Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Blaðsíða 14
14 Fréttir 22.–24. nóvember 2013 Helgarblað H annes Smárason notar sama eignarhaldsfélag til að taka við peningum sem hann sendir til Evrópu og til að halda utan um eignarhald á skíðaskála í Courchevel í frönsku Ölpunum sem kostar um tvo milljarða króna. Þetta sýna gögn um eignarhaldið á skál- anum sem DV hefur undir höndum. Í DV á miðvikudaginn var greint frá eignarhaldi Hannesar Smárasonar og Magnúsar Ármann á skíðaskál- anum í gegnum eignarhaldsfélög í skattaskjólum. Hannes sendi frá yfir lýsingu á miðvikudagskvöldið þar sem hann neitaði því að hann ætti skálann. Tvenns konar tenging Eignarhaldsfélagið sem um ræðir heitir Mexborough Holding S.A. og er skráð í Sviss en félögin sem tengjast eignarhaldi hússins eru auk þess á Kýpur, Lúxemborg og Panama. Í DV í lok október síðast- liðinn var greint frá því að Hannes notaði Mexborugh Holding til að taka við fjármunum sem hann á í Panama. Þá var Mexborough einnig notað í lánaviðskiptum vegna fram- kvæmda við skíðaskálann upp á ríflega 120 þúsund evrur en húsið kallast Chalet Maria. Þarna er því um að ræða tvær aðskildar heimild- ir, í aðskildum málum, þar sem nafn Hannesar Smárasonar og Mex- borough koma upp. Mexborough er notað til að fjár- magna skíðaskálann í gegnum eignarhaldsfélag í Lúxemborg sem heitir Le Grande Blanche S.A.R.L. en það er fyrirtækið sem á skálann og rekur hann. Sagðist „þekkja“ skálann Í yfirlýsingunni sem Hannes sendi frá sér kom fram að hann og Magnús „þekktu“ skálann og hefðu komið að „rekstri“ hans en að slíkt ætti ekki við lengur. „„Fréttin“ er röng. Ég á ekkert í þessum skíða- skála, hvorki beint né „í gegnum eignarhaldsfélög í skattaskjólum“, eins og sagt er. Sama gildir um Magnús. Ég og Magnús þekkj- um þessa eign og höfum komið að rekstri hennar, en „fréttin“ snýst ekki um það. Hvorugur okkar er eig- andi, eins og áður segir, og ég kem ekki að rekstri þessarar fasteignar í dag,“ sagði Hannes í yfirlýsingunni. Gögnin sem DV hefur undir höndum sýna hins vegar fram á annað þó eignarhald þeirra Magnúsar og Hannesar á skálanum sé langt frá því að vera milliliðalaust eins og flókið eignarnetið sýnir. Magnús á meira í skálanum Gögnin sem DV hefur undir hönd- um sýna fram á að á endanum á Magnús Ármann meira í skíðaskál- anum en Hannes Smárason. Magn- ús á 73 prósent í honum en Hann- es 27; bókfært virði eignarhlutar Magnúsar er 9,9 milljónir evra en bókfært virði eignarhluta Hannesar er 3,3 milljónir evra. Samtals nemur verðmæti eignarhluta þeirra rúm- um tveimur milljörðum króna. Af einhverjum ástæðum sendi Magnús ekki frá sér yfirlýsingu á miðvikudaginn líkt og Hannes. DV hefur gert tilraunir til að ná í Magn- ús í gegnum spænskan farsíma hans, og einnig rætt við konu hans, en það hefur ekki gengið. Þá hefur blaðið einnig gert tilraunir til að fá sjónarmið Magnúsar í málinu í gegnum lögmann hans en það hef- ur heldur ekki gengið. Vinna með lögmanni í Lúx Móðurfélag skálans, Le Grande Blanche, er svo í eigu eignarhalds- félags í Lúxemborg sem heit- ir Semtan. Því félagi er stýrt af lög- mannsstofu þar í landi sem kennd er við lögmanninn Godfrey Higu- et. Auk þess vinna þeir Hannes og Magnús með fjármálafyrirtækinu Arena Wealth Management en þar vinna nokkrir Íslendingar sem áður unnu hjá Landsbankanum í Lúx, meðal annarra Þorsteinn Ólafsson og Kjartan Guðmundsson. Eignarhaldið á Semtan er þannig að það er í eigu félagsins Semtan Management Limited sem skráð er í Níkósíu á Kýpur. Það fé- lag er svo í eigu eignarhaldsfé- laga á Panama sem heita Intergem Holding og Monergate Holding. Intergem er í eigu Hannesar og Monergate er í eigu Magnúsar; Intergem heldur á rúmlega fjórð- ungshluta bréfanna í félögunum á bak við skíðaskálann en Monerga- te þremur fjórðu. Eignarhaldið á skíðaskálanum teygir sig því til fjögurra landa: Skálinn er í frönsku n Flókið net eignarhaldsfélaga í þremur löndum heldur utan um skíðaskála þeirra Hannesar og Magnúsar Einfölduð skýringarmynd LA GRANDE BLANCHE SARL 18 rue Robert Stumper L-2557 Luxembourg SEMTAN SCA de droit Luxembourgeois C/O Liberty center 55, avenue de la Liberté Luxembourg SEMTAN MANAGEMENT LIMITED Nicosia, Cyprus, 12 Egypt Street, PC109 INTERGEM HOLDING S.A Panama, east 53 rd Street, Marbellla, Swiss bank building MONEGATE HOLDING S.A Panama, east 53 rd Street, Marbellla, Swiss bank building Magnús á meira Magnús á tæplega 3/4 hluta í skíðaskálanum samkvæmt gögnum sem DV hefur undir höndum en Hannes 1/4. Mynd A33 Hannes Smárason Magnús Ármann Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Frakkland Þýskaland ÍtalíaCourchevelEignarhald skíðaskálans Endar í Panama Ölpunum en eignarhaldið er fyrst í Lúxemborg, svo á Kýpur og loks í Panama. Eignarhaldsfélag í Sviss, Mexborough, er svo notað til að fjármagna framkvæmdir og annað við húsið. Hannes hafði því sannarlega rétt fyrir sér þegar hann sagði að þeir Magnús „þekktu“ skálann. Miðað við þessar heimildir DV, sem eru traustar, þekkja þeir skálann mjög náið enda eiga þeir hann. n Hannes neitaði Hannes Smárason neit- aði því á miðvikudaginn að hann ætti skíðaskál- ann í Courchevel. „Ég og Magnús þekkjum þessa eign og höfum komið að rekstri hennar *tekið skal fram að eignarhald hússins er talsvert flóknara, en er hér einfaldað mjög til skýringar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.