesanost og pasta og
fara með heim. Mér finnst mjög
gefandi að fá að deila ástríðu minni
fyrir mat,“ segir hún.
Henni finnst aðrir einfaldlega
ekki mega missa af þeirri lífsnautn
að bragða á lystisemdum lífsins.
„Það er að minnsta kosti eitt af því
sem er mikilvægt við að eiga ljúft
líf,“ segir hún og það er einmitt
þess vegna sem hún vill deila með
lesendum DV uppskriftum að góðri
kvöldstund. Forrétti, aðalrétti og
eftirrétti að hætti Sillu. n