Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Side 28
28 Fólk 22.–24. nóvember 2013 Helgarblað
„Ekki alveg búin að
fatta hvað gerðist“
Þ
að er kalt í veðri þegar ég stíg
út úr leigubílnum og geng í
átt að fangelsinu í Pankrác.
Það er hér sem Aðalsteina
Kjartansdóttir hefur verið í
gæsluvarðhaldi í rúmt ár. Í fangelsi
sem þykir með þeim verri í Evrópu,
en það var notað af Gestapo-deild
nasista í seinni heimsstyrjöldinni,
meðal annars til að pynta fanga til
sagna, fyrrverandi forseta landsins
var haldið þar á sínum tíma og fyrir
tveimur árum gerðu fangar uppreisn
eftir misheppnaða flóttatilraun. Tékk-
nesk fangelsi eru flest yfirfull og með
hverju árinu sem líður fjölgar föngum
á sama tíma og fangavörðum fækkar.
Hér hefur mikill fjöldi fanga í klefum
valdið meiri spennu en vanalega og
orðið til þess að ofbeldi býst frekar út
en ella.
Fjögurra metra steyptur veggur
umlykur gráleitar byggingar og í raun
gefur ekkert til kynna að hér sé fang-
elsi. Tveir lögreglumenn standa fyrir
utan að reykja, þeir virðast sjá það
strax að ég veit ekki hvert ég á að fara
og beina mér í átt að réttu dyrunum.
Klukkan er níu um morgun og það er
kaffiilmur í biðstofunni. Á veggjunum
er fullt af plaggötum með leiðbein-
ingum á tékknesku um það hvern-
ig heimsóknir eigi að fara fram, en
annars er biðstofan frekar þurr. Tíu
borðum og stólum er raðað upp í
hvítu herbergi með steyptu gólfi.
Fór í fínni föt
Á næsta borði situr ungt par. Hálftími
er síðan ég settist niður og stelpan
hefur grátið hástöfum síðan. Ég rétti
þeim vatnsflösku og þau segja mér að
bróðir hennar hafi verið færður hing-
að fyrir mánuði og að þetta sé þeirra
fyrsta heimsókn.
Eftir langa bið kallar einhver
brenglað íslenskt nafn sem ég skil
ekki en stend samt á fætur. Við sem
sitjum í biðstofunni erum öll færð
í öryggisleit. Í röðinni fyrir aftan
mig reynir eldri kona að smygla inn
farsíma svo heimsóknin tefst um tíu
mínútur á meðan sex öryggisverðir
leita á henni allri.
Þegar því er lokið göngum við
saman inn í næstu byggingu. Þar för-
um við inn í stórt herbergi sem er
hólfað niður, og í þessum litlu hólf-
um eru fangar látnir sitja. Símar eru
fyrir framan hvert hólf og lúgur sem
hægt er að opna og loka. Þar sem allar
lúgurnar voru opnar fer ég að leita að
Aðalsteinu. Eftir að hafa snúið mér í
nokkra hringi sé ég hana loksins.
Þarna situr hún, í röndóttri peysu
með tagl í hárinu. Pínulítil ljóshærð
stelpa með spurnarsvip. Mér hafði
ekki gefist færi á að láta hana vita
að ég væri á leiðinni. „Ég var vakin
klukkan sex í morgun eins og venju-
lega og klæddi mig í þægileg hlý föt.
Þegar vörðurinn sagði mér að ég fengi
heimsókn í dag fór ég í aðeins fínni
föt,“ útskýrir hún og brosir.
Alltaf eitthvað að bralla
Það var þann 7. nóvember 2012 sem
Aðalsteina kom til Tékklands ásamt
vinkonu sinni, Gunnhildi Svövu Guð-
mundsdóttur. Í fórum þeirra fundust
þrjú kíló af kókaíni sem var vandlega
falið í fóðri ferðatöskunnar. Það fór
ekki á milli mála að þeir sem pökkuðu
efninu höfðu gert það áður. Allt benti
til þess að smyglið væri þaulskipulagt
og lögreglan talaði um stúlkurn-
ar sem fórnarlömb reyndra glæpa-
manna. Stúlkurnar hafa hins vegar
ekkert gefið upp um þá sem stóðu að
baki smyglinu og Aðalsteina vill ekki
ræða það.
