Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Síða 22
22 Sport 22.–24. nóvember 2013 Helgarblað
H
ólmbert Aron Friðjónsson
er nýjasti leikmaður skoska
stórliðsins Celtic. Þessi
tvítugi framherji sem grét
vegna lélegrar frammistöðu
sinnar fyrir tveimur árum skaust upp
á stjörnuhimininn í sumar í blárri
treyju Fram. Hann vann sér inn
sæti í byrjunarliðinu snemma sum-
ars og varð bikarmeistari í ágúst eft-
ir æsispennandi úrslitaleik. Hann
skoraði tíu mörk á Íslandsmótinu og
fékk loksins að spreyta sig í fremstu
víglínu. En hvernig lýsir Hólmbert
sjálfum sér sem leikmanni?
„Ég er hávaxinn,“ segir hann og
lætur hugann reika. „Ég er örfættur
með fína tækni og get haldið bolta
vel,“ bætir hann við, hógværðin upp-
máluð. Hólmbert hefur hins vegar
verið sakaður um hrokafullt yfir-
bragð og segist hann hafa heyrt þann
orðróm. „Ég vil meina að ég sé góður
strákur. Einlægur og mjúkur. Nei, ég
myndi ekki segja að ég væri hroka-
fullur,“ svarar hann. Það þarf ekki
nema örstutta stund með kappanum
til að sjá að þar fer hann ekki með
neinar fleipur.
Fimmtán ára í meistara-
flokki
Hólmbert ólst upp í Kópavogi
og sleit barnsskónum með
Handknattleiksfélagi Kópavogs
sem er í daglegu tali kallað HK.
Honum leið vel í Fagralundi og
hóf að spila með meistaraflokki
félagsins ungur að árum.
„Ég spilaði minn fyrsta
leik þegar ég var 15 ára. Það
var reyndar í Lengjubik-
arnum. Síðan byrjaði ég að
spila á Íslandsmótinu 17 ára.
Tómas Ingi, þáverandi þjálf-
ari minn, gaf mér tækifærið og
ég þroskaðist mikið á að spila
svona ungur í 1. deildinni. Ég
var í kjölfarið keyptur til Fram
um mitt sumar 2011,“ segir Hólm-
bert um uppvaxtar ár sín. Tómas
Ingi Tómasson, aðstoðarþjálfari 21
árs landsliðsins, þjálfaði HK sumar-
ið 2010 en var rekinn um mitt mót
árið eftir. Hólmbert Tómasi Inga vel
söguna. Það kom Hólmberti á óvart
að vera keyptur til Fram, en hann hóf
Íslandsmótið með HK í lélegu formi
eftir erfitt undirbúningstímabil og
hafði ekki náð því besta fram í leik
sínum.
Grét eftir meiðslin
„Ég var búinn að vera meiddur í nár-
anum í hálft ár og var ekkert búinn
að vera með á undirbúningstímabil-
inu,“ útskýrir Hólmbert. „Ég byrj-
aði að æfa í apríl og byrjaði tímabil-
ið í engu formi. Ég fór í æfingaferð
til Spánar með HK og spilaði leik á
móti spænsku liði sem við unnum
17–0. Ég fékk að koma inn á í hálf-
leik til þess að koma mér í gang. Ég
var gjörsamlega glataður í þeim leik
og ég gekk grátandi á hótelið eft-
ir hann. Ég var svo fúll. Ég var einn
uppi á hótelherbergi og hugsaði með
mér hvað ég væri orðinn lélegur í
fótbolta. Sem betur fór kom Tómas
Ingi inn á herbergi og huggaði mig!“
Hólmbert segir að það sé fyndið að
segja frá þessu í dag, en sjálfstraustið
hafi ekki alltaf verið í hámarki á ung-
lingsárum.
„Sjálfstraustið var minn
Akkilesar hæll,“ viðurkennir hann.
Erfið byrjun hjá Fram
Eftir félagaskipti sín til Fram lék hann
níu leiki á Íslandsmótinu, en átti
erfitt með að festa sig í sessi. Leiðin
var ekki greið að velgengni og hann
þurfti að leggja mikið á sig til þess að
ná hæstu hæðum.
