Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Qupperneq 2
2 Fréttir 22.–24. nóvember 2013 Helgarblað Æ visaga Hermanns Gunnarssonar, Hemma Gunn, hefur vakið mikla athygli en bókin kom út síðasta mánu- dag. Eftirmáli hennar hefur þó ekki síður vakið umtal en í honum sakar Orri Páll Ormarsson, ritari bókar- innar, Hemma um að hafa sagt sér ósatt um drykkju hans í Taílandi auk þess sem hann líkir heimili Hemma við geymslu. „Sveik loforðið“ „Hemmi unni Taílandi, landi og þjóð. Um það efast ekki nokkur maður. Þangað fór hann til að njóta lífsins og slaka á, alltént voru það skýringarnar sem hann gaf vinum sínum og vandamönnum. Veruleik- inn var annar. Taílandsferðir hans snerust fyrst og síðast um eitt – neyslu áfengis. Í Pattaya gat Hemmi Gunn drukkið í ró og næði,“ skrifar Orri Páll og lýsir síðan hefðbundn- um degi hjá Hemma í Taílandi. Síðar skrifar Orri Páll: „Einn af þeim sem Hemmi sagði ósatt um drykkjuna er skrá- setjandi þessarar bókar, eins og sjá má á lokakaflanum hér að framan. Sveik þar með loforðið sem gefið var í upphafi samstarfsins. Það voru vonbrigði. Þá vaknar vitaskuld sú spurning hvort hann hafi sagt ósatt um fleira. Auðvitað er engin leið að vita það með fullri vissu en ég hef eigi að síður enga ástæðu til að ætla það.“ Eins hefur farið fyrir brjóstið á sumum að Orri Páll skuli í eftir- málanum líkja heimili Hemma við geymslu. „Börn Hemma gengu frá heim- ili hans í Árbænum, griðastaðnum þangað sem fáir eða engir fengu að koma. Þar blasti við dapurleg sjón. Einsemdin lá í loftinu. Íbúðin minnti um margt meira á geymslu en heimili og var í hróplegu ósam- ræmi við snyrtimennið Hemma Gunn. En þannig kaus hann að búa.“ „Ósmekklegt að lýsa heimili hans eins og kompu“ „Þeir voru nógu djúpir dalirnir þótt ekki sé verið að bæta á með svona höggi fyrir neðan beltisstað. Ég skil ekki tilganginn með eftirmála þessarar bókar,“ segir nákominn ættingi Hemma Gunn um þessar ásakanir í samtali við DV. „Þá er ósmekklegt að lýsa heimili hans eins og kompu. Þarna er ódrengilega vegið að virðingu Hermanns. Það þjónar engum til- gangi að flagga þessum neikvæðu hlutum í hans lífi. Allra síst að hon- um látnum,“ segir ættinginn. „Ömurleg hegðun“ Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norð- dahl er einn þeirra sem gagnrýnt hafa eftirmála Orra Páls. „Hafi ég skilið þetta rétt hleypir Hemmi honum inn á gafl hjá sér og gerir að trúnaðarmanni sínum á til- teknum forsendum, nefnilega þeim að hann geti delerað en ráði því á endanum hvað fari í bókina,“ skrifar Eiríkur á Facebook-síðu sína. „Og þegar Hemmi deyr virðist Orri einfaldlega endurskrifa samn- inginn og breyta bókinni í afhjúpun – hann blottar Hemma gegn hans vilja eftir að hafa notið trausts hans. Og það er bara ömurleg hegðun og jafnt þótt kallinn sé dauður.