Aðalsteina og Gunnhildur kynnt-
ust þegar þær voru sex ára. Fljótlega
skildu leiðir þeirra og þær hittust ekki
aftur fyrr en á unglingsárunum. „Við
vorum rosalegir prakkarar og alltaf
að bralla eitthvað. Ég var sextán ára
þegar ég fór að fela ýmislegt fyrir fjöl-
skyldunni minni,“ segir Aðalsteina.
Hún var nýorðin átján ára þegar
hún hélt utan í ágúst árið 2012.
Ferðina útskýrði hún með því að
hún væri á leið til Svíþjóðar að hitta
föður Gunnhildar. Ferðin dróst
hins vegar á langinn og þá fór föð-
ur hennar að gruna að ekki væri allt
með felldu. Samkvæmt tékkneskum
fjölmiðlum sem fylgdust með rétt-
arhöldunum komust þær í samband
við smyglarana í gegnum samskipta-
miðla í júlí og var þeim boðin ein
milljón fyrir að smygla eiturlyfjunum.
Vandist lífinu í Perú
Aðalsteina segist hafa ákveðið að
taka þátt í smyglinu af því að hún var
í alvarlegum fjárhagsvandræðum en
útskýrir það ekki nánar. Lagt var upp
með að ferðin tæki eina viku en þetta
tafðist þar sem vinur þeirra, sem var
með í för og átti að sjá um skipulag-
ið, lenti í vandræðum með sambönd
sín úti í Perú. Þegar allt var frágengið
höfðu þær dvalið í Perú í tvo mánuði.
„Við eignuðumst vini og vorum farnar
að venjast lífinu þarna.“
Síðan tók ferðalagið við. Frá Sao
Paulo í Brasilíu flugu þær til München
í Þýskalandi og þaðan til Prag. Þýska
tollgæslan fann fíkniefnin en hleypti
þeim áfram í von um að hafa uppi á
höfuðpaurunum. Af sömu ástæðu var
þeim hleypt inn í landið við komuna
til Tékklands en handteknar þegar
þær ætluðu að yfirgefa flugvöllinn
með bíl sem beið þeirra. Bílstjórinn
hafði hins vegar fengið fyrirmæli um
að aka þeim á næstu járnbrautarstöð
en hafði ekki frekari aðkomu að mál-
inu. Það er því enn óupplýst hver stóð
að baki smyglinu.
Tattú með nafni mömmu
Ég sé að Aðalsteina er orðin óró-
leg og stressuð. Það er henni þung-
bært að rifja upp þessa ferð. Ég sé líka
að miðinn, sem ég rétti henni með
heimilisfangi mínu og símanúmeri
svo hún gæti mig látið vita ef ég gæti
orðið henni að einhverju liði, liggur
samanvöðlaður í lófa hennar. Hún
fiktar í honum á meðan hún talar. Ég
rek augun einnig í aflitað húðflúr við
hliðina á litla fingri og ákveð að skipta
um umræðuefni í smástund. „Þetta
er nafnið hennar mömmu,“ segir hún
um húðflúrið. „Ég fékk það í Perú en
svo rakst ég í eitthvað á meðan það
var enn nýtt.“
Á sömu hendi er hún með ljós-
blátt talnaband úr plasti sem vinkona
hennar í fangelsinu gaf henni. Aðal-
steina er líka með tvo gullkrossa um
hálsinn, einn frá mömmu og hinn
er frá vinkonu hennar. „Við fáum að
fara í kapelluna á föstudögum. Ég er
ekkert mjög trúuð, mér finnst bara
gott að fara.“
Meðan á ferðinni stóð voru vin-
konurnar mjög hræddar. „Gunn-
hildur er mjög dugleg en ég er frekar
ósjálfbjarga,“ segir hún með uppvöðl-
aðan miðann í höndunum. Þegar þær
komu til Prag var þeim hleypt í gegn-
um tollinn með töskurnar án vand-
ræða. „Í lyftunni á leiðinni út voru
nokkrir tollverðir og þeir sýndu okk-
ur eitthvað merki þegar við vorum
að fara inn í bíl fyrir utan.“ Þær voru
færðar í yfirheyrslu á flugvellinum á
meðan leitað var í farangrinum. Yfir-
heyrslan stóð yfir í tíu klukkustundir
og þeim var útvegaður túlkur.
