Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Page 4
4 Fréttir 22.–24. nóvember 2013 Helgarblað Suðurnesjavefur DV í loftið n „Þörf á gagnrýnum miðli á þessu svæði, sem tekur á öllum málum“ É g er spenntur að fjalla um fréttir í heimabyggð. Það hefur verið þörf á gagnrýnum miðli á þessu svæði sem tekur á öll­ um málum,“ segir Atli Már Gylfa­ son, blaðamaður og umsjónarmað­ ur yfir Suðurnesjavef DV, um nýja héraðsfréttavefinn sem opnaður er á DV.is í dag, föstudag. Vefurinn mun þjóna Suðurnesjamönnum og er sá fyrsti sem er starfræktur á vegum DV. Áhersla verður lögð á áhugaverðar fréttir og óháða rannsóknarblaða­ mennsku. Aðgangur að fréttum á Suðurnesjavef DV verður ókeypis út desember en eftir það verður hægt að kaupa áskrift frá 990 krónum á mánuði. Þeir sem fyrir eru áskrif­ endur að DV fá líka fullan aðgang að fréttum sem birtast á Suðurnesja­ vefnum. DV getur boðið héraðsvef­ áskrift á lágu verði, af þeirri ástæðu að hægt er að koma efni til lesenda án prent­ og dreifingarkostnaðar. Með héraðsáskrift fylgir almenn vef­ áskrift að öllum fréttum DV í kaup­ bæti og einnig munu prentáskrifend­ ur DV fá aðgang að héraðsfréttunum. Ábendingar um fréttamál og áhugavert efni má senda á netfang Atla Más, atli@dv.is. Viðtökur við héraðsfréttavef DV munu ráða því hvort opnaðir verða óháðir frétta­ vefir í fleiri landshlutum á næstunni. Bjarki Már Viðarsson heldur utan um auglýsingasölu á vefnum. Hann er með netfangið bjarki@dv.is. Um næstu mánaðamót verður útgáfutíðni prentútgáfu DV einnig breytt. Mánudags­ og miðvikudags­ blöð DV verða sameinuð í stærra vikublað sem kemur út á þriðju­ dögum. Með sameiningunni verður engin fækkun á útgefnum prentsíð­ um hjá DV, þar sem sameinað blað verður hátt í tvöfalt stærra en blöð­ in voru hvort í sínu lagi. Þar að auki verður helgarblað DV stækkað. n Undirbúningur Myndin er frá undirbún- ingsfundi vegna vefjarins. Mynd SigtryggUr Ari Réðst á fyrr- verandi sam- býliskonu Tuttugu og níu ára karlmaður hef­ ur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í átta mánaða fangelsi fyrir að valda fyrrverandi sambýlis­ konu sinni skelfingu og andlegu og líkamlegu tjóni. Auk þess var hann dæmdur fyrir ítrekaðan ölv­ unarakstur og sviptur ökuréttind­ um ævilangt. Maðurinn ruddist inn á heimili konunnar í Reykjanesbæ í maí síðastliðnum og réðst á hana. Þegar konan varð vör við mann­ inn reyndi hún að hlaupa undan og út úr húsinu. Maðurinn þreif þá í hana og hélt fyrir munn hennar. Þá ýtti hann henni inn í svefnherbergi og hélt sæng fyrir vitum hennar svo hún átti erfitt með andardrátt. Árásarmaðurinn var mjög ölvaður en konan lýsti því fyrir dómi að hún væri mjög hrædd við hann, meðal annars þurfti systir hennar að vera heima hjá henni svo hún gæti farið í sturtu, og var það vegna þess að hún óttaðist fyrrverandi sambýlis­ manninn. Bjarni fær annan að- stoðarmann Bjarni Benediktsson fjármálaráð­ herra hefur bætt við sig einum aðstoðarmanni. Hann hefur ráð­ ið Benedikt Gíslason, sem á sama tíma lætur af störfum sem fram­ kvæmdastjóri hjá MP banka. Í til­ kynningu um ráðninguna á vef ráðuneytisins kemur fram að störf Benedikts fyrir ráðherra muni meðal annars felast í ráðgjöf um framkvæmd áætlunar um afnám gjaldeyrishafta. Benedikt hóf störf í ráðuneytinu á fimmtudag. Hann er átjándi aðstoðarmaður ríkis­ stjórnarinnar og ráðherra henn­ ar og sá sautjándi sem fær greidd laun fyrir störf sín. Aðeins er heimild til að bæta við einum að­ stoðarmanni á launum til viðbótar áður en sérstaka ákvörðun ríkis­ stjórnarinnar þarf til að ráða fleiri. Fékk fimm mánaða aukalaun frá spítala n Fékk greidda fimm mánuði umfram rétt sinn við starfslok F jórðungssjúkrahúsið á Akur­ eyri gerði starfslokasamning við yfirgeislafræðing á spít­ alanum sem látinn var