Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Side 19
Fréttir 19Helgarblað 22.–24. nóvember 2013
Ramses á stjórnmálum í fjölmiðlum
en hann tók meðal annars þátt í
starfi Framsóknarflokksins á sínum
tíma. Hann segist þó hafa yfirgefið
þann flokk fyrir löngu og fært sig yfir
í Vinstri græna, aðallega vegna stefnu
þeirra í málefnum innflytjenda. Eitt
af því sem honum finnst vont við þá
stöðu sem hann er í núna er að hann
hefur ekki kost á því að bjóða sig fram
til kosninga. „Ég má kjósa mína full-
trúa og ég gerði það í síðustu kosn-
ingum en þegar kemur að því að hafa
sjálfur áhrif á samfélag mitt, þá er ég
ekki gjaldgengur. Þarna erum við aft-
ur komin með dæmi um það að ég sé
ekki í kerfinu, ég er annars flokks, en
fyrir hverja er þetta kerfi eiginlega?“
spyr Ramses og Rosemary glottir út í
annað: „Stjórnmál og aftur stjórnmál,
hann getur sko talað um þau.“
„Börn Landspítalans“
Ramses og Rosemary sóttu nýlega um
íslenskan ríkisborgararétt en það getur
tekið átta til átján mánuði að afgreiða
slíka umsókn. Þangað til verða þau
áfram í ákveðnu limbói, en þau vonast
vissulega eftir því að svarið við þeirri
beiðni verði jákvætt. Til að fá innsýn
inn í það hversu flókin staða flótta-
fólks getur verið og frábrugðin stöðu
okkar hinna er áhugavert að benda á
að börnin þeirra, sem bæði fæddust
hér á landi, voru lengi vel ekki skráð
undir þeirra nöfnum. „Þau voru börn
Landspítalans, þannig að lengi vel átt-
um við tæknilega séð engin börn á Ís-
landi,“ segir Rosemary. Ramses segist
á þessum tíma hafa velt því fyrir sér
hvað yrði um börnin ef dvalarleyfi
þeirra hjóna hér á landi hefði ekki
verið endurnýjað. Hann slær á létta
strengi í ljósi þessara vangaveltna:
„Yrðu þau þá kannski send aftur heim
á Landspítalann?“
Á meðan hjónin eru ríkisfangslaus
ferðast þau um á sérstökum ferðaskil-
ríkjum sem eru gefin út af Útlendinga-
stofnun. Skilríkin þykja ekki trúverð-
ug á alþjóðlegum flugvöllum og þau
lenda iðulega í því að vera stöðvuð
af tollvörðum. „Við erum látin bíða á
meðan þeir yfirfara pappírana fram
og aftur. Við lentum til dæmis í þessu
árið 2010 en þá vorum við með bæði
börnin,“ segir Ramses, og Rosemary
heldur áfram: „Rebekka var ekki
nema átta mánaða gömul þarna og
við vorum tekin úr röðinni á meðan
verið var að grandskoða skilríkin okk-
ar. Allir sem gengu hjá horfðu á okk-
ur eins og við værum annars flokks
fólk.“ Ramses bætir því við að hon-
um hafi þrisvar sinnum verið meinað
að halda ferðalagi sínu áfram og gert
að snúa við. „Ég var bara sendur aft-
ur heim, eftir að þeir höfðu haldið mér
og hringt einhver símtöl, á meðan aðr-
ir flugvallargestir horfðu á mig eins og
ótíndan glæpamann, hryðjuverka-
mann eða eitthvað þaðan af verra.“
Hjálpa munaðarleysingjum
Ramses og Rosemary hafa verið að
sýsla ýmislegt á síðustu árum sam-
hliða annarri vinnu. Fastagestir í
Kolaportinu hafa eflaust sumir hverj-
ir orðið varir við þau hjón en þau hafa
síðustu ár selt handunna muni frá
Kenía á litlum sölubás þar. Ágóðinn
af sölunni rennur í hjálparsamtökin
„Flugvallarhlauparar
björguðu lífi mínu“
n Paul Ramses og Rosemary Atieno hafa vanist því að vera utangátta n Fengu hæli af mannúðarástæðum en föst í „limbói“
Tears Children sem þau stofnuðu 2008
en samtökin leggja áherslu á að veita
munaðarleysingjum, ósjálfbjarga
börnum, ungmennum og konum á
jaðri samfélagsins í Kenía menntun og
aðra aðstoð til sjálfshjálpar. Á heima-
síðu samtakanna kemur fram að þau
styðja nú þegar við 315 munaðarleys-
ingja, 77 ekkjur og ungmenni með
mismunandi starfsemi.