Verra en í bíómyndunum
Stúlkurnar voru í áfalli eftir handtök-
una en nokkrum dögum seinna voru
þær úrskurðaðar í sjö mánaða gæslu-
varðhald. Þá hvatti dómari þær til að
vera samvinnuþýðar svo hægt væri að
ljúka málinu og kveða upp dóm inn-
an þriggja mánaða en þær sögðust
ekkert vita um fíkniefnin. „Fyrstu þrjá
mánuðina hérna var ég bara mjög
þunglynd. Ég held að ég sé ennþá ekki
alveg búin að fatta hvað gerðist.“
Lífið í fangelsinu er ólíkt öllu því
sem við eigum að venjast. Þar eru það
reglurnar sem gilda. Aðalsteina fær
að fara út í einn og hálfan tíma á dag
með samföngum sínum. „ Útisvæðið
er á milli húsanna. Það er eins og
fiskabúr.“
Síðan fara þær fjórar saman í
sturtu tvisvar í viku. Föngum er aðeins
gefinn matur og drykkur, annars þurfa
þær sjálfar að útvega nauðsynjavöru
eins og klósettpappír og sápu.
Föngum er bannað að liggja und-
ir sæng á daginn, það er aðeins leyfi-
legt eftir klukkan átta á kvöldin.
Aðal steina viðurkenndi þó að hún
laumist stundum undir teppi, því
klefinn er frekar kaldur og lítið pláss
sé til að hreyfa sig.
Hún er allan daginn læst inni í litl-
um klefa sem hún deilir með annarri
stelpu. Þar fá þær mat í gegnum lúgu
á hurðinni og heitt vatn. „ Gunnhildur
er í öðru fangelsi en við fáum von-
andi að vera saman bráðum. Stelpan
sem ég er með í klefa vinnur fyrir
fangelsið á daginn þannig að ég er
mest ein. Stundum fæ ég að þrífa
gólfin, en mér finnst það bara gam-
an. Þetta er hræðilegt, verra en í bíó-
myndunum.“
Í klefanum er koja, eitt rúm,
vaskur, klósett með sturtuhengi
fyrir og pínulítill gluggi. „Ég les fullt
af bókum og skrifa rosamikið til
mömmu. Ég reyndi að skrifa dagbók
en þá fór ég bara að skrifa það sama
aftur og aftur, af því það breytist ekk-
ert hérna. Mamma er eins og dagbók-
in mín,“ segir hún og brosir til mín.
Harður dómur
Ári eftir handtökuna hafði þeim ekki
enn verið birt ákæra, en það var gert
nokkrum dögum síðar. Það var svo
rafmagnað andrúmsloft í dómsalnum
þegar þær voru leiddar inn af vopn-
uðum lögreglumönnum, sem sátu við
hlið þeirra allan tímann. Aðstandend-
ur Aðalsteinu voru mættir til þess að
fylgjast með réttarhöldunum og voru
viðstaddir dómsuppkvaðninguna.
Saksóknari og verjendur stúlkn-
anna fluttu sínar lokaræður, en réttar-
höldin fóru fram á tékknesku. Þegar
dómarinn tók til máls viðurkenndi
hann að Aðalsteina og Gunnhildur
hefðu verið burðardýr. Hann tók jafn-
framt fram að efnið sem þær fluttu á
milli landa hefði dugað í sextíu þús-
und söluskammta og höfuðpaurarnir
Fyrir rúmu ári síðan var Aðalsteina Kjartansdóttir handtekin fyrir að smygla
kókaíni til Tékklands og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Hún var nýlega dæmd
til sjö ára fangelsisvistar en dómurinn þykir ansi harður fyrir svo unga stúlku og
hefur verið áfrýjað. Hún segist hafa tekið þátt í smyglinu vegna fjárhagsvand-
ræða og að hún hafi lært sína lexíu. Fangelsið sé verra en í bíómyndunum og það
skemmtilegasta sem hún fái að gera sé að þrífa. Í samtali við Maríu Elínardóttur
segist hún ekkert þrá heitar en að komast heim. Það væri himnaríki líkast.„Það væri
himna-
ríki að komast
heim til Íslands
Mæðgurnar Móðir Aðalsteinu hefur haft af henni þungar áhyggjur og eftir að hún
heimsótti hana fyrst í fangelsið gaf líkaminn sig og hún fékk hjartáfall. Sjálf segist hún hafa
bugast undan álagi.
Pankrác-fangelsið
„Útisvæðið er á milli húsanna.
Það er eins og fiskabúr,“ segir
Aðalsteina.