Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Blaðsíða 16
16 Fréttir 22.–24. nóvember 2013 Helgarblað „Gegnsæi ávallt betra en leyndarhyggja“ n Umdeildar reglur um birtingu dómsúrlausna taka gildi um áramót M iklar breytingar verða gerð- ar á því hvaða dómar birt- ast á vef héraðsdómstóla og hvernig þeir birtast. Þessi breyting, sem er afar umdeild, tekur gildi um áramótin. Breytingin hefur þá þýðingu að veru- lega er þrengt að upplýsingagjöf til al- mennings að mati Blaðamannafélags Íslands og hafa lögmenn margir efa- semdir um tilhögunina. Þurfa ekki að birta Lögum samkvæmt er héraðsdómstól- um ekki skylt að birta dóma og úr- skurði opinberlega, þeim er það þó heimilt. Það er ekki alltaf gert og hef- ur hver dómari haft yfirumsjón með því hvaða dómar birtast og hvað er ekki sett á vefinn. Ætla má að hingað til hafi flestir dómar ratað inn á síð- una domstolar.is. Sú birting hófst árið 2006. Þess má einnig geta að Hæsti- réttur hefur gert þetta frá árinu 1999, þ.e. að birta dóma og úrskurði. Með nýjum reglum verður ekki samræmi milli dómstiganna, ekki frekar en er nú. Til dæmis gæti dómur sem fellur í héraði og birtist ekki á vef héraðs- dómstólanna, birst á vef Hæstaréttar í dómsúrskurðum, en í þeim birtast alltaf dómar frá báðum stigum. Þar gætu einnig birst nöfn sem voru af- máð í héraði. Frestuðu reglunum Þorgeir Ingi Njálsson, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjaness, segir í sam- tali við DV að greinargerðin sem fylgir nýju reglunum sé nokkuð skýr. Þorgeir fór fyrir hópnum sem samdi nýjar reglur. Hann tekur fram að með nýju reglunum sé það tekið úr hönd- um dómara að velja hvaða dómar birtist, hvernig og hvenær, og það verður samræmt. Nú verði það skrif- stofa dómstólanna sem taki þessar ákvarðanir og það tryggt að samræmi sé á milli birtinga. Reglurnar áttu að taka gildi í haust, en innleiðingu þeirra var frestað eftir að Héraðsdómur Reykja- víkur, stærsti héraðsdómstóll lands- ins, taldi sér ekki vera fært að afmá öll nöfn og persónugreinanleg einkenni út úr dómum að svo stöddu. Til þess þyrfti mannskap sem dómstóllinn hefði ekki úr að spila. Um áramótin verður dómstóllinn að leggja til þessa vinnu. Mikilvægir almannahagsmunir „Það er mikilvægt að fólk geti vitað hvernig túlka skuli lög og reglur en til þess er nauðsynlegt að dómsúr- lausnir séu birtar,“ segir Katrín Odds- dóttir lögmaður. Hún gerði alvarlegar athugasemdir við nýju reglugerðina og hefur komið þeim áleiðis til lög- manna. Katrín bendir á að birting dóma sé hluti af þeirri meginreglu sem verndar aðhald almennings með dómskerfinu. Þá segir hún að með breytingu á því hvaða dómar verða birtir, til dæmis varðandi hjúskap- arlög, (sjá hér með grein hvaða dóm- ar verða ekki birtir) verði stöðvuð birting dóma á heilu réttarsviði. Það skipti almenning miklu máli. Þá tekur hún það fram að með breytingunni verði það í raun í hönd- um eins manns, dómstjórans, að ákveða hvað birtist og hvað birt- ist ekki. „Ekki finnst mér heillavæn- legt að heimila einum manni, þ.e. dómstjóra, að ákveða hvort fara skuli eftir þessum undantekningum eða ekki,“ segir hún og bendir á að ekki sé tilgreint á hvaða forsendum hann á að framkvæma slíkt mat. Gæti það allt eins verið geðþóttaákvörðun. „Almennt er gegnsæi ávallt betra en leyndarhyggja og því miður finnast mér þessar reglur of hallar undir hið síðarnefnda, en það gæti bitnað með neikvæðum hætti á réttaröryggi al- mennra borgara,“ segir Katrín. Skiptar skoðanir Þeir lögmenn sem DV hefur rætt við hafa á þessu mjög skiptar skoðanir. Flestir telja þeir mikilvægt að birta dóma en eru þeir ekki á einu máli um það hvort að nöfn eigi að vera birt í öllum tilfellum. Þá segja þeir að dómasafnið á vef dómstóla geri þeim kleift að fylgjast með nýföllnum dóm- um á auðveldan hátt. Einhverjir telja að nafnbirtingin geti haft þau áhrif að einstaklingur, sem er dæmdur fyr- ir litlar sakir, þurfi