Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Page 13
Dramatískur enDir á áratuga samstarfi
n Kristján Loftsson og viðskiptafélagar greiddu um 2,6 milljarða fyrir hlutabréf Árna Vilhjálmssonar heitins og systur hans n Fengu bréfin á hagstæðu verði
Íslandsbanka, sagði fyrr í mánuðin
um að hann reiknaði með því að
hlutabréfaverð í félaginu myndi
hækka ef það yrði skráð á Aðal
markað Kauphallar Íslands. „Verð
myndun á First North er ekki mjög
virk og þar eru viðskipti lítil og strjál.
Skráð gengi á markaðinum þarf því
ekki að endurspegla rétta mynd af
því hvert verðmæti eigin fjár félags
ins yrði væri það skráð á Aðalmark
aðinum. Það að taka félagið af First
North og setja það á Aðalmarkað
inn mun því vafalítið hafa aukningu
í för með sér þegar kemur að verð
mæti eigin fjár félagsins.“
Verðmæti hlutabréfa í HB
Granda, sem er stærsta sjávar
útvegsfyrirtæki landsins, gæti því
orðið meira en þeir 30,8 milljarðar
króna sem það er talið vera núna.
En ef gengið er út frá því verðmæti
þá er hlutur Venusar í HB Granda
tæplega 6 milljarða króna virði.
Hlutabréfin sem fjölskylda Árna
Vilhjálmssonar og systur hans
seldu í HB Granda eru því tæplega
1,9 milljarða króna virði. En líkt og
áður segir þá gætu þessi hlutabréf
verið enn verðmætari í reynd eftir
að hlutabréf í útgerðarfélaginu
verða boðin út. Þau gætu því ver
ið miklu meira virði en þetta. Af
þessu sést hvað Kristján hefur gert
góð kaup þegar hann keypti hluta
bréf fjölskyldu Árna og Kristínar í
Venusi.
Kristján selur
Hluthafar HB Granda ætla að selja
um þriðjung hlutafjár í HB Granda
á næsta ári og gæti sú sala skilað
9,8 milljörðum króna líkt og Vísir
fjallaði um fyrir skömmu. Sölu
verðið gæti svo orðið enn hærra líkt
og áður segir. Af þessum þriðjungi
hlutafjár hefur Arion banki boð
að sölu á 20 til 25 prósenta hluta
fjár í félaginu og Kristján hefur sölu
á hlutafé sem er í eigu Vogunar og
Venusar.
Kristján gæti því selt eitthvað af
þeim hlutabréfum sem hann eign
aðist með kaupunum á hlutabréf
um fjölskyldu Árna og Kristínar
strax á næsta ári og innleyst
nokkurn hagnað þar sem líklegt má
telja að mikil eftirspurn verði eftir
hlutabréfunum í þessu kvótamesta
sjávarútvegsfyrirtæki Íslands hér á
landi – Samherji er stærsta sjávar
útvegsfyrirtæki landsins en hefur
yfir að ráða næst mestum kvóta hér
á landi á eftir HB Granda.
Hampiðjan líka
En hlutabréfaeign Venusar er ekki
aðeins bundin við HB Granda því
félagið á líka 37,9 prósenta hlut í
Hampiðjunni sem er mjög sterkt
og vel rekið fyrirtæki. Eiginfjárstaða
Hampiðjunnar var jákvæð um tæp
lega 8 milljarða króna í lok árs í fyrra
og greiddi félagið metarð til hlut
hafa sinna í ár vegna góðs rekstrar
í fyrra. Þar af fékk Venus tæplega 57
milljónir króna í sinn hlut og fjöl
skylda Árna og Kristín þriðjung
þeirrar upphæðar.
Hampiðjan er ekki skráð á Aðal
markað Kauphallar Íslands heldur
First North markaðinn líkt og HB
Grandi. Fari svo að Hampiðjan
verði skráð á markað gæti verðmæti
félagsins aukist enn meira þar sem
þróunin hér á landi frá hruni hef
ur verið sú að verðmæti fyrirtækja
hækkar nokkuð við skráningu í
Kauphöllina. Fyrir því eru nokkrar
ástæður en ein sú helsta er skortur á
fjárfestingartækifærum hér á landi,
meðal annars fyrir lífeyrissjóðina
sem hafa fjárfest grimmt í hluta
bréfum á markaði og ráða nú yfir 40
til 50 prósenta skráðra hlutabréfa á
markaði hér á landi.
Ekki er hægt að skjóta á verð
mæti Hampiðjunnar fari félagið á
Aðalmarkað Kauphallarinnar en
ljóst er að verðmæti þess er margra
milljarða króna virði. Venus á 37,9
prósenta hlutdeild í þeim milljörð
um og fjölskylda Árna og Kristín
Vilhjálmsdóttir áttu tæpan þriðj
ung í þeim bréfum þar til nýlega.
