Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Blaðsíða 10
LögregLan skoðar 50 10 Fréttir 27.–29. september 2013 Helgarblað L ögreglan á höfuðborgar­ svæðinu hefur nú til skoðun­ ar gögn þar sem fram koma lýsingar á meintum óeðli­ legum samskiptum Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrver­ andi þingmanns og ráðherra, við nokkrar nafngreindar og ónafn­ greindar konur þegar þær voru á barnsaldri. Um er að ræða nokkur aðskilin dæmi frá seinna hluta síð­ ustu aldar. Kynferðisbrotadeild lög­ reglunnar hefur málið til skoðun­ ar. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hann geti ekki tjá sig um málið í samtali við DV. „Við getum ekki tjáð okkur um einstök mál eða staðfest eitt né neitt. Við bara megum það ekki, hvort svo sem menn heita Jón Baldvin eða eitthvað annað,“ segir Stefán aðspurður. Lýsingar úr skólum Lýsingarnar sem um ræðir ná allt aftur til ársins 1966 þegar Jón Baldvin var 27 ára gamall kennari í Hagaskóla. Frásagnirnar eru í nokkrum tilfellum hafðar orð­ rétt eftir þeim konum sem um ræðir, meðal annars lýsing á sam­ skiptum Jóns Baldvins við stúlku í Hagaskóla. Stúlkan var ungling­ ur á þeim tíma sem samskipti Jón Baldvins við hana eru sögð hafa átt sér stað en hún er miðaldra í dag. Konan er nafngreind í skjalinu og hafði DV samband við hana til að fá staðfestingu á frásögninni. Hún svaraði hins vegar ekki skilaboð­ um blaðsins í gegnum Facebook en staðfesting á því að konan hafi séð skilaboðin um erindið barst sendanda. Sú lýsing gengur út á að stúlkan hafi iðulega verið látin sitja eftir í tímum hjá Jóni Baldvini og þar hafi hann nuddað á henni axl­ irnar, strokið vanga hennar, fitlað í hári hennar og nuddað sér upp við hana. Samkvæmt orðum konunnar hætti Jón Baldvin að láta hana sitja eftir vegna þess að hún sagði vin­ konu sinni frá meintu athæfi hans og sú mun hafa staðið upp og mót­ mælt því að stúlkan sæti eftir næst þegar Jón Baldvin tilkynnti henni um þessa refsingu. Aðrir bekkjar­ félagar stúlkunnar, sem einnig vissu af málinu, munu einnig hafa staðið upp og mótmælt þeirri fyr­ irætlun Jóns Baldvins. Auk kon­ unnar er umrædd vinkona hennar einnig nafngreind í skjalinu. Þá er einnig að finna í skjalinu sem lög­ reglunni barst frásögn sem sögð er komin frá fyrrverandi nemanda við Menntaskólann á Ísafirði þar sem Jón Baldvin var skólameistari á árunum 1970 til 1979. Sú stúlka er ekki nafngreind í skjalinu. DV er hins vegar með upplýsingar um nafn hennar en blaðið hefur heim­ ildir fyrir því að hún vilji ekki tjá sig opinberlega um málið. Bendir á lögmann sinn Jón Baldvin segir aðspurður um málið, þegar blaðamaður hringir í hann, að hann ætli ekki að tjá sig um það og bendir á lögmann sinn. „Ef þú vilt elta ólar við þetta og trú­ ir þessu sjálfur þá vil ég ég ráðleggja þér að hafa samband við lögmann minn. Ég þakka fyrir samtalið.