“ Gert í samráði við aðstandendur Rætt var við Orra Pál í Kastljósi í síð- ustu viku en þar sagði hann eftirmál- ann hafa verið ritaðan í samráði við nánustu vini Hemma sem og börn hans. Þau hafi ákveðið í samein- ingu að segja alla söguna, þrátt fyrir að ekki liggi ljóst fyrir hvort Hemmi hefði endilega samþykkt það. „Þegar upp var staðið þá var bara ein leið á endanum; að segja söguna eins og hún var. Annars hefði mátt bara sópa þessari bók út af borðinu,“ sagði Orri Páll um málið. Hann seg- ir Hemma hafa háð sína baráttu við alkóhólismann fyrir framan alla þjóðina og verið í feluleik allt til síð- asta dags en að honum og nánustu aðstandendum Hemma hafi fund- ist mikilvægt að kaflinn sem hann sagði ekki sjálfur yrðir sagður. n „Ódrengi- lega vegið að virðingu Hermanns“ Hörn Heiðarsdóttir blaðamaður skrifar horn@dv.is Hemmi Gunn Orri Páll segir Hemma hafa svikið loforð um að segja sannleikann. Mynd SiGtryGGur Ari n Eftirmáli Orra Páls umdeildur n Sakar Hemma um lygar„Þegar upp var staðið þá var bara ein leið á endanum; að segja söguna eins og hún var. Orri Páll Orri segist hafa unnið eftirmál- ann í samráði við nánustu aðstandendur Hemma. Mynd MOrGunblAðið Gerður að þræl á Hrauninu 3 Hælisleit-andinn Kwaku Bapie frá Gana var laminn af sam- fanga sínum á Litla-Hrauni í júlí í fyrra. Annar fangi stóð í dyra- gættinni og fylgdist með barsmíðunum. Af skýrslum úr fang- elsinu má ráða að hann hafi verið gerður að einhvers konar þræl í fangelsinu og látinn sjá um þrif og uppvask fyrir samfanga. Í miðviku- dagsblaði DV var rætt við Bapie: „Ég þreif allt og gerði allt sem þeir sögðu mér að gera.“ Þénar hálfa milljón á dag 2 Jón Sig-urðsson, forstjóri stoð- tækjafram- leiðandans Össurar, var launahæsti forstjóri Ís- lands í fyrra með rúmlega 185,5 milljónir króna í árslaun. Þetta gera mánaðarlaun upp á rúmlega 15 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningi Össurar frá því í fyrra og greindi DV frá inni- haldi hans á mánudag. Sé launum Jóns deilt á daga mánaðarins þá sést að hann er með 500 þúsund krónur á dag eða sem nemur 62.500 krónum á klukkustund miðað við átta stunda vinnudag. Skíðaskáli í skattaparadís 1 Hannes Smárason og Magnús Ár- mann eiga skíða- skála í Courchevel í frönsku Ölpunum sem kostar tæp- lega tvo milljarða króna. Þetta kom fram í DV á mið- vikudag. Eignarhaldið á skíðaskál- anum er í gegnum eignarhaldsfélög í skattaskjólum, meðal annars Lúx- emborg, en hann er ekki skráður á þá persónulega. Báðir eru þeir Hannes og Magnús með lögheimili í Lúxemborg þótt þeir búi annars staðar. Hannes og Magnús hafa átt skíðaskálann frá ár- inu 2007. Aldrei hefur verið fjallað um eignarhald þeirra á skálanum. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni 20. 11. 2013 20. 11. 2013 18. 11. 2013 SkíðaSkáli í SkattaSkjóli HanneS SmáraSon og magnúS ármann miðvikudagur og fimmtudagur 20.–21. nóvember 2013 132. tölublað 103. árgangur leiðb. verð 429 kr. gerður að þræl á Hrauninu n Misþyrmt af öðrum föngum Glæsihús á tvo milljarða Innisundlaug Úttekt Flóttamaðurinn Kwaku 6 Ofsagróði Samherja Afríkuútgerð seld á 16 milljarða 2–3 „klámið er lygi“ Stefán Máni n Óupplýst hvað gerðist n „Fjörug og skemmtileg“ Fjölmargir harma fráfall Evu Maríu Dýrt að dæla röngu eldsneyti n Hleypur á tugum þúsunda 14 4 23 „Ég er enginn eignamaður Krefjast svara um huldu- apparat „Hroki“ ríkislögreglustjóra 15 Vonbrigði í Zagreb n Íslenska liðið náði sér aldrei á strik n Einkunnir leikmanna 3 8–9 n Á dýrasta stað í frönsku Ölpunum n Eignarhaldið falið 6 Fréttir 20. nóvember 2013 Miðvikudagur H ælisleitandinn Kwaku Bapie frá Gana var laminn af sam- fanga sínum á Litla-Hrauni í júlí í fyrra. Annar fangi stóð í dyragættinni og fylgdist með barsmíðunum. Af skýrslum úr fang- elsinu má ráða að hann hafi verið gerður að einhvers konar þræl í fang- elsinu og látinn sjá um þrif og upp- vask fyrir samfanga: „Er svo að skilja að X og Y, skipi honum að sjá um þrif á deildinni og sjá um uppvask.