Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Page 26
Sandkorn
E
iður Smári Guðjohnsen er
fremsti knattspyrnumaður Ís
lands, fyrr og síðar að dómi
þeirra sem best þekkja. Eftir
landsleik Íslands og Króatíu
vakti mesta athygli tilfinningaríkt við
tal Ríkisútvarpsins við Eið þar sem
hann lýsti því tárvotur að líklega hefði
hann leikið sinn síðasta leik með
landsliðinu. Skyndilega var sem augu
manna opnuðust fyrir því hversu fyrir
ferðarmikill og nauðsynlegur Eiður
hefur verið í íslenska landsliðinu allt
frá því hann hóf feril sinn. Leikurinn í
Króatíu var líklega svanasöngur mesta
knattspyrnumanns Íslands. Enginn
Íslendingur hefur náð lengra og spil
að með stærri liðum á heimsvísu. Þar
nægir að nefna enska liðið Chelsea og
spænska liðið Barcelona. Og enginn
Íslendingur hefur verið íslenskri
knattspyrnu mikilvægari.
Íslensk þjóð hefur aldrei átt fleiri
og betri knattspyrnumenn. Það sýnir
árangur liðsins undanfarið. Um tíma
var raunhæfur möguleiki á því að Ís
lands kæmist á Heimsmeistaramótið í
knattspyrnu í Brasilíu en tap í Króatíu
gerði út um þann möguleika. Ástæða
tapsins var að hluta sú að liðið er
ungt og skorti sjálfstraust í glímunni
við leikreynda Króata sem eru tugum
sætum ofar á heimslistanum. Það var
auðvitað súrt að tapa en fólk má samt
ekki gleyma því að íslenska landsliðið
hefur aldrei náð lengra. Leikmenn á
borð við Gylfa Sigurðsson og Kolbein
Sigþórsson eru skýr vísbending um
að framtíðin er okkar. Nú er vorið í ís
lenskri knattspyrnu.
Ástæða þess að ungir menn hafa
náð langt í knattspyrnu er ekki síst ár
angri Eiðs Smára að þakka. Um allt
land fylgdust drengir og stúlkur með
sigurgöngu unga Íslendingsins sem
komst í hóp þeirra stærstu í heimin
um. Þetta varð þeim hvatning til þess
að stefna hátt. Eiður hefur þannig
staðið fremstur þeirra sem gefa ungu
fólki sjálfstraust og von um að feta
í fótspor hans. Þessi bylgja er nú að
skila sér. Það er ekki sjálfgefið að ör
þjóðin íslenska hafi eitthvað að segja
í milljónaþjóðir sem hafa úr nægum
peningum og mannafla að spila. En
samt er það þannig. Við höfum tekið
risastökk upp heimslistann og stór
þjóðirnar vita að ekki er lengur gefið
mál að þær sigri okkur. Jafnteflið við
Króata í fyrri umspilsleiknum á Íslandi
sannar það.
Þjóðin verður að standa að baki
landsliðinu áfram. Tapið í Króatíu
skiptir engu máli þegar heildarmyndin
er skoðuð. Það er engin skömm að því
að falla með sæmd. Sú bylgja sem hef
ur risið með Eiði Smára og öðrum af
hans kynslóð á eftir að skila fleiri sigr
um ef rétt er að málum staðið. Hann
ruddi brautina til sigurs. Og þegar síð
asti landsleikur Eiðs hefur verið flaut
aður af er ekki annað eftir en að þakka
honum ómetanlegt framlag. Hann
hefur verið sú hvatning sem ungt fólk
þarf til að ná árangri. Hann sparkaði
okkur upp heimslistann. Takk, Eiður
Smári. n
Sérframboð rætt
n Sú ákvörðun Þorbjargar
Helgu Vigfúsdóttur að
taka ekki sæti á lista
Sjálfstæðis flokksins fyrir
borgarstjórnar kosningarnar
kom fæstum á óvart. Í innsta
hring borgarfulltrúans er
mikil reiði vegna stórsigurs
karlanna sem verma þrjú
efstu sætin. Innan þess hóps
hefur verið rætt um sérfram
boð en ekki er talið að Þor
björg sjálf vilji taka þátt í því.
Svellkaldur Svali
n Skjár Einn, undir stjórn
Friðriks Friðrikssonar, ætlar
ekkert að gefa eftir í slagnum
við fjölmiðlarisann 365 sem
glímir við vanda vegna upp
blásins efnahags sem rakinn
er til rekstrarspeki Jóns Ás-
geirs Jóhannessonar athafna
manns. Skjárinn er þegar í
harðri samkeppni við Stöð 2
og býður mun ódýrari áskrift
að öflugri
afþreyingu.
Um áramótin
verður síðan
lagt upp með
nýja útvarps
stöð sem
Svali, Sigvaldi
Kaldalóns, stýrir svellkaldur
í harðri baráttu við útvarps
svið 365. Það má búast við
fjöri á næsta ári.
Afmá Má
n Fullyrt er að Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson forsætis
ráðherra og hans nánasta
lið vilji reka Má Guðmunds-
son seðla
bankastjóra
fyrir að
standa í vegi
fyrir skulda
niðurfell
ingum sem
Framsóknar
flokkurinn lofaði. Aðgerðin
myndi þá heita að afmá Má.
Víst er að Davíð Oddssyni, fyrr
verandi seðlabankastjóra,
mun ekki leiðast að hefna
sín með þeim hætti. Leiðin
að Má er sú að sameina Fjár
málaeftirlitið og Seðlabank
ann, eins og Sjálfstæðisflokk
urinn hefur boðað, og nota
kerfisbreytinguna til að reka
seðlabankastjórann.
