Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Qupperneq 15
Fréttir 15Helgarblað 22.–24. nóvember 2013 n Jón bölvaði þegar blaðamaður DV bar vitni n Segir lánaviðskiptin eðlileg J ón Þorsteinn Jónsson, fyrrver- andi stjórnarformaður Byrs, var seinn í Héraðsdóm Reykja- víkur á þriðjudag þegar mál sem hann höfðaði gegn Inga Frey Vilhjálmssyni, blaðamanni á DV, Reyni Traustasyni, ritstjóra blaðsins, og útgáfufélagi DV. Ástæð- an sem lögmaður hans gaf var mik- il hálka á leiðinni frá Kvíabryggju á Snæfellsnesi þar sem Jón Þorsteinn situr í fangelsi vegna ótengdra brota. Málið snýst um fréttaflutning DV af fjármálum Jóns Þorsteins en full- yrt var í blaðinu að hann hafi tekið þátt í lánaviðskiptum þar sem farið var á svig við gjaldeyrishöft. Jón Þor- steinn krefst þess að fá þrjár millj- ónir í miskabætur og að nokkur ummæli verði dæmd ómerk. Fyrir dómnum sagðist hann hafa verið að lána kunningja sínum fyrir kaupum á fasteignasölu í Los Angeles. Neitar að hafa farið á svig við gjaldeyrishöft Jón Þorsteinn þvertók fyrir að hafa átt nokkurn þátt í að fara á svig við gjaldeyrishöft og fullyrti að þau gögn sem DV vísaði til í fréttum sín- um væru fullkomlega eðlilegir lána- samningar. Fréttir DV sem stefnt er vegna fjölluðu um lánveitingar frá Jóni Þorsteini sjálfum til erlendra eignarhaldsfélaga í eigu íslenskra að- ila. Þrír slíkir samningar voru lagð- ir fyrir dóminn og var Jón Þorsteinn beðinn um að staðfesta að það væru samningar sem hann hefði undir- ritað. Það kom þó í ljós þegar líða tók á vitnisburð hans fyrir dómnum að einn samningurinn var alls ekki undirritaður af Jóni þó að nafn hans væri prentað á samninginn. Þá stað- festi hann hins vegar að hafa gert viðkomandi samning og að honum hefði verið fylgt. Fyrir dómnum kom fram að Jón Þorsteinn taldi sig vera að lána kunn- ingja sínum Guðmundi Erni Jóhanns- syni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Landsbjargar, sem hefði komið að máli við sig og beðið um skamm- tímalán. Í lánasamningunum er hins vegar um að ræða lán til félagsins CCP System Ltd. á Bretlandi og var Guðmundur í sjálfskuldarábyrgð á láninu ásamt öðrum manni, Bóasi Ragnari Bóassyni. Þriðji maðurinn, Sigurður Kolbeinsson, tók svo við lánsfénu í tveimur tilvikanna en Bóas í því þriðja. Vissi ekkert um félagið sem hann lánaði Skilmerkilega kom fram fyrir dómnum að Jón Þorsteinn vissi lítið sem ekkert um starfsemi fé- lagsins CCP System sem hann lán- aði þrjátíu milljónir króna að ósk Guðmundar Arnar. Hann kann- aði félagið ekki áður en lána- samningarnir voru undirritaðir en að eigin sögn kannaði hann að- eins stöðu Guðmundar. „Eftir á að hyggja hefði ég átt að kanna hann betur,“ sagði Jón Þorsteinn fyrir dómnum en lánið hefur ekki verið greitt til baka og er í innheimtu hjá lögmanni hans. Aðspurður hvað hefði endurheimst af láninu sagði hann það vera í kringum fimmtán prósent. Aðspurður hvort hann hafi kannað áætlanir CCP System um hvernig ætti að ná þeim gróða sem þyrfti til að standa undir endur- greiðslu lánanna ásamt vöxtum sagði Jón Þorsteinn að hann hafi talið að fjárfesta ætti í fasteignasölu í Los Angeles í Bandaríkjunum. Guðmundur Örn