“ DV ræddi við Kwaku sem segist hafa þrifið allt sem honum var sagt að þrífa: „Ég þreif allt og gerði allt sem þeir sögðu mér að gera.“ Í kjölfar líkamsárásarinnar var Kwaku færður til vakthafandi læknis sem gerði að áverkum hans, en þeir voru ekki taldir alvarlegir. Fangels- isyfirvöld tóku í kjölfarið skýrslur af árásarmanninum en í henni kemur fram að hann hafi spurt eftirfarandi spurningar: „Hva, var svertinginn að væla?“ Þá lýsti Kwaku árásinni fyrir skýrsluritara Litla-Hrauns meðal annars þannig að árásarmaðurinn hefði sagt: „I wanna fuck you!“ áður en hann réðst á hann. Fangelsisyfir- völd sáu hins vegar ekki ástæðu til þess að tilkynna málið til lögreglu. Katrín Oddsdóttir, lögmaður Kwaku, er afar gagnrýninn á fangels- isyfirvöld: „Það er fráleitt að ríkið hafi ekki brugðist við með því að veita hon- um þá réttarvernd sem hann á rétt á sem fórnarlamb líkamsárásar.“ Miðað við gögn málsins virðist Kwaku ekki hafa verið kynnt réttarstaða sín við komuna í fangelsið né veittar upplýs- ingar um hvert hann gæti leitað. Þessu vísar Margrét Frímannsdóttir fangels- isstjóri hins vegar á bug: „Það er alltaf gert.“ Myndbandsupptökur til Margrét segir skýrslur innanhúss ekki hafa bent til þess að umræddir menn hafi ráðist á Kwaku: „Þeir játa ekki í innanhússkýrslum og það er ekk- ert sem við höfðum á þeim tíma í höndunum sem studdi þann fram- burð að þeir hefðu ráðist á hann.“ Mál- ið var engu að síður talið nógu alvar- legt til þess að Kwaku var færður í annað fangelsi eftir spítaladvölina. Þá var talin ástæða til þess að kalla árásar- mennina til skýrslutöku en engin frek- ari rannsókn virðist hafa farið fram og árásarmönnunum virðist ekki hafa verið refsað fyrir agabrot. Þetta lítur Katrín alvarlegum augum. „Það eiga að vera til myndbands- upptökur af því þegar þeir fara inn í herbergið hans, þannig að það var full ástæða til þess að láta rannsaka mál- ið frekar,“ segir Katrín í samtali við DV. Það var ekki fyrr en hún skarst í leik- inn sem lögmaður Kwaku að árásin var kærð til lögreglu. Katrín telur hins vegar að lögum samkvæmt hafi fang- elsisyfirvöldum borið að tilkynna árásina. Hún segir það alvarlegt að það hafi ekki verið gert. Fangelsisstjóri er því ósammála og segir ekkert athuga- vert við málið. Kwaku hafi verið gefinn kostur á að tilkynna málið til lögreglu en neitað. Árásarmaðurinn dæmdur „Þarna er manneskja sem getur hvergi hönd yfir höfuð sér borið. Hann á enga aðstandendur hér og ekkert fé- lag eða neins konar samtök eru til að verja hann,“ segir Katrín. „Honum er hent í fangelsi og þar er hann laminn og kerfið bregst á engan hátt við. Það er ekki fyrr en ég sendi einhverja sér- staka kvörtun og kæru sem málið fer fyrir dóm og þá játar þessi maður bara skýlaust að hafa gert þetta.