“ Bréf og háskólamálið Jón Baldvin hefur verið talsvert í umræðunni á liðnum vikum vegna þeirrar niðurstöðu Háskóla Íslands að endurskoða ákvörðun um að hann yrði gestakennari við stjórn­ málafræðiskor skólans í námskeiði um smáríki, líkt og til stóð. Ástæð­ an er sú að deilur komu upp varð­ andi ætlaða ráðningu Jóns Baldvins vegna umdeildrar fortíðar hans en kynferðislegar bréfasendingar hans til barnungrar frænku eiginkonu hans komust í hámæli eftir að Nýtt Líf birti bréfin í fyrra. Athygli vekur að nokkur bréfanna voru send í Hagaskóla, skólann sem stúlkan var í á þeim tíma en ekki heim til henn­ ar, af einhverjum ástæðum. Stúlk­ an kærði Jón Baldvin á sínum tíma en ríkissaksóknari felldi málið nið­ ur, jafnvel þó talið væri að bréfa­ sendingarnar kynnu að falla undir tiltekna lagagrein almennra hegn­ ingarlaga, þar sem ekki var talið að íslenskt ákæruvald hefði lögsögu í málinu: Jón Baldvin sendi bréfið frá Washington og stúlkan opnaði bréf­ ið í Venesúela. Þá var einnig bent á það í rökstuðningnum fyrir niður­ fellingunni, sem Nýtt Líf sagði frá, að samkvæmt venesúelskum lögum þyrfti slíkt blygðunarbrot að vera framið á „almannafæri“ til að telj­ ast vera lögbrot. Málinu var því vís­ að frá. Frásögn frá Edinborg Í skjalinu er einnig frásögn frænku Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins, þar sem hún greinir frá því að hún hafi heimsótt þau til Edinborgar þegar Jón var þar við nám. Stúlkan stundaði þá nám í MR en starfaði sem flugfreyja í sumar­ fríi sínu, samkvæmt skjalinu. Ekki er greint frá nafni konunnar en út frá frásögninni er ekki erfitt að kom­ ast að því um hverja ræðir. Bryndís var ekki heima þegar stúlkan kom til Edinborgar en hún gisti samt hjá Jóni Baldvini og Aldísi, elstu dóttur þeirra Bryndísar. Miðað við frásögn konunnar vaknaði hún við það um nóttina að uppi í rúminu hjá henni var Jón Baldvin nakinn. Samkvæmt frásögninni rak hún Jón Baldvin í burtu með látum og yfir­ gaf hann herbergið. Önnur frá­ sögnin snýst svo meðal annars um það að Jón Baldvin hafi verið með óviðurkvæmilega hegðun við aðra systurdóttur Bryndísar Schram, þegar hún var barn. Fleiri slíkar frá­ sagnir er að finna í skjalinu. Sagt hugarburður Þegar sendibréfamálið kom upp í fyrra skrifaði Kolfinna Baldvins­ dóttir, dóttir Jóns Baldvins, grein þar sem hún sagði að ásakan­ ir þess efnis að faðir hennar hefði átt í kynferðissambandi við margar konur í fjölskyldu hennar og aðr­ ar konur væru komnar frá Aldísi systur hennar: „Þetta hefur bitn­ að á föður okkar með því að dóttir hans hefur spunnið upp sögur um, að hann hafi misnotað hana unga, og að við yngri systur hennar höfum mátt þola slíkt hið sama. Samkvæmt þessum sjúklegu hugarórum hefur faðir hennar átt mök við því sem næst allar kvenpersónur innan fjöl­ skyldunnar, lífs sem liðnar, barn­ ungar jafnt sem eiginkonur annarra fjölskyldumeðlima, fyrir utan vin­ konur hennar og skólasystur.“ Umræddar lýsingar renna hins vegar stoðum undir að málið sé kannski ekki alveg svo einfalt. n Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Við bara megum það ekki, hvort svo sem menn heita Jón Baldvin eða eitthvað annað. „Ef þú vilt elta ólar við þetta og trúir þessu sjálfur þá vil ég ég ráðleggja þér að hafa samband við lögmann minn n Kynferðisbrotadeild berast upplýsingar um Jón Baldvin Hannibalsson Segist ekki geta tjáð sig Stefán Eiríksson segist ekki getað tjáð sig um rannsóknina. Skoðar málið Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú mál tengt Jóni Baldvini Hannibalssyni sem byggir á lýsingum sem ná nokkra áratugi aftur í tímann. ára gamLar Lýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.