sagði síðar fyrir dómnum að viðskipti með fast- eignasölu hafi verið til umræðu en líka gjaldeyrisviðskipti. Guðmund- ur gat ekki útskýrt nánar í hverju gjaldeyrisviðskiptin hafi falist og bar því við að hann hafi sjálfur að- eins verið milliliður og að hann hafi fengið þóknun greidda til að koma eigendum CCP System í við- skiptasamband við Jón Þorstein. Búinn að týna viðbótarsamningi Í skýrslutökunum kom einnig fram að gerður var viðaukasamningur við fyrsta lánasamninginn sem Jón Þor- steinn gerði við CCP System. Í þeim samningi var kveðið á um viðbótar- vaxtagreiðslur. Aðspurður sagðist Jón Þorsteinn ekki muna hvað vextirnir voru miklir í samningnum en taldi þá vera meira en tíu prósent. Þessi samn- ingur liggur hins vegar ekki fyrir í gögnum málsins. Jón Þorsteinn sagð- ist hljóta að eiga hann einhvers stað- ar en umræddur samningur er ekki hluti af því sem er í innheimtu hjá lög- manni hans. Dómarinn í málinu skaut nokkrum spurningum að þeim sem voru leiddir fyrir dóminn. Spurði dómarinn Jón Þorstein hvort hon- um hafi þótt samningarnir full ein- faldir, eða óeðlilegir, í ljós fyrri starfa hans sem stjórnarformaður í fjár- málafyrirtæki. „Ég er ekki viðskipta- fræðimenntaður,“ svaraði hann þá og bætti við að hlutverk hans sem stjórnarformaður í fjármálastofn- un hafi verið að koma einu sinni í mánuði og halda fundi. Bölvaði við skýrslutöku á Inga Jón Þorsteinn átti erfitt með að halda aftur af athugasemdum sínum þegar Ingi Freyr gaf skýrslu í gegnum síma í dómnum. Ingi Freyr bar við 25. grein fjölmiðlalaga við flestum spurningun- um en sú grein snýst um vernd heim- ildarmanna. Lögmaður Þorsteins, Reynir Karlsson, þráspurði Inga um heimildirnar sem fréttirnar byggðu á og hvort hann vildi ekki leggja fram frekari gögn í málinu. Sagðist hann gjarnan vilja fá þessi gögn en að hann efaðist að þau væru raunverulega til. Jón Þorsteinn muldraði nokkrum sinnum óblíð orð meðan á skýrslu- tökunni stóð. „Djöfulsins vitleysa,“ sagði hann þegar Ingi Freyr vísaði í 25. grein fjölmiðlalaganna. Hann svaraði svo „já“ fyrir Inga Frey þegar lögmaður hans spurði hvort hann gæti mætt á skrifstofu DV og fengið Inga Frey til að skrifa um óvini sína og ata þá þannig aur. „Þú lýgur því,“ sagði hann svo loks þegar Ingi Freyr sagðist aldrei skrifa fréttir sem hann vissi að væru rangar. n Hélt að kaupa ætti fasteignasölu í Los Angeles „Ég er ekki viðskipta- fræðimenntaður Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Eðlilegt Jón Þorsteinn sagði lána- samningana vera eðlilega og ekki tengj- ast gjaldeyris- braski. Gaf skýrslu Jón Þorsteinn gaf sjálfur skýrslu fyrir dómnum. „Eftir á að hyggja hefði ég átt að kanna hann betur. n Flókið net eignarhaldsfélaga í þremur löndum heldur utan um skíðaskála þeirra Hannesar og Magnúsar Eignarhald skíðaskálans Endar í Panama Hefur ekki tjáð sig Magnús Ármann hefur ekki tjáð sig um eignarhaldið á skálanum eftir að DV greindi frá málinu á miðvikudaginn. „Ég á ekkert í þessum skíðaskála – Hannes Smárason Flókið eignarhald Hannes Smárason og Magnús Ármann eiga skíðaskálann saman í gegn um nokkur eignarhaldsfélög.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.