“ Árásarmaður Kwaku var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir árásina á Kwaku þann 14. nóvember síð- astliðinn. Var honum gert að greiða fimmtíu þúsund króna miskabætur en engin frekari refsing lá við brotinu. Í dómnum kemur fram að hann hafi slegið Kwaku í andlit og líkama þar sem hann lá veikur í rúmi í klefa sín- um, með þeim afleiðingum að hann hlaut eymsli á hægri kinn, hægra megin á hálsi og yfir hægri rifbeinum. Brot á alþjóðasamningi Kwaku var dæmdur fyrir skjalafals við komuna til landsins. Það samræm- ist ekki 31. grein Flóttamannasamn- ings Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland fullgilti árið 1956, sem segir að engum skuli gerð refsing fyrir að koma ólög- lega til landa séu þeir á leið úr bráðri hættu. Pia Prytz Phiri, framkvæmdastjóri umdæmisskrifstofu Flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna í Norður- Evrópu, sagði í viðtali við DV á dögunum að Ísland væri ítrekað að brjóta á mannréttindum flóttamanna með því að dæma þá í fangelsi fyrir skjalafals. „Það er alveg skýrt að það á ekki að refsa flóttamönnum fyrir ólög- lega innkomu til landsins. Þessi vinnu- brögð eru ekki í samræmi við alþjóða- lög og þau eru ekki í samræmi við 31. grein Flóttamannasamningsins,“ sagði Pia. „Átti aldrei að vera þarna“ Katrín telur að með því að fangelsa Kwaku hafi íslenska ríkið brotið gegn Flóttamannasamningnum. Kwaku hafi ekki þekkt neinn hér á landi og því algjörlega upp á íslenska ríkið kominn. Með háttseminni hafi ríkið mögulega bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart Kwaku, fyrir þá meðferð sem hann varð fyrir á Litla-Hrauni. „Þetta sýnir bara alvarleika þess að það sé verið að fangelsa svona viðkvæman hóp sem hælisleitendur eru algjörlega án sakar,“ segir Katrín. Hún segir að hér sé um að ræða berskjaldaðan hóp sem sé unnvörp- um varpað í fangelsi fyrir að reyna að bjarga lífi sínu með því að ferðast á fölsuðum skilríkjum. „Þetta er full- komið dæmi um það sem getur gerst þegar það er verið að fara svona með fólk. Hann átti aldrei að vera þarna þessi maður, og þegar hann lenti í þessu þá er fráleitt að ríkið hafi ekki brugðist við.“ Skyldi fara varlega Blaðamaður og ljósmyndari DV hittu Kwaku þar sem hann heldur til í íbúð í Reykjavík. Eitt það fyrsta sem hann sýnir okkur er handklæði og peysa sem samfangi hans gaf honum þegar hann kom í fangelsið: „Ég mun alltaf geyma þetta,“ segir hann og tekur fram að hann hafi verið allslaus við kom- una í fangelsið og því hafi handklæð- ið verið sannkölluð guðs gjöf. Þegar hann er spurður út í vistina sjálfa minnist hann hennar með hryllingi. „Ég hafði aldrei verið í fangelsi áður,“ segir hann og bætir við að hann hafi verið mjög hræddur við kom- una í þetta fangelsi í þessu ókunnuga landi. Eitt það fyrsta sem hann heyrði í fangelsinu var að þar skyldi hann fara varlega: „Það var þarna eldri maður sem talaði við mig og sagði mér að á þessum stað skyldi ég fara varlega.“ Kwaku segist hafa þrifið það sem hon- um var sagt að þrífa en þess á milli reynt að halda sig mestmegnis inni í herberginu sínu á meðan á vistinni stóð. Hann hafi því verið verulega ótta- sleginn þegar samfangar hans komu inn í herbergi hans og sögðu meðal annars: „I wanna fuck you!