„Við styðjum við börn í Kenía sem
misstu foreldra sína vegna AIDS. Við
byrjuðum á þessu til þess að gefa til
baka í okkar samfélag. Þetta er sá
staður sem við komum frá og við trú-
um því að menntun sé grunnurinn að
öllu öðru,“ segir Ramses og Rosemary
tekur við: „Allt það sem við seljum í
Kolaportinu er handunnið af konum
í Kenía, en ágóðinn rennur til þeirra
og samtakanna í heild. Síðasta eina og
hálfa árið höfum við til dæmis verið að
nýta þetta fé í uppbyggingu leikskóla
í Vestur-Kenía.“ Þess má geta að ein
skólastofan í leikskólanum er nefnd
í höfuðið á Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra
Íslands.
Þakklát Ingibjörgu
Ég spyr þau nánar út í þessa nafn-
gift. Þegar fréttir bárust af handtöku
og brottvísun Ramses, sagði Ingi-
björg Sólrún í fjölmiðlum að það væri
harðneskjulegt af Útlendingastofn-
un að tvístra fjölskyldunni með þess-
um hætti. Þá beitti hún sér fyrir því
sem ráðherra í ríkisstjórn að þessi
ákvörðun Útlendingastofnunar yrði
endurskoðuð. Aðdáun þeirra Ramses
og Rosemary á Ingibjörgu leynir sér
ekki þegar þau útskýra hvers vegna
þau hafi nefnt eina kennslustofu skól-
ans eftir henni.
„Hún lét málið sig varða og sem
móðir fann hún til með eiginkonu
minni, hún skyldi að þetta 21 daga
gamla barn þyrfti á föður sínum að
halda,“ segir Ramses og Rosemary
bætir við að þau hafi aldrei fengið
tækifæri til þess að þakka Ingibjörgu
fyrir þann skilning sem hún sýndi
máli þeirra. Ramses heldur áfram: „Á
Ítalíu var ekki komið fram við mig eins
og manneskju, það eru til manneskjur
og síðan er flokkur þar fyrir neðan og í
þann flokk var ég settur. Þegar ég frétti
af því að Ingibjörg hefði mótmælt
ákvörðuninni fannst mér það mjög
magnað. Hún sat í ríkisstjórninni og
ætti því samkvæmt öllu að verja þetta
kerfi, en hún sá eitthvað rangt við
þetta, og þá fann ég svo sterkt fyrir því
að einhver hafði samþykkt hver við
erum.“
Færður í fangaklefa
Þetta leiðir okkur að deginum sem
Ramses var færður í varðhald: „Fídel
var nýfæddur, ekki nema 21 dags gam-
all þegar lögreglan hringdi í mig. Þeir
báðu mig um að koma upp á lögreglu-
stöðina á Hlemmi þar sem þeir þyrftu
að færa mér ákveðin skilaboð.“ Þegar
Ramses kom upp á stöð var honum
tjáð að Útlendingastofnun hefði tekið
ákvörðun um að senda hann aftur til
Ítalíu. Síminn var tekinn af honum
og hann færður inn í fangaklefa. „Ég
spurði þá hvort ég gæti fengið að tala
við konuna mína eða lögfræðinginn
minn og þeir sögðu að ég gæti það en
ég var ekki með neinn síma, þannig að
hvernig átti ég að fara að því?“
Ljóst er að upprifjun á þessum
örlagaríka degi tekur á og sárindin í
röddinni leyna sér ekki þegar Ramses
heldur áfram: „Þarna, þar sem ég stóð
í klefanum, fór ég að velta því fyrir mér
hvort íslensk yfirvöld væru ef til vill
búin að gera samkomulag við stjórn-
völd í Kenía. Kannski yrði ég sendur
beinustu leið frá Ítalíu og til Kenía þar
sem ég óttaðist um líf mitt. Ég spurði
hvort ég gæti áfrýjað ákvörðuninni
og mér var tjáð að það væri hægt, en
ákvörðuninni yrði samt sem áður ekki
haggað.“ Ramses fékk síðar um daginn
að koma skilaboðum til Rosemary, en
þau eru sammála um að þessum degi
gleymi þau seint. Þeim leist hreint ekki
á blikuna þegar ljóst var að Ramses
yrði sendur úr landi daginn eftir.
