Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Qupperneq 39
„Hverrar mínútu virði“ Football Manager 2014 Tölvuleikur „Leiksýning sem flýgur hátt“ Hús Bernhörðu Alba Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir Menning 39Helgarblað 22.–24. nóvember 2013 „Minna af öllu hefði þýtt meira“ Refurinn Leikstjóri: Vignir Rafn Valþórsson Vill ekki lifa hratt ég fyndi að mig langaði ekki til að gera neitt. Mig myndi langa að læra húsgagnasmíði eða guðfræði. Jafnvel rækta grænmeti og blóm uppi í sveit. Það eru alls kyns möguleikar í lífinu sem standa manni opnir ef maður leyfir sér að horfa til þeirra. Það ger- ir manni gott að hugleiða sem flesta möguleika. Líka til að kunna betur að meta það sem maður hefur.“ Gömul sál Þótt að hún hafi verið syngjandi frá því hún var lítil stúlka þá segist hún hafa verið rólegt og gott barn. Hún var lítið fyrir leikföng, leiki og læti og kaus fremur félagsskap hinna full- orðnu. „Ég er gömul sál og þegar ég var lítil var ég sérvitur. Ég var afar lítið upptekin af leikföngum og dóti, og sótti frekar í að fara með fullorðna fólkinu um hvippinn og hvappinn. Ég var ofboðslega róleg og mamma og pabbi voru dugleg að fara með mig á uppákomur og menningarvið- burði. Ég var tíður gestur á myndlist- arsýningum og í leikhúsum,“ segir hún og hlær. Kvenfrelsið í gamla daga Hún fékk menningarlegt uppeldi og segir það sína mestu gæfu að hafa verið gefinn laus taumurinn í æsku. „Mamma spilaði mikið á píanó og hlustaði á tónlist og svona. Pabbi er ótrúlega flinkur teiknari og hand- laginn. Ég hef ekki þessa gáfu sem pabbi hafði, systur mínar höfðu hana hins vegar. Ég naut frelsis og það var alltaf staðið á bak við það sem við vildum gera. Það var okkar gæfa. Mér finnst þetta breytt í dag. Ég hef reyndar bara mitt heimili og minn bakgrunn til að miða við en einhvern veginn var allt opnara og bjartara þegar ég var að alast upp. Vigdís var forseti og það var bara sjálfsagt mál. Ég man í alvör- unni aldrei eftir því að hafa verið borin saman við stráka, maður hafði sterkar kvenfyrirmyndir. Björk var súperstjarna og það var bara eðlilegt. Nú finnst mér hafa orðið afturför og ég get ekki fest hendur á hvers vegna. Ég hugsaði aldrei um að möguleikar mínir væru skertir, allt sem mér datt í hug var mögulegt. Ég fékk að velja mér minn farveg og ég fékk tíma og rými til að prófa mig áfram og á endanum að ramba á það sem ég er góð í og finnst gaman. Ég held að það sé fullt af fólki sem á eftir að finna sína taug. Kannski verð ég ekki góður hús- gagnasmiður eftir allt saman,“ segir hún og hlær. „En leitin skiptir máli. Ég held að maður þurfi að leita og vera óhrædd- ur við að gera mistök og reka sig á.“ Harmur og þroski Sigríður kemur úr stórum systrahópi. Hún er langyngst fjögurra systra. Þær voru fimm en elsta systir hennar Ingileif lést langt fyrir aldur fram eftir langvarandi veikindi. „Hún var búin að vera veik mjög lengi. Veikindin hófust með heilablóðfalli, þá fékk hún heilaæxli og hún stóð í baráttu síðustu árin. Áfallið var frábrugðið því sem ger- ist þegar fólk deyr skyndilega á besta aldri. Ég hafði fengið smátíma til að átta mig, en þetta var samt mjög erfitt. Þetta breytti mér mikið og ég varð fyrir hugarfarsbreytingu. Ég hugsa um það sem skiptir máli. Það hafði áhrif á mig að hún hafði ekki tækifæri til þess að gera það sem hún vildi. Það gaf mér kjark og með- vitund um lífið og tímann sem alltaf líður. Án þess þó að ég vilji lifa hratt. Ég vil hugsa vel um líðandi stund. Ég var svolítið rugluð á tímabili eftir að hún dó. Ég vildi gera allt, fannst ég ekki þurfa að hugsa um peninga eða nokkuð. En svo róaðist ég og fann þroskann í hversdeginum. En það er systur minni að þakka að ég sá þetta samhengi.“ n E ins og flestir Íslendingar af minni kynslóð kynntist ég gömlu guðunum fyrst í gegnum hinar frábæru Val- hallarteiknimyndabæk- ur eftir Danina Peter Madsen og Henning Kure. Einhvern veginn svona hef ég ímyndað mér guðina æ síðan, þrátt fyrir að hafa síðar lært goðafræði í Háskólanum í Ár- ósum þar sem Kure sjálfur nam. Þór er rauðhærður og skapbráð- ur, Loki dökkleitur prakkari og Óð- inn á það til að gægjast á glugga hjá Freyju þegar hún háttar sig. Goð- in eru hér afskaplega mannleg og kannski eilítið dönsk. Í Bandaríkjunum hafa menn aðra sýn. Upp úr 1960 hófu þeir Stan Lee og Jack Kirby að búa til nýja gerð ofurhetja fyrir Mar- vel-samsteypuna, sem allar þóttu mannlegri en þær hjá keppinautn- um DC, útgefanda Súpermann. Hetjur