“ Hann segist hafa hniprað sig saman og reynt að verjast þannig höggunum. Hryllingur á Ítalíu Kwaku flúði frá Gana til Ítalíu árið 2008. Á Ítalíu bjó hann í alræmd- um flóttamannabúðum í Lamped- usa. Vann hann fyrir sér með því að tína appelsínur á búgarði nokkrum fyrir fimmtán evrur á dag. Ástandið á Ítalíu fór stigversnandi á þessum tíma og árið 2011 var ráðist á Kwaku og fé- laga hans í flóttamannabúðunum með þeim afleiðingum að tveir þeirra voru skotnir til bana. Morðin orsök- uðu gríðarleg mótmæli og óeirðir og Kwaku óttaðist enn á ný um líf sitt. Hann ákvað því að flýja á nýjan leik, nú til Íslands. Þar sem umsókn Kwaku um hæli hefur þegar verið tekin fyrir á Ítalíu eru allar líkur á því að honum verði vísað þangað aftur á grundvelli Dyfl- innarreglugerðarinnar, sem kveður á um heimild til þess að vísa hælisleit- endum aftur til þess lands í Evrópu sem þeir komu fyrst til. Samkvæmt 40. grein laga um fulln- ustu refsinga ber Fangelsismálastofn- un að hafa samband við fulltrúa inn- lendra eða alþjóðlegra stofnana sem gæta hagsmuna ríkisfangslausra einstaklinga eða flóttamanna. Katrín segir ekkert í gögnum málsins benda til þess að slíkt hafi verið gert í tilviki Kwaku. n „Hva, var svertinginn að væla? Flóttamaður gerður að þræl á Hrauninu n Innikróaður í herbergi sínu og laminn n Fangelsisyfirvöld kærðu málið ekki Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Látinn þrýfa Hælisleitandinn Kwaku Bapie frá Gana var laminn af samfanga sín- um á Litla-Hrauni í júlí í fyrra. Hann var látinn þrífa og vaska upp fyrir samfanga sína. Mynd Sigtryggur Ari Fær 15 milljónir á mánuði Hreiðar Má Sigurðsson og Bjarna Ármannsson. Auk þess var Friðrik Jóhannsson, forstjóri Straums, með 412 milljónir króna í árslaun, Lárus Welding hjá Glitni með 300 milljónir króna og Sigurjón Árna- son með 160 milljónir króna. Fjórir þeirra voru sem sagt með hærri laun en Jón Sigurðsson hjá Össuri var með í fyrra. Eftir að bankarnir hrundu árið 2008 hafa aðrir forstjórar en stjórnendur þeirra komið í stað þeirra sem launahæstu launþegar landsins. Laun forstjóra eru hins vegar að hækka hér á landi og hafa gert það síðastliðin ár. Launin hækkuðu um 20 prósent Í skýrslu um úttekt á launaþró- un stjórnenda hjá ríkinu sem gefin var út af fjármála- og efna- hagsráðuneytinu í lok ágúst síð- astliðinn kom fram að launa- skrið hefði verið hjá forstjórum einkarekinna fyrirtækja á Íslandi frá hruninu 2008. Komust höf- undar skýrslunnar að því að laun þessara stjórnenda hefðu hækkað um 20 prósent frá íslenska efna- hagshruninu árið 2008 á meðan laun forstjóra ríkis fyrirtækja hefðu ekki hækkað svo mikið. Þegar litið er til dæmis á laun Jóns Sigurðssonar hjá Össuri þá sést að þau hafa hækkað dug- lega frá hruninu 2008. Þrátt fyrir launaskrið forstjóra einkafyrir- tækja þá eiga þeir ennþá langt í land með að ná þeim launakjör- um sem almennt séð giltu á Ís- landi fyrir hrun. Sjálfsagt munu laun íslenskra forstjóra aldrei ná þeim hæðum Útgerðin komin aftur inn Í viðtali við DV árið 2008, rétt eftir bankahrunið, fangaði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, ágæt- lega þær breytingar sem orðið höfðu á hugmyndum manna um laun frá því í góðærinu sem ríkti á Íslandi frá einkavæðingu bank- anna og fram að hruninu. Vegna þess hversu launaháir bankamennirnir voru þá töldu tekjuháir einstaklingar, til dæmis sjómenn eða sérfræðimenntaðir læknar, laun sín ekki vera merki- leg. Enda voru þau það ekki í sam- anburðinum við ofurlaun banka- mannanna sem gátu hlaupið á tugum milljóna króna á mánuði. „Besta samlíkingin er sennilega sú að þegar togaraskipstjórinn kom að landi með verðmætan farm sem var rétt um 200 milljón- ir í aflaverðmæti var hann spurð- ur hvort það væri ekki gaman að koma með svona mikið að landi. Hann svaraði því til að þetta væri ekki nema þriðjungur af launum tekjuhæstu bankamannanna.