hætta störfum þar árið 2006. DV hafði fyrir þessu heimildir og bar upp fyrirspurn við forstjóra spítal­ ans, Bjarna Jónasson. Bjarna var ekki kunnugt um starfslokasamn­ inginn, enda var hann gerður sex árum áður en hann tók við starfinu í fyrra, en hann gat í kjölfar athugun­ ar á málinu staðfest að starfsloka­ samningur hefði verið gerður við geislafræðinginn. Aukalaun í fimm mánuði Bjarni segir að starfsmaðurinn, Laufey Baldursdóttir, hafi fengið greidd laun í átta mánuði eftir að hún lét af störfum árið 2006. Þrír mánuðir voru lögbundinn upp­ sagnarfrestur en fimm mánuðir voru greiddir aukalega til hennar og umfram rétt hennar. „Viðkom­ andi hættir störfum 31. janúar 2006 en fær greidd laun þar til í lok sept­ ember 2006. Inni í því er þriggja mánaða uppsagnarfrestur.“ Því var um að ræða fimm mánaða aukagreiðslu og þar með greiðslur umfram rétt viðkom­ andi til greiðslna. Bjarni segir að í starfslokasamningnum, sem starfs­ mannastjóri spítalans skrifaði und­ ir, hafi fimm mánaða greiðslan ekki verið skilgreind nánar, til að mynda sem biðlaun. Bjarni segir að um hafi verið að ræða „samkomulag um að þessi einstaklingurinn léti af störf­ um“. Því er um starfslokasamning að ræða þar sem samningsbundin aukagreiðsla er greidd af vinnuveit­ andanum. Tekið skal fram að Bjarni var ekki forstjóri þegar samningurinn var gerður heldur Halldór Jónsson. Bjarni ber því ekki ábyrgð á samn­ ingsgerðinni með neinum hætti. Starfslokasamningar á Landspítalanum Í DV í síðustu viku var greint frá því að þáverandi forstjóri Land­ spítalans, Magnús Pétursson, hefði fengið greitt aukalega og umfram rétt sinn þegar hann lét af störfum sem forstjóri Landspítalans á vor­ mánuðum 2008. Magnús tók við sem ríkissáttasemjari nokkrum mánuðum síðar og fékk mismun­ inn á forstjóralaununum og launum ríkissáttasemjara í um eitt og hálft ár. Þá var einnig greint frá starfs­ lokasamningi sem gerður var við starfsmannastjóra spítalans, Ernu Gísladóttur, fyrr á árinu. Umboðsmaður brást við Í kjölfarið á þeirri umfjöllun brást umboðsmaður Alþingis við og hefur krafist þess að fá að sjá starfsloka­ samninga Landspítalans. Ástæðan fyrir áhuga Tryggva á samningun­ um er einföld. Hann segir að bann­ að sé að gera slíka samninga lögum samkvæmt. Tryggvi sagði orðrétt um málið í samtali við Mbl.is í síð­ ustu viku: „Umboðsmaður Alþingis á m.a. að gæta þess að það sé viðhaft jafnræði með borgurunum. Þarna kom í ljós að það voru engar reglur um þessa hluti. Við spurðum fjár­ málaráðuneytið: Hafi þið hug á að setja einhverjar reglur sem tryggja jafnræði fyrst að þetta virðist vera reyndin, að það er verið að gera þetta? Fjármálaráðuneytið svaraði einfaldlega: Þetta er bara bannað, nema að það sé sérstök lagaheimild til þess. Hvað á umboðsmaður svo að gera þegar birtist frásögn af því í fjölmiðlum að það sé enn verið að viðhafa þetta. Hann skrifar við­ komandi stofnun og biður um þessa samninga og skoðar síðan málið. Það kann vel að vera að það verði niðurstaðan að það þurfi að taka þetta mál upp aftur.“ n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Kallar eftir samningunum Tryggvi Gunnarsson, umboðs- maður Alþingis sem sat í rann- sóknarefndinni um bankahrunið, hefur kallað eftir starfsloka- samningum Landspítalans. Nú hefur annar samningur bæst við. Fimm mánuðir aukalega Geislafræðingurinn fékk greidd laun fimm mánuðum lengur en hún átti rétt á. Mynd SigtryggUr Ari „Viðkomandi hættir störfum 31. janúar 2006 en fær greidd laun þar til í lok september 2006. Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 Hátíðarkörfur Ostabúðarinnar eftir þínu höfði Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum í síma 562 2772, ostabudin@ostabudin.is og á ostabudin.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.