Marvel á borð við Spider- Man, Hulk og Fantastic Four höfðu áhyggjur af að geta borgað leig- una eða voru ósáttar við eigin ofur- krafta. Stan Lee bætti Þór í hópinn og sagði að þegar hann vildi búa til hetju sem væri sterkari en all- ar hinar hafi ekki annað staðið til boða en að gera hann að guði. Fantasía nasista Í stað þess að vera rauðskeggjaður og kubbslegur er hinn ameríski Þór frekar eins og klipptur út úr fanta- síum Wagners, vel rakaður með sítt ljóst hár, arískt ofurmenni. Reynd- ar var Súpermann sjálfur skapaður af gyðingunum Siegel og Shuster árið 1938 sem andsvar við ofur- mannaórum nasista á þeim tíma, en hér er eins og þeir órar gangi í endurnýjun lífdaga, að minnsta kosti hvað útlit varðar. Þór þessi er þó líkur Súper- mann á margan hátt. Hann getur flogið og er nánast óendanlega sterkur, með ofurheyrn og sjón og getur ferðast í gegnum tímann, er goðum lík geimvera sem geng- ur um meðal breyskra manna. Veikleikar hans felast, eins og hjá kolleganum, helst í hinu jarðneska gervi hans. Á jörðu niðri er Þór dul- búinn sem hinn halti læknir Don- ald Blake, en þegar hann slær staf sínum í jörðina breytist stafurinn í hamarinn Mjölni og hann sjálfur í Þór. Hann er jafnframt ástfanginn af jarðneskri konu, Jane Fost- er, sem er skotinn í bæði Blake og Þrumuguðinum án þess að vita að hann er einn og sami maður. Marvel-Þór er meðlimur í ofur- hetjuteyminu The Avengers, þar sem hann tekst á við hefðbundna ofurskúrka, en berst einnig við ill- menni goðaheimsins, þá fyrst og fremst stjúpbróðir sinn Loka. Og kannski er það einmitt sambandið við Loka sem helst sýnir muninn á milli hinna dönsku sagna og hinna bandarísku. Sterkur og góður eða vondur og klár Þrátt fyrir að vera meistaralega vel leikinn af Shakespeare-leikaran- um Tom Hiddleston í kvikmynda- útgáfunni er Loki Marvel heimsins fremur tvívíður karakter. Hann er kallaður „Guð hins illa“ og minnir í raun mest á djöfulinn sjálfan, enda þekkja Bandaríkjamenn Biblíuna betur en norrænan sagnaarf. Átök Þórs og Loka eru því átök góðs og ills eins og Bandaríkjamenn helst kunna að meta, og það vek- ur athygli að rétt eins og hjá Súper- mann og Lex Luthor er það sá góði sem beitir líkamlegum styrk en sá illi er líkamlega veikari og reiðir sig á hugvitið í staðinn. Í norrænum sagnaarfi er þetta ekki svo einfalt. Loki og Óðinn og jafnvel Þór sjálfur beita brögðum gegn sterkari óvinum og eru beittir brögðum á móti. Þar kemur Loki goðunum í klípu en finnur jafn- framt leið út úr vandanum, þó und- ir lokin kjósi hann að berjast með jötnum frekar en Ásum. Í teikni- myndasögunum dönsku eru Þór og Loki teymi sem bæta hvor ann- an upp, Þór er sterkur en Loki klár og þannig ráða þeir fram úr flest- um vanda (vanda sem Loki kemur þeim gjarnan í). Íslendingar uppgötva eigin arf Loki þeirra Dana er langt frá að vera illur. Í raun er hann fullkom- lega endurhæfður og jafnvel helsti glæpur hans, morðið á Baldri, er slys sem hann reynir að afstýra en tekst ekki í skemmtilegri endur- sögn af hinu þekkta minni. Loki er hér jafnframt samkynhneigður, hefur gaman af að klæða sig í föt Freyju og þegar hann giftist hinni tryggu Sigyn reynist það aðeins martröð. Bandaríkjamenn hafa nú uppgötvað þessa hlið Loka og á næsta ári kemur serían Loki: Agent of Asgard út, þar sem tvíkynhneigð hans eru gerð skil. Ekki aðeins eru dönsku sögurn- ar trúrri uppruna sínum, heldur eru þær líka margræðari og mann- legri. Svo virðist því sem gömlu goðsögurnar séu enn best geymd- ar í höndum Norðurlandabúa. Val- hallarsögurnar hófu göngu sína árið 1979, en 15. og síðasta bindið, sem segir frá Ragnarökum, kom út árið 2009. Íslenskir höfundar hafa undanfarið æ meira sótt í þenn- an forna sagnaarf, svo sem Saga eftir lifenda-þríleikurinn eftir Emil Hjörvar Petersen sem gerist eftir Ragnarök, eða Blóðhófnir eftir Gerði Kristnýju sem er með nú- tímalega túlkun á sögunni um Frey og Gerði. Vissulega má hafa gaman af bandarísku stórmyndinni um Þór, sem nú er sýnd hérlendis og var að hluta til tekin á Íslandi. En það væri synd að láta þeim sagnaarfinn algerlega eftir. n Súpermann gegn Þór n Goðumlík geimvera n Fantasía nasista Kvikmyndir Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Glæstar ofurhetjur Vissulega má hafa gaman af banda- rísku stórmyndinni um Þór, sem nú er sýnd hérlendis og var að hluta til tekin á Íslandi. En það væri synd að láta þeim sagnaarfinn algerlega eftir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.