“ Taldi Steingrímur árið 2008 að sjálfsagt væri tími ofurlauna á Ís- landi liðinn. „Ég held að tími of- urlauna sé liðinn hér á landi.“ Bankarnir víðs fjarri Eins og er þá er ekkert sem bend- ir til annars en að þetta sé satt. Bankamenn á Íslandi eru nú óra- vegu frá því að vera með þau laun sem þeir voru með fyrir hrun og eru bankastjórarnir íslensku nú með þetta 3 til 4 milljónir króna á mánuði. Sú laun eru ekki óeðli- lega há miðað við forstjóra hjá stórfyrirtækjum. Hæstlaunuðu mennirnir og konurnar – þó ekki séu þær áber- andi á listanum yfir launahæstu forstjórana – eru því með forstjóra- laun í dag sem eru víðs fjarri þeim launum sem þetta fólk var með á árunum fyrir hrunið 2008. n milljónir króna mánaðarlaun á árinu og svo kom forstjóri græn- metis- og ávaxtaheildsölunnar Banana, Kjartan Már Friðsteins- son, var hann með 6 milljónir á mánuði. Svo voru þær Rannveig Rist, forstjóri Álversins í Straumsvík, og forstjóri Actavis, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, með 5,8 og 5,7 millj- ónir á mánuði. Þær voru einu konurnar sem komust á lista yfir tíu launahæstu forstjóra landsins. Næstir voru þeir Valur Ragnars- son hjá Medis og Hilmar Veigar Pétursson hjá CCP með 5,5 og 5,3 milljónir. Loks komu þeir Jak- ob Óskar Sigurðsson, forstjóri Promens, og Gylfi Sigfússon hjá Eimskipum með 4,8 og 4,5 millj- ónir króna á mánuði. Fimm með 2,2 milljarða Athyglisvert er að bera þessar tekjur íslenskra forstjóra saman við tekjur fimm launahæstu bankastjóranna árið 2007. Flestir voru þeir með miklu hærri laun en flestir á listanum yfir launa- hæstu forstjórana árið 2012. Sam- tals voru þessir fimm bankastjórar með samtals 2,2 milljarða króna í árslaun. Áður hefur verið minnst á Fréttir 9 Mánudagur 18. nóvember 2013 8 Fréttir 18. nóvember 2013 Mánudagur NÝTT FRÁ DICK CEPEK Trail Country er fínmynstrað alhliða jeppadekk sem er rásfast og þægilegt í akstri innanbæjar, en býr einnig yfir frábærum aksturseiginleikum á vegum úti. Trail Country er frábært alhliða heilsársdekk fyrir flestar gerðir jeppa og jepplinga. Fun Country var sérstaklega hannað með það í huga að ná fram einstökum askturseiginleikum við erfiðar aðstæður, auk þess að vera bæði hljóðlátt og endingargott við akstur innanbæjar. Fun Country er ætlað nútíma jeppum sem vilja komast lengra! Dekkið er fáanlegt í stærðum frá 32“ til 37“. Trail Country Fun Country Mud Country NÝT T! NÝT T! Kletthálsi 3 110 Reykjavík Sími 540 4900 arctictrucks.is Mud Country 2013-10 DC nýtt - Fréttablaðið Fólk 2dl x 18.indd 1 25.10.2013 11:03:48 J ón Sigurðsson, forstjóri stoð- tækjaframleiðandans Össur- ar, var launahæsti forstjóri Íslands í fyrra með rúmlega 185,5 milljónir króna í árs- laun. Þetta gera mánaðarlaun upp á rúmlega 15 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningi Össurar frá því í fyrra en þar eru launin tilgreind í dollurum, 1,44 milljónir dala. Þar að auki fékk Jón kaup- rétt á 1.250 þúsund