Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Síða 24
24 Sport 22.–24. nóvember 2013 Helgarblað
E
iður Smári er maður fram-
tíðarinnar […] Það verður
skemmtilegt að fylgjast með
honum.“ Þetta sagði Krist-
inn Björnsson, þjálfari Vals-
manna, í viðtali við Morgunblaðið
þann 23. maí árið 1994. Þennan dag
varð Eiður Smári Guðjohnsen yngsti
leikmaður efstu deildar frá upphafi
en hann var einungis 15 ára og 250
daga þegar hann lék með Val gegn
Keflavík í umræddum leik.
Nú, tuttugu árum síðar, er Eið-
ur Smári að nálgast endastöð á
glæstum ferli sínum, en hann til-
kynnti sem kunnugt er eftir tapleik-
inn gegn Króötum á þriðjudags-
kvöld að hann hefði að líkindum
leikið sinn síðasta landsleik. Eið
hafði dreymt um að kveðja íslenska
landsliðið á lokakeppni HM í Bras-
ilíu og var það til finningaþrungin
stund þegar Eiður beygði af í viðtali
við RÚV eftir leikinn og tilkynnti að
hann myndi að líkindum ekki klæð-
ast bláu treyjunni aftur. Eftir stend-
ur þó glæsilegur ferill Eiðs Smára,
markahæsta leikmanns Íslands frá
upphafi, og óumdeilanlega eins
besta knattspyrnumanns sem Ís-
land hefur alið.
Knattspyrnuhæfileikar í vöggu-
gjöf
Eiður Smári er fæddur í Reykjavík
15. september 1978 og er því 35 ára.
Hann er sonur Arnórs Guðjohnsen
og Ólafar Einarsdóttur. Eiður hefur
frá blautu barnsbeini verið viðloð-
andi knattspyrnu enda varð faðir
hans atvinnumaður hjá Lokeren
í Belgíu sama ár og Eiður fæddist
og því ólst Eiður að hluta til upp
í Belgíu. Í umfjöllun Fótbolti.net
árið 2004 kom fram að Eiður hefði
byrjað að æfa með drengjaliðinu
Brussegemi þegar hann var sex ára.
Strax varð ljóst að Eiður hefði erft
hæfileika föður síns og varð hann
markahæstur í liðinu með 12 mörk
í 4 leikjum haustið 1987. Eiður eyddi
flestum sumrum á Íslandi þar sem
hann lék með ÍR frá 6. flokki og upp
í 4. flokk. Hann varð markakóngur
Tommamótsins í Eyjum árið 1988
þar sem hann skoraði 27 mörk. ÍR
tapaði úrslitaleiknum gegn Fylki,
4–1, en í Fylkisliðinu var fremstur
meðal jafningja Gylfi Einarsson,
sem síðar átti eftir að leika með
landsliðinu. Besti maður mótsins
var Arnar Þór Viðarsson, leikmaður
FH og fyrrverandi landsliðsmaður.
„Hann var tilfinninganæmur“
Sigurður Þórir Þorsteinsson þjálfaði
Eið Smára hjá ÍR þegar hann var í 4.
og 6. flokki. Sigurður segir að Eiður
hafi verið mjög þægilegur í viðmóti
og laus við allan hroka þótt hann
bæri höfuð og herðar yfir jafnaldra
sína og þá sem eldri voru. „Hann
var mjög þroskaður og miklu stærri
og sterkari en jafnaldrar hans. Þess
vegna spilaði hann jafnan með eldri
strákum,“ segir Sigurður. „Hann tók
alltaf tilsögn og var tilbúinn til að
gera það sem þurfti að gera. Það var
mjög þægilegt að vinna með hann,“
segir Sigurður og bætir við að það
hafi aldrei verið nein vandamál í
kringum Eið Smára. „Ég er búinn
að þjálfa í 30 ár og ég hefði pottþétt
munað eftir því.“
Sigurður segir að Eiður hafi ekki
verið tapsár en samt aldrei hikað
við að sýna tilfinningar sínar. „Hann
var tilfinninganæmur eins og sást á
dögunum og það var skap í honum.
Það voru samt aldrei læti í honum
– alls ekki.“ Aðspurður hvort hann
hafi reiknað með að Eiður næði jafn
langt í fótboltanum og hann gerði
segir Sigurður að hann hefði aldrei
verið í vafa um það.