„Ég var mjög stressaður fyrsta
tímabilið mitt í efstu deild,“ segir
Hólmbert. „Ég fékk samt sem áður
að spila þrjá, fjóra leiki í byrjunarliði.
Á næsta tímabili var ég svolítið inn
og út úr liðinu. Ég var alltaf á kantin-
um og það er kannski ekki staður-
inn fyrir mann með mína hæð. Mér
finnst alveg gaman að spila á kantin-
um, en það er ekki mín aðalstaða.“
En var skrefið upp í efstu deild á
Íslandi of stórt fyrir hann á sínum
tíma?
„Nei, ég myndi ekki segja það,“
svarar Hólmbert eftir stutta umhugs-
un. „Ég sé ekki eftir þessu stökki.“
Færður upp á topp
Í fyrrasumar lék hann þrettán leiki
á Íslandsmótinu með Fram. Hann
var ýmist á varamannabekknum eða
byrjunarliðinu og það virtist ætla að
vera það sama uppi á teningnum í
ár. Eftir nokkra leiki í byrjun tímabils
fékk Hólmbert tækifæri í byrjun-
arliðinu sem hann nýtti
til fullnustu.
„Ég náði að skora
í mínum fyrsta byrj-
unarliðsleik á þessu
tímabili,“ segir Hólm-
bert. „Þá fékk maður
sjálfstraust. Þorvald-
ur [Örlygsson] var síð-
an látinn fara fljótlega
og Ríkharður [Daðason]
tók við. Hann henti mér
í framherjastöðuna og
lét mig þroskast þar. Á
móti Keflavík, sem var
fyrsti leikurinn minn frammi, skoraði
ég eitt mark og lagði upp annað, en
samt var ýmis legt sem mátti bæta í
leik mínum. Ég var frekar óöruggur. Í
leiknum á eftir skoraði ég þrennu og
þá kviknaði í mér. Ég þroskaðist með
hverjum leik frammi og Rikki gaf mér
góð ráð.“
Fékk gæsahúð yfir þjóðsöngnum
Fram lauk keppni á Íslandsmóti í 10.
sæti, fimm stigum frá falli. Liðið kom
hins vegar á óvart í bikarkeppninni og
lék til úrslita gegn Stjörnunni í ágúst.
Fram gerði sér lítið fyrir og sigraði eft-
ir fjörugan leik. Eftir framlengdan leik
var staðan 3–3, þar sem Hólmbert
skoraði eitt mark, en Fram bar 3–1
sigur úr býtum í vítaspyrnukeppni.
Hólmbert segir draum hafa orðið að
veruleika þetta sumarsíðdegi.
„Þegar þjóðsöngurinn var spil-
aður horfði maður upp í stúku og ég
fékk gæsahúð. Maður hugsaði „vá,
hvað þetta er geðveikt“. Það var ótrú-
lega mikil spenna og stress dagana
fyrir leikinn. Maður náði þó að beina
því í réttan farveg. Fyrstu tíu mín-
úturnar var adrenalínið í hámarki,“
segir Hólmbert og brosir með sér.
Greinilega sællar minningar.
Fyrir kurteisissakir til Celtic
Hólmbert lauk tímabilinu með 13
mörk í 26 leikjum. Tíu þeirra komu
á Íslandsmótinu og var hann með
markahærri mönnum deildarinnar. Í
haust sýndu mörg lið þessum skæða
framherja áhuga og fór hann til
reynslu til hollenska úrvalsdeildar-
félagsins Heracles. Honum gekk vel,
skoraði í varaliðsleik og fátt virtist
koma í veg fyrir að hann gengi end-
anlega í raðir félagsins. Þá var Hólm-
berti hins vegar boðið til æfinga hjá
Celtic ásamt Viðari Erni Kjartans-
syni, leikmanni Fylkis.
