Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Blaðsíða 28
28 Fólk 27.–29. september 2013 Helgarblað Ég spila aldrei fótbolta framar Þ að kláraðist bara í gær [miðvikudag] þá lauk mín- um atvinnumannsferli,“ segir Grétar Rafn Steins- son þar sem hann varp- ar þeirri sprengju strax í upphafi viðtals að hann hafi formlega lagt skóna á hilluna góðu. Farsælum at- vinnumannsferli hins 31 árs gamla bakvarðar er lokið. Við sitjum í setu- stofu 101 Hótel í Reykjavík en Grét- ar, sem býr nú á Englandi, er stadd- ur hér á landi til að hitta þriggja ára dóttur sína og sinna ýmsum erind- um áður en hann leggur land und- ir fót á næstunni. Grétar hefur glímt við meiðsli síðan í nóvember í fyrra en þau hlaut hann í leik með tyrk- neska liðinu Kayserispor. Þessi meiðsli reyndust hans banabiti með tilliti til atvinnumennsku. Grétar Rafn gekk til liðs við Kayserispor í fyrra eftir að samning- ur hans við enska liðið Bolton Wand- erers rann út. Hann náði að spila níu leiki fyrir félagið áður en ógæf- an dundi yfir. En það blés kannski ekki byrlega hjá honum í upphafi. Mánuði eftir að hann kom til liðsins hætti þjálfarinn sem hafði fengið hann til liðsins. Grétar var þó hepp- inn að eigin sögn því hann lenti ekki í því að vera kastað úr liðinu, eins og aðrir leikmenn sem þjálfarinn hafði fengið. Grétar byrjaði vel en 18. nóv- ember meiddist hann illa. Spilar aldrei fótbolta framar „Þá kom í ljós að klúbburinn vildi halda mér og fá mig heilan af meiðsl- unum. Það voru eiginlega alveg 90 prósenta líkur þegar þetta gerðist að þetta væri búið. Meiðslin voru þess eðlis að ég myndi aldrei spila fótbolta aftur. En þrátt fyrir það þá gafst maður aldrei upp og möguleik- inn á að leika á HM með landsliðinu var eitthvað sem maður notaði sem gulrót, fór tvisvar í líkamsrækt á dag, hitti sérfræðinga og reyndi allt sem maður gat til að komast á HM en eft- ir því sem tíminn leið og maður hitti fleiri sérfræðinga sem þorðu ekki að skera mig upp þá dvínaði vonin. Eins og staðan er akkúrat í dag þá eru engar líkur á því að ég spili fótbolta aftur, hvað þá að ég labbi upp stiga án þess að taka hann einn fót í einu. Eins og staðan er þá er ég hættur.“ Grétar hafði áður lýst því yfir í sumar að hann vonaðist til snúa aft- ur á völlinn eftir áramót og vonandi geta hjálpað íslenska landsliðinu í baráttunni um að vinna sér sæti á HM í Brasilíu á næsta ári. Nú er hægt að útiloka það. „Ég þarf núna að hugsa um fram- tíðina. Mestu vonbrigðin við þetta er að gömlu meiðslin tengjast þess- um nýju ekki neitt,“ segir Grétar sem fyrr á ferlinum varð fyrir því að slíta krossband. „Það er mjög svekkjandi að ekki sé hægt að laga þessi nýju meiðsli en eins og sérfræðingar segja mér að það hefði ekki skipt máli hvort ég hefði lent í þeim þegar ég var 22 ára eða eftir þrjú ár, þetta hefði alltaf bundið endi á ferilinn minn.“ Alltaf að hugsa um framtíðina En hvað tekur við fyrir atvinnumann í knattspyrnu þegar ferillinn er á enda? Hefur hann leitt hugann að því nú þegar hann stendur á þessum miklu tímamótum? Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Viðtal Grétar Rafn Steinsson hefur um árabil verið einn fremsti afreksmaðurinn Íslands í knattspyrnu. Með eljusemi og skýrri markmiðasetningu náði hann því sem aðeins örfáir útvaldir ná. Strákurinn frá Siglufirði komst í deild þeirra bestu í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann lék um árabil. Nú stendur hann á tímamót- um í lífinu. Hann gekk frá sínum málum í vikunni og er laus undan samningi við tyrkneska félagið Kayserispor og hefur leikið sinn síðasta leik sem atvinnumað- ur. Blaðamaður settist niður með Grétari Rafni þar sem hann gerir upp ferilinn, peningana, óheiðarlega umboðsmenn, erfiðan skilnað og horfir til framtíðar. „Þetta var ákveðin upphæð sem mér var tilkynnt að ég ætti að borga á ákveðnum tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.