hlutum í Össuri á árinu, samkvæmt nýju kaupréttarfyrir komulagi sem ákveðið var af stjórn fyrirtækisins í fyrra. Verðmæti þeirra hlutabréfa er tæplega 250 milljónir króna. Þessi laun Jóns eru nokkurn veginn jafn há í dollurum talið og árið 2011. Sé launum Jóns deilt á daga mánaðarins þá sést að hann er með 500 þúsund krónur á dag eða sem nemur 62.500 krónum á klukkustund miðað við átta stunda vinnudag. Jón tók við af Hreiðari Jón hefur um árabil, allt frá hrun- inu 2008, verið langtekjuhæsti forstjóri landsins. Fyrir hrun var Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, yfir leitt tekjuhæstur. Sem dæmi þá var Hreiðar Már með 62 milljónir króna á mánuði árið 2007 en næst þar á eftir kom Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, með 43 milljónir króna á mánuði. Laun launahæstu forstjóra landsins hafa því lækkað umtals- vert á síðustu fimm árum og skýrist það auðvitað af hruninu. Fyrir hrun voru forstjórar bankanna launahæstu launþegar landsins en eftir hrun hefur þetta breyst: Nú er forstjóri eins þekktasta og öflugasta fyrirtækis landsins sá launahæsti. Forstjórar íslensku bankanna komast hins vegar ekki lengur á lista yfir allra launahæstu stjórnendur fyrirtækja á Íslandi. Launahæsti forstjóri fjármálafyrir- tækis á Íslandi í fyrra var Höskuld- ur Ólafsson með rúmar 3,5 millj- ónir króna á mánuði. Laun Jóns Sigurðssonar hækk- uðu reyndar um rúmlega milljón króna á milli áranna 2010 og 2011 en fyrra árið námu þau tæplega 14 milljónum en fóru upp í rúmlega 15 milljónir króna seinna árið. Hagamennirnir Eftir því sem DV kemst næst er Finnur Árnason, forstjóri smá- sölurisans Haga, næstlaunahæsti forstjóri landsins með um 8,4 milljónir króna á mánuði. Á eftir honum kemur fráfarandi forstjóri Marels, Hollendingurinn Theo Van Hoen, en hann var með 7,9 milljónir króna á mánuði í fyrra. Þar á eftir kemur svo Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss með 7,6 milljónir á mánuði. Hagar eiga því tvo menn í efstu fjórum sætunum á listanum yfir launahæstu forstjóra lands- ins en næstu tveir eru stjórnend- ur tveggja öflugustu og stabílustu tæknifyrirtækja landsins. Iðnaður og bananar Í næstu sætunum þar á eftir koma Jón Guðmann Pétursson, sem er forstjóri iðnfyrirtækisins Hamp- iðjunnar, en hann var með 7,4 n Launaskrið hjá forstjórum einkarekinna fyrirtækja n Laun standa í stað hjá hinu opinbera n Jón með hálfa milljón á dagIngi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Ég held að tími ofurlauna sé liðinn hér á landi5 Jón Guðmann Pétursson Forstjóri Hampiðjunnar: 7,4 milljónir 8 Guðbjörg E. Eggertsdóttir Forstjóri Actavis: 5,7 milljónir 6 Kjartan M. Friðsteinsson Forstjóri Banana: 6 milljónir 3 Theo Van Hoen Forstjóri Marels: 7,9 milljónir 4 Guðmundur Marteinsson Framkv.stj. Bónus: 7,6 milljónir 7 Rannveig Rist Forstjóri Landsvirkjunar: 5,8 milljónir 9 Valur Ragnarsson Forstjóri Medis: 5,5 milljónir 10 Hilmar Veigar Pétursson Forstjóri CCP: 5,3 milljónir 2 Finnur Árnason Forstjóri Haga: 8,4 milljónir H éraðsdómur Reykjaness dæmdi á föstudag tvo menn, Úlfar Þór Birgisson Aspar og Björgvin G. Hallgrímsson, í tveggja ára óskilorðsbundið fang- elsi fyrir innflutning á tæplega 2,4 kílóum af amfetamíni. Samkvæmt ákæru hefði verið hægt að framleiða um 12,3 