að lifa með nafn- birtingunni um ókomna tíð. Það geti verið mun harðari refsing en sjálfur dómurinn. Nú þegar eru í gildi regl- ur um að nöfn birtist ekki í dómsúr- lausnum í sakamálum þegar ákærði hlýtur refsingu sem er sekt undir áfrýjunarfjárhæð. Slíkt dæmi er þekkt í nýlegu vændiskaupamáli, þar sem nöfn þeirra sem ákærðir voru, birtust ekki í dómsúrlausnum. Áður hefur komið fram að Blaða- mannafélag Íslands leggst alfarið gegn breytingunni, enda væri hún til þess fallinn að skerða rétt almennings til upplýsinga. n Dagskrá birtist óbreytt n Samkvæmt upplýsingum frá Þorgeiri Inga Njálssyni, dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness, breytist ekkert er varðar dagskrá dómstólanna. Hún er birt dag- lega á vefnum domstolar.is. Þar verður dagskráin áfram birt, en hafðar í heiðri sömu reglur og áður sem byggðar eru á réttarfarsreglum. n Nöfn ákærðu í sakamálum verða áfram sett inn á vefinn, þegar þeim hef- ur verið birt ákæra, nema brýna nauðsyn beri til að svo verði ekki. n Nöfn verða ekki birt í málum þegar það er talið skaða hagsmuni brotaþola eða í málum sem varða börn, svo sem forræðismál. Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is n Dómarar ákveða ekki lengur hvaða dómar birtast á vefnum domstolar.is heldur skrifstofur héraðsdómstóla. n Birta á dóma að jafnaði tveimur dögum frá uppkvaðningu dóms eða úrskurðar. Þetta á meðal annars að gefa lögmönnum svigrúm til að kynna skjólstæðingum sínum niðurstöðu mála áður en dómurinn birtist opinberlega. n Sumir dómar verða birtir fyrr, sérstak- lega ef um ræðir fréttnæm mál. n Meginreglan verður sú að nafnleyndar skuli að meginstefnu gætt við opinbera birtingu dómsúrlausnar. n Dómstjóri getur ákveðið að víkja frá þessu og birta nöfn, ef hann telur ástæðu til. n Nafnleyndar skal gætt um aðra en ákærða í sakamáli. Ef ákærði er sýknaður, birting á nafni hans getur talist andstæð hagsmunum brotaþola, eða ef um er að ræða úrskurð sem gengur undir rekstri máls (frávísun þess) skal nafnleyndar einnig gætt. n Sama gildir ef ákærði var ekki orðinn 18 ára þegar hann framdi brotið, sem hann er sakfelldur fyrir. n Nafnbirtingu má aflétta samkvæmt beiðni þegar eitt ár er liðið frá birtingu dóms. n Í einkamálum skal gæta nafnleyndar um aðila og vitni. n Afmá má úr úrskurðum og dómum atriði sem talið er eðlilegt að fari leynt með tilliti til almanna- og einkahagsmuna. Ósátt Katrín gagnrýnir þessa breytingu harðlega og segir hana hljóma eins og geðþóttaákvarðanir fái að ráða. Mynd Sigtryggur Ari „Nauðsynlegt að dóms- úrlausnir séu birtar Þetta eru helstu breytingarnar Þetta eru reglurnar 3.gr. takmarkanir á birtingu: dómsúrlausn skal ekki birt þegar um er að ræða n a. Kröfu um gjaldþrotaskipti n b. Kröfu um opinber skipti n c. Beiðni um heimild til greiðslu- stöðvunar n d. Beiðni um heimild til að leita nauðasamnings n e. Mál samkvæmt lögræðislögum nr. 71/1997 n f. Beiðni um dómskvaðningu mats- manns n g. Beiðni um úrskurð á grundvelli laga um horfna menn nr. 44/1981 n h. Mál samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002 n i. Mál samkvæmt barnalögum nr. 76/2003 n j. Mál samkvæmt hjúskaparlögum nr. 31/1993 n k. Kröfu um heimild til beinnar aðfarar- gerðar (innsetningar- og útburðarmál) n l. Úrskurð sem gengur undir rekstri máls og felur ekki í sér lokaniðurstöðu þess n m. Einkamál þar sem ekki er haldið uppi vörnum n n. Kröfu um úrskurð samkvæmt ákvæðum IX.-XV. kafla laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 n o. Kröfu um breytingu eða niðurfellingu ráðstafana samkvæmt 62. gr almennra hegningarlaga nr. 19/1940 n p. Sakamál þar sem refsing er sekt undir áfrýjunarfjárhæð n q. Sakamál þar sem einungis er ákært fyrir brot gegn sérrefsilögum og aðalmeð- ferð fer ekki fram í málinu. Ákvörðun dómstjóra Með breytingunum er það í höndum skrifstofu dómstólanna að fylgja reglunum eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.