Ljónshjörtu flugvallarhlaupara
Daginn eftir fór Ramses í fylgd með
lögreglumönnum út á Keflavíkur-
flugvöll þar sem búið var að undir-
búa brottflutning hans til Ítalíu.
Allt útlit var fyrir að brottvísun
Útlendingastofnunar myndi ganga
eftir þegjandi og hljóðalaust en þá tók
málið hins vegar óvænta stefnu. Flug-
vallarhlaupararnir svokölluðu, þeir
Haukur Hilmarsson og Jason Thomas
Slade, brutu sér leið inn á Keflavíkur-
flugvöll og stöðvuðu tímabundið flug-
vélina sem Ramses átti að fara með til
Ítalíu. Atvikið vakti mikla athygli og sí-
fellt fleiri fjölmiðlar fóru að fjalla um
mál fjölskyldunnar. „Við ætluðum að
reyna að bjarga lífi Paul Ramses. En
því miður held ég að það hafi ekki tek-
ist,“ sagði Haukur Hilmarsson, sem þá
var 21 árs, í samtali við Vísi í kjölfar að-
gerðarinnar.
Ramses leynir ekki þakklæti sínu
gagnvart þeim Jason og Hauki, en
hann hefur aldrei tjáð sig um atvikið
opinberlega. „Það var alveg hreint
magnað hvað þessir strákar gerðu
og þessi aðgerð þeirra snerti mig í
hjartastað. Þeir tóku frumkvæði að
því að klifra yfir girðinguna og trufla
flugumferð til þess að vekja athygli
á málinu. Þeir voru að berjast fyrir
réttlæti og mér fannst þeir vera með
ljónshjörtu, vegna þess að á þess-
um tíma virtist enginn nenna að
hlusta. Þannig að ég hef alltaf ver-
ið þeim mjög þakklátur fyrir að hafa
staðið fyrir það sem þeir töldu rétt.
Flugvallarhlaupararnir björguðu
lífi mínu.“ Hann segir aðgerð þeirra
hafa vakið þá vakningu sem varð um
málið í kjölfarið. Þá segir hann líka
áhugavert að hugsa til þess að Hauk-
ur og Jason hafi ekki þekkt hann neitt
þegar þeir gripu til þessa ráðs, heldur
hafi þeir einungis fylgt réttlætiskennd
sinni.
Stuðningur samkynhneigðra
Strákarnir voru síðar dæmdir í fjár-
sektir fyrir aðgerðina og bauðst
Ramses til þess að bera vitni fyrir
dómnum. „Ég vildi bera vitni, ég vildi
útskýra hvers vegna þessi aðgerð
þeirra hafi verið svo mikilvæg, en ég
fékk aldrei tækifæri til þess.“ Upphaf-
lega var Haukur dæmdur í tveggja
mánaða fangelsi og Jason í 35 daga
skilorðsbundið fangelsi. Hæstiréttur
ógilti hins vegar dóminn og sendi aft-
ur heim í hérað. Þar fékk sami sak-
sóknari annað tækifæri til þess að fá
þá sakfellda. Þar voru þeir sýknaðir af
öllum atriðum upphaflegu ákærunn-
ar en hins vegar sakfelldir á grund-
velli ákæruliðar sem bættist við á síð-
ustu stigum málflutnings, og voru
dæmdir til þess að greiða 125 þúsund
krónur hvor í sektir.