kíló af eiturlyfinu miðað við 5,6 prósenta styrkleika en efnin voru flutt til landsins frá Berlín í Þýska- landi. Var Björgin ákærður fyrir að fá Úlfar Þór til verksins, veita honum leiðbeiningar um ferðatilhögun og fyrirmæli um innflutning fíkniefn- anna. Þá afhenti hann Úlfari um- slag með farsíma og reiðufé og greiddi fyrir farmiða hans til Berlín- ar, samkvæmt því sem fram kemur í ákæru. Þáttur Úlfars var að flytja efnin til landsins, en þau fundust í botni ferðatösku hans þegar hann kom til landsins þann 26. janúar síðastliðinn. Samkvæmt ákæru fór hann frá Berlín til Hollands og mót- tók fíkniefnin þar áður en hann sneri aftur til Berlínar og kom heim til Ís- lands. Úlfar var úrskurðaður í gæslu- varðhald í kjölfarið og sat hann þar allt til 5. apríl. Við yfirheyrslur hjá lögreglu játaði hann að hafa flutt efnin til landsins. Það hefði hann ákveðið að gera til að koma sér út úr kreppu og hann hafi verið í leit að skjótfengnum gróða. n Skjótfenginn gróði Úlfar sagðist hafa viljað losnað út úr kreppu og því flutt efnin til landsins. Mynd SIgtryggur ArI Vildi græða fljótt n tveir menn dæmdir fyrir amfetamínsmygl Launahæstu forstjórarnir Jó n Si gu rð ss on Fi nn ur Á rn as on th eo V an H oe n g uð m un du r M ar te in ss on Jó n g uð m an n P ét ur ss on K ja rt an M ár Fr ið st ei ns so n r an nv ei g r is t g uð bj ör g E. Eg ge rt sd ót ti r V al ur r ag na rs so n H ilm ar V ei ga r P ét ur ss on 15 milljónir 5 milljónir Eins og sést á meðfylgjandi mynd er Jón Sigurðsson með langhæstu launin af forstjórum á Íslandi. Aðrir eru varla hálfdrættingar á við hann. 1 Jón Sigurðsson Forstjóri Össurar: 15,5 milljónir Ístak boðið til sölu Landsbankinn hefur boðið allt hlutafé sitt í verktakafyrirtæk- inu Ístaki til sölu. Bankinn eign- aðist 99,9 prósenta hlut í fyrir- tækinu þegar móðurfélag Ístaks, danska verktakafyrirtækið Pihl & Sön, var tekið til gjaldþrotaskipta í lok ágúst. Markmið kaupanna var að sögn bankans að skapa trú- verðugleika gagnvart verkkaup- um Pihl & Sön í Noregi og Græn- landi, þar sem Ístak starfaði sem undirverktaki móðurfélagsins, og koma í veg fyrir að verksamn- ingum yrði rift með ófyrirséðum afleiðingum. Fjárfestar sem hyggj- ast bjóða í félagið þurfa að gera grein fyrir þekkingu og reynslu, fjárhags legum styrkleika og stefnu sinni varðandi framtíð Ístaks. Áhugasömum fjárfestum er bent á að setja sig í samband við Fyrir- tækjaráðgjöf Landsbankans. Ákærð fyrir ölvunarakstur Jónína Benediktsdóttir hefur verið ákærð fyrir ölvunarakstur og átti að mæta fyrir dóm á fimmtudag til þingfestingar. Það er lögreglustjór- inn á höfuðborgarsvæðinu sem höfðar málið, en Jónínu er gefið að sök að hafa ekið ölvuð þriðju- daginn 18. júní síðastliðinn á bíla- stæði við Reykjavíkurflugvöll. Samkvæmt ákæru ók hún utan í járngrind við enda bílastæðisins. Lögreglan fullyrðir að vínandi í blóði hennar hafi mælst 1,5 pró- mill, en verði hún sakfelld eru viðurlögin 140 þúsund króna sekt og ökuleyfissvipting í eitt ár. Með gámagrind , ekinn 115 þ., er sem nýr og ónotaður, loft- púðafjöðrun, olíumiðstöð, einn með öllu. Gámur getur fylgt með sem er ónotaður og sjálf losandi. Upplýsingar í Síma 892 1116 Til sölu Man TGA 18-350 LL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.