Boðið til Barcelona
Tveimur árum eftir að hann varð
markahæstur í Eyjum, þegar Eið-
ur var tólf ára, skildu Arnór og Ólöf
og flutti hann heim til Íslands með-
an faðir hans hélt áfram í atvinnu-
mennsku í Belgíu. Hann stundaði
nám í Snælandsskóla og hélt áfram
að spila með ÍR. Í umfjöllun Fót-
bolti.net kom fram að þegar Eið-
ur var 13 ára hafi hann sagt í við-
tali við skólablað Snælandsskóla að
draumur hans væri að verða valinn
íþróttamaður ársins – draumur sem
rættist 2004 og aftur 2005. Þetta ár
virðist Eiður hafa verið tilbúinn að
taka næstu skref á ferli sínum. Hann
var þrettán ára þegar hann var fyrst
valinn í unglingalandsliðið og sama
ár skipti hann yfir í Val. Sem fyrr segir
var hann tekinn inn í meistara flokk
félagsins árið 1994 og fyrsta sum-
arið sitt í efstu deild skoraði hann 7
mörk í 17 leikjum. Í febrúar 1994 var
honum boðið til æfinga til stórliðs
Barcelona þar sem hann dvaldi í níu
daga. „Þetta var miklu meiri harka
en ég hafði kynnst. Strákarnir, sem
ég æfði með […] gáfu ekkert eftir og
Hæðir
og lægðir
Eiðs Smára
n Tilfinninganæm persóna en þægilegur í viðmóti n Farið í gegnum súrt og sætt
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Nærmynd
Ekki alltaf dans á rósum
1987
Eiður er
9 ára og
skorar
grimmt
í Belgíu.
Skoraði
12 mörk í
4 leikjum
með
drengja-
liðinu
Brusse-
gemi.
1988 Verður markakóngur
Tommamótsins í Eyjum með
27 mörk. Spilar með ÍR.
1991 Eiður
spilar sinn
fyrsta drengja-
landsliðsleik
og færir sig
um set til Vals
nokkru síðar.
1987 2013
1994
Spilar
fyrsta
leik sinn í
meistara-
flokki á Ís-
landsmóti
aðeins 15
ára og 250
daga.
1994
Semur við PSV
um haustið
og kemst inn
í aðalliðið ári
síðar.
1996 Spilar sinn
fyrsta A-landsleik
þegar hann kemur
inn á fyrir föður sín í
leik gegn Eistum.
1996 Meiðist
illa í landsleik
og er frá keppni
næstu tvö árin.
1998 Fer
í KR að láni
frá PSV og
leikur með
þeim sum-
arið 1998.
1998
Semur við
Bolton en
er ekki í
sínu besta
formi.
1999
Skorar
fyrsta lands-
liðsmark
sitt gegn
Andorra 4.
september
1999–2000
Er einn besti leik-
maður næstefstu
deildar Englands
og skorar 21 mark
í 55 leikjum með
Bolton.
2000 Semur
við Chelsea og
skorar 13 mörk
í 36 leikjum
á sínu fyrsta
tímabili.
2001–2002 Klárar
tímabilið hjá Chelsea með
23 mörk í 47 leikjum.
2003–2004
Verður Englands-
meistari með
Chelsea og skorar
13 mörk í 41 leik.
2006 Semur
við Barcelona og
er á hátindi fer-
ils síns. Skorar 11
mörk í 41 leik.
2009
Fær þau
skilaboð
að ekki
sé lengur
óskað eftir
kröftum
hans hjá
Barcelona
og semur
við Monaco.
2010 Er lánaður til Totten-
ham og skorar 2 mörk í 14
leikjum. Á marga fína leiki.
2010 Semur
við Stoke um
haustið en
gengur mjög
illa að festa sig
í sessi. Spilar
einungis 5 leiki.
2011 Er
lánaður til
Fulham í
janúar og á
nokkra fína
leiki með
félaginu.
2011
Semur
við AEK í
Aþenu en
fótbrotnar
fljótlega.
Yfirgefur
félagið
sumarið
2012.
2012 Semur
við Cercle
Brugge og skorar
6 mörk í 13 leikj-
um. Leikur mik-
ilvægt hlutverk
í undankeppni
HM með lands-
liðinu.
2013 Semur
við Club Brugge
og á fína leiki
með landsliðinu
í undankeppn-
inni. Tilkynnir
að hann spili
líklega ekki
aftur fyrir
landsliðið.
Á hátindinum
Eiður var á há-
tindi ferils síns á
árunum 2003 til
2006. Hér sést
hann reyna bak-
fallsspyrnu í leik
gegn Liverpool
í Meistara-
deildinni þann 6.
desember 2005.
mynd reuters