„Ég heimsótti Celtic uppruna-
lega fyrir kurteisissakir,“ segir Hólm-
bert feimnislega. „Þeir vildu ólmir
fá mig og ég ákvað að kíkja út í viku.
Það gekk mjög vel, miklu betur en ég
bjóst við og maður átti miklu meiri
séns en maður hélt.“
Tók stærra skrefið
Heracles hafði verið í viðræðum um
kaup á Hólmberti áður en hann fór
til Celtic. Eftir vikudvöl hjá skosku
meisturunum hélt hann heim á leið
til Íslands og bjóst við því að fara til
Hollands. Enginn frá Celtic hafði rætt
við hann. Það var þó vegna misskiln-
ings – Celtic vildi ólmt klófesta kapp-
ann.
„Neil Lennon, þjálfari Celtic, hélt
að við kæmum á æfingu á föstudags-
morgninum,“ útskýrir Hólmbert með
bros á vör, en þá höfðu þeir Viðar Örn
æft vikulangt með þeim. „Við vorum
þá farnir upp á flugvöll. Það var smá
misskilningur. Því heyrði ég ekkert í
þeim fyrr en eftir helgina. Þeir sögð-
ust þá hafa mikinn áhuga og ætluðu
að ræða þetta. Svo kom bara tilboð
viku síðar!“
Lennon hafði haft orð á hæfileik-
um Hólmberts á æfingum og sagði
að hann væri „very impressed“. Eftir
að Celtic hóf viðræður við Fram hafði
hann skyndilega tvo möguleika.
„Ég var með tvo góða kosti og
báðir höfðu einnig veikleika. Ég
ákvað að taka stærra skrefið,“ seg-
ir Hólmbert. Lennon sagði á blaða-
mannafundi á Bretlandseyjum að
Hólmbert væri hugsaður sem leik-
maður aðalliðsins á þessu tímabili.
Heldur sér á jörðinni
En hvað þýðir það að vera atvinnu-
maður hjá stórliði eins og Celtic?
Mun hann þeysast um götur Glas-
gow á sportbílum og hreiðra um sig
í rúmgóðu lúxuseinbýli? Hólmbert
er hræddur um ekki. Að ná árangri
í atvinnumennsku er tröppugangur
og menn byrja ekki á toppnum.
„Ég mun fá litla íbúð í miðbæ
Glasgow sem ég leigi og einhvern
lítinn bíl. Við byrjum þetta bara
rólega. Það er fínt að halda sér á
jörðinni,“ segir Hólmbert. Systir
hans mun að öllum líkindum fylgja
honum út, en þau eiga í „yndis-
legu sambandi“ að sögn Hólmberts.
Kappinn hefur verið að rugla saman
reytum við unga stúlku úr Kópavogi
og býst við að hún komi til með að
heimsækja hann.
„Þetta hafa verið strembnar vik-
ur og ég er feginn að þetta sé komið
á hreint. Ég vil vera úti sem lengst,
bæta mig sem leikmaður og von-
andi gera eitthvað stærra,“ svar-
ar Hólmbert aðspurður um fram-
tíðaráform sín. En hvað drífur hann
áfram í boltanum?
„Ætli það sé ekki metnaður-
inn? Ég horfi alltaf fram veginn,
tek aukaæfingar og vinn í hugarfar-
inu. Að verða atvinnumaður snýst
líka gríðarlega mikið um heppni,“
segir þessi geðþekki fótboltakappi.
Nýjasta vonarstjarna Íslands er
haldin í víking. n
Sjálfstraustið var
minn Akkilesarhæll
n Tvítugur og semur við stórlið Glasgow Celtic til þriggja ára n Verður í treyju númer 19
Ingólfur Sigurðsson
ingosig@dv.is
Viðtal
„Ég var gjörsam-
lega glataður og
gekk grátandi uppi á
hótelherbergi.
Fékk hrós frá Lennon
Stjóri Celtic sagðist vera
„very impressed“ með
frammistöðu Hólmberts
á reynslutímanum.
Mynd SiGTryGGur Ari
Í leik með Fram Hólmbert sló í gegn í sumar. Mynd úr EinkASAFni