Verðmæti hlutabréfanna í Hamp
iðjunni sem Kristján keypti af þeim
hleypur því á hundruðum millj
óna, jafnvel milljarði eða meira, fari
svo að fyrirtækið verði sett á hluta
bréfamarkað.
Að auki ber að nefna að Hamp
iðjan á einnig hlut í HB Granda upp
á 9,43 prósent og er hann því tæp
lega þriggja milljarða króna virði.
Rúmur milljarður af því er í eigu
Venusar og var hlutur fjölskyldu
Árna og Kristínar því um 300 millj
óna króna virði. Þar að auki á félag
ið tæplega sjö prósenta hlut í Ný
herja sem metinn er 240 milljónir í
ársreikningi þess.
Ein af viðskiptum ársins
Af þessu yfirliti sést að Fiskveiða
hlutafélagið Venus á afar góðar
eignir og stendur beini og óbeini
eignarhluturinn í HB Granda þar
upp úr. Þó Kristján hafi ekki verið
hvatamaður að viðskiptunum með
hlutabréf Árna Vilhjálmssonar og
systur hans í Venusi þá er ljóst að
hann hefur gert góð kaup því bæði
HB Grandi, Hampiðjan og einnig
Nýherji eru sterk fyrirtæki sem
gætu hækkað mjög í verði fari þau
á hlutabréfamarkað líkt og búið er
að ákveða með Granda. Kristján og
viðskiptafélagar gætu því hæglega
margfaldað sitt pund í viðskiptun
um, greitt upp hlutabréfin í Venusi
sem keypt voru og haldið þeim
hagnaði sem eftir stendur og jafnvel
haldið áfram hluta bréfanna sem
keypt voru í gegnum Venus.
Viðskipti Kristjáns eru því senni
lega með þeim betri á þessu ári:
Hann fékk mjög mikið fyrir frekar
lítið og vildi upphaflega ekki að
viðskiptin ættu sér stað. Seljendur
hlutabréfanna í Venusi gætu á sama
tíma hafa orðið af miklum fjárhæð
um þar sem söluverðið á hlutabréf
unum endurspeglar ekki raunveru
legt verðmæti þeirra.
Viðskiptin með hlutabréfin í
Venusi eru því sannarlega drama
tískur endir á áratugalöngu við
skipta og vinasambandi þeirra
Árna Vilhjálmssonar og Kristjáns
Loftssonar. n
Deildu um hvalveiðar
Dóttir Árna Vilhjálmssonar, Birna,
skrifaði grein í Fréttablaðið í sumar sem
vakti talsverða athygli. Í henni kom fram
sá grundvallarmunur sem var á skoðun-
um sumra erfingja Árna og Kristjáns
Loftssonar til hvalveiða. Í greininni sagði
meðal annars:
„Hvað það er sem drífur stjórn Hvals hf.
áfram til hvalveiða í óþökk heims-
byggðarinnar er með öllu óskiljanlegt.
Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa engan
áhuga á að upplýsa um kostnaðinn
við hvalveiðarnar eða hversu miklum
fjármunum á yfirleitt að fórna til að
koma hvalkjötinu ofan í Japani. Erum
við ef til vill að fórna meiri hagsmunum
fyrir minni? Gleymum ekki að þær þjóðir
sem við eigum í mestum viðskiptum við
leggjast gegn hvalveiðum í atvinnuskyni
og viðskiptum með hvalaafurðir. Eins
og staðan er í dag er aðeins einn maður
sem hefur það í hendi sér hvort þessar
langreyðar verða veiddar eða ekki. Mikið
vildi ég óska að hann léti af þessari
hvalveiðiþrjósku og fyndi kröftum
sínum og fjármunum annan farveg.
Braggabyggðin í Hvalfirði og gömlu
hvalveiðiskipin bjóða nefnilega upp á
ótal tækifæri.“
Hvalstöðin í Hvalfirði
Stórhveli skorið í stöðinni.
Mynd RóbERt REynisson
Fréttir 13Helgarblað 22.–24. nóvember 2013
Reykjavík
Skútuvogur 1
Sími 562 4011
Akureyri
Draupnisgata 2
Sími 460 0800
PI
PA
R\
TB
W
A
·
S
ÍA
·
1
33
21
3
Gorenje ofn BO7120AX eða BO7310AX • Stál • Nýtanlegt rými 65 l • Orkunýtni A • 5 ára ábyrgð
Keramik helluborð EC610AX • Snertitakkar • Sjálfvirkur suðubúnaður • Kantur úr ryðfríu stáli • 5 ára ábyrgð
ronning.is | gorenje.is
Gorenje ofn og helluborð
aðeins 159.900 kr.
Áður 229.900 kr. Þú sparar 70.000 kr.
Nóvembertilboð