Taugaveiklun
n Reiðikast Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar forsætisráð
herra í garð Seðlabankans,
sem braust fram á vefritinu
Eyjunni, er talið vera til dæm
is um taugaveiklun hans
nú þegar kosningaloforð
hans um stórfellda almenna
skuldaniðurfellingu er að gufa
upp í hálfgerðum óþef. For
sætisráðherrann hefur ítrekað
sagt að útfærðar tillögur um
alls konar fyrir alla skuldara
komi fram í nóvember. Sjálf
stæðismenn hafa aftur á móti
varað við efnahagslegri koll
steypu ef tillögurnar komi til
framkvæmda og Seðlabank
inn tekur undir.
Þú hefur aldrei reynst
fjölskyldu minni vel
Viljum tala
við stráka
Margrét Baldursdóttir, eiginkona Magnúsar Ármann, við blaðamann. – DV Bjarni Fritzon um nýja bók sína. – DV
Eiður og íslenska vorið„Hann sparkaði
okkur upp
heimslistann
Kjörin eru skammarleg
E
inhver mesta kjarabót, sem
unnt væri að færa eldri borg
urum, er hækkun skattleysis
markanna. Samkvæmt fjár
lagafrumvarpinu hækka
skattleysismörkin um 4,3% eða úr 129
þús. á mánuði í 135.330 kr. Það er alltof
lítil hækkun. Skattleysismörkin þyrftu
að hækka í a.m.k. 170 þús kr. á mánuði.
Það er baráttumál eldri borgara.
Ríkisstjórnin fór ódýrustu leiðina
Breytingar á almannatryggingalög
um, sem gerðar voru á sumarþinginu,
kosta 1,7 milljarða kr. á næsta ári (
endurreistur grunnlífeyrir og hækkun
frítekjumarks vegna atvinnutekna).
Um næstu áramót renna út
lög fyrri ríkisstjórnar um hækkað
skerðingarhlutfall tekjutryggingar (úr
38,35% í 45 %). Skerðingarhlutfallið
verður þá á ný 38,35%. Það kostar 2,6
milljarða næsta ár.
Samkomulag sem gert var í tíð
fyrri ríkisstjórnar milli lífeyrissjóð
anna og ríkisstjórnarinnar vegna
Tryggingastofnunar um ráðstafanir
gegn víxlverkunum tryggingabóta
ellilífeyrisþega TR og bóta aldraðra
úr lífeyrissjóðum er framlengt og
framlengist því hækkun á frítekju
marki vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.
Kostar 650 millj. kr. næsta ár.
Milljarða kjaraskerðing
Sú leiðrétting á kjörum aldraðra og
öryrkja, sem ákveðin var á sum
arþinginu, ásamt breytingu á
skerðingarhlutfalli tekjutryggingar,
sem tekur gildi um áramót, kostar að
eins lítið brot af þeirri kjaraskerðingu,
sem aldraðir og öryrkjar hafa orðið
fyrir sl. 4 ár. Kjaraskerðing aldraðra og
öryrkja vegna laganna frá 1. júlí 2009
nemur á þessu ári 17,6 milljörðum
kr. Þá er ótalin kjaraskerðingin vegna
kjaragliðnunar sl. 4 ár. Hækka þarf
lífeyri um 20% til þess að jafna metin
vegna þessarar gliðnunar. Sú hækkun
kostar aðra eins upphæð eða rúma 17
milljarða kr. og er þá ekkert leiðrétt til
baka. Samtals nemur kjaraskerðingin
því a.m.k. 34 milljörðum kr.
Skila aðeins 1,7 milljörðum
Fjárlagafrumvarpið er komið fram og
þar sést hvað ríkisstjórnin ætlar að
gera í málefnum aldraðra og öryrkja.
Það er rýrt í roðinu. Það á ekki að efna
nema lítinn hluta allra þeirra kosn
ingaloforða, sem stjórnarflokkarnir
gáfu öldruðum og öryrkjum. Ríkis
stjórnin hefur ákveðið að skila líf
eyrisþegum 1,7 milljörðum af öllum
þeim milljörðum, sem stjórnvöld hafa
haft af öldruðum og öryrkjum sl. 4 ár
vegna laganna frá 2009. Það er nú allur
rausnarskapurinn. En auk þess svíkur
ríkisstjórnin stærsta kosningalof
orðið við þessa hópa, þ.e. að leiðrétta
kjaragliðnunina vegna sl. fjögurra ára.
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur lofuðu
fyrir kosningar að framkvæma þessa
leiðréttingu, kæmust þessir flokkar til
valda. En ríkisstjórnin svíkur það lof
orð nú án þess að blikna.
Til skammar
Einhleypur ellilífeyrisþegi hefur í
dag aðeins 180 þús. kr. á mánuði eftir
skatt, miðað við að hann hafi aðeins
tekjur frá TR. Ef sá hinn sami gengur í
hjónaband, fær hann aðeins 162.418
kr. eftir skatt. Þetta er alger hungurlús
og engin leið að lifa mannsæmandi
lífi af þessum smánarbótum. Ríkis
stjórnin ætti að sjá sóma sinn í því að
hækka þessar bætur myndarlega. Það
gæti hún gert með því að efna kosn
ingaloforðið um 20% hækkun lífeyris
til þess að leiðrétta lífeyrinn vegna
kjaragliðnunar sl. 4 ár. n
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr
Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
26 22.–24. nóvember 2013 Helgarblað
Leiðari
Reynir Traustason
rt@dv.is
Aðsent
Björgvin Guðmundsson
viðskiptafr. og formaður kjaranefndar Félags eldri borgara.
„En ríkisstjórnin
svíkur það loforð nú
án þess að blikna.