„Þetta er enn eitt ömurlegt dæmi
um dóm þar sem dæmt er svo kerfið
haldi andlitinu, eftir að þungar ásak-
anir hafa verið settar fram gegn venju-
legu fólki og það svo látið velkjast um
í kerfinu árum saman,“ sagði Haukur
um málið í samtali við vefritið Smug-
una. Ramses og Rosemary segjast
einnig vera þakklát Herði Torfasyni
tónlistarmanni en hann skipulagði
fjölmenna mótmælafundi fyrir utan
dómsmálaráðuneytið í kjölfar brott-
vísunar Ramses. „Hörður og samfé-
lag samkynhneigðra á Íslandi stóð
þétt við bakið á okkur og sýndi okkur
mikinn stuðning. Þegar ég kom aftur
hingað heim fékk ég loks tækifæri til
þess að hitta hann og þakka honum
fyrir, þá sagði hann mér frá sinni sögu
og hvernig honum hafði verið útskúf-
að hér á landi vegna samkynhneigðar
sinnar.“
Tregi í kerfinu
Katrín Theódórsdóttir, lögmaður
þeirra hjóna talaði um málið í fjöl-
miðlum og sakaði yfirvöld um gróf
mannréttindabrot gagnvart fjöl-
skyldunni, meðal annars með því
að aðskilja fjölskylduna með þess-
um hætti. Þegar íslensk yfirvöld
ákváðu svo loks að draga ákvörðun
sína til baka viðurkenndu þau í raun
að vinnubrögð Útlendingastofnunar
hefðu ekki verið eðlileg. Þrátt fyrir það
barst þeim hjónum aldrei afsökunar-
beiðni í neinu formi. Hvað þá að þau
hafi fengið einhverjar bætur vegna
málsins. „Þeir gerðu í rauninni ekkert
rangt,“ segir Ramses og heldur áfram:
„Þeir voru bara að fylgja lögunum
eins og dómsmálaráðherrann sagði.
Þannig að þeir höfðu enga ástæðu til
þess að biðjast afsökunar og þannig
tókum við því alltaf.“
Í umræðu um hælisleitendur og
flóttamenn á Alþingi á dögunum
sagði Freyja Haraldsdóttir, þingmaður
Bjartrar framtíðar, að það fælist mik-
il ábyrgð í því að tala um „hóp án
lands“. Fleiri þingmenn tóku undir,
þar á meðal Svandís Svavarsdóttir,
þingmaður Vinstri grænna, sem
tók sérstaklega fram að verið væri
að ræða um hóp fólks sem ekki ætti
sæti við borðið. Umræða um þennan
hóp fólks, sem fjölskyldan í Hafnar-
firðinum tilheyrir, hefur orðið hávær-
ari síðan mál Ramses kom fyrst upp.
Aðspurð hvað megi betur fara í mála-
flokknum segja þau ef til vill mikilvæg-
ast að víðtæk samræða eigi sér stað í
samfélaginu. „Það virðist vera ein-
hver tregi hjá stofnunum ríkisins og
allt í þessum málaflokki hreyfist mjög
hægt,“ segir Ramses. Þá mættu þeir
sem með valdið fara ræða við flótta-
fólkið sjálft til þess að heyra hvað það
hefur að segja. Þau segja þó ýmis-
legt hafa færst til betri vegar á síðustu
árum sem sé gott.
Ekki hrædd lengur
Framtíð fjölskyldunnar hér á landi
er óráðin en þau vonast til þess að fá
tækifæri til þess að lifa og starfa hér
áfram. Ramses lætur sig dreyma um
frama í stjórnmálum sem ekki verð-
ur mögulegur nema hann öðlist hér
ríkis borgararétt. Þá langar hann til
þess að bæta íslenskukunnáttu sína,
meðal annars svo hann geti kom-
ið að fótboltaþjálfun yngri kynslóða.
Rosemary segist vona að þeim muni
áfram ganga vel með verkefnið í Kenía.
„Svo langar mig líka til þess að læra
betri íslensku þannig að ég geti átt í
samskiptum við fólk án allra tungu-
málaerfiðleika. Annars er ég hvað
ánægðust með það hversu vel 99 pró-
sent Íslendinga hafa tekið á móti okk-
ur. Við höfum verið boðin vel komin.“
Þau eru sammála um það að líf-
ið sé betra í dag en það var fyrir fimm
árum þegar þau óttuðust íslensk yfir-
völd og vissu aldrei hvað næsti dag-
ur bæri í skauti sér. „Óttinn við lög-
regluna og Útlendingastofnun er
horfinn. Fyrir fimm árum hrukkum
við í kút þegar við sáum lögreglubíla
en nú þurfum við ekki að fela okkur
lengur. Við heimsækjum starfsfólkið á
Útlendingastofnun og tölum vinalega
við það og brosum,“ segir Ramses og
Rosemary bætir við: „Við getum loks-
ins verið róleg og í rauninni er okkur
mjög létt.“ n
„Þeir
voru
að berjast
fyrir rétt-
læti og mér
fannst þeir
vera með
ljónshjörtu