Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Page 42
42 Lífsstíll 22.–24. nóvember 2013 Helgarblað
Þarftu bollann?
Kaffibolli kostar í kringum 400
krónur. Ef miðað er við að þú
kaupir einn bolla á virkum dög-
um þá borgarðu samtals átta þús-
und krónur fyrir tuttugu bolla á
mánuði. Það gera 96 þúsund krón-
ur á ári. Það er ótrúlega notalegt að
setjast niður með góðum vinum á
kaffihúsi endrum og sinnum, en
sleppir þú að borga fyrir kaffi og
hellir upp á það þess í stað, áttu
næstum því fyrir vikufríi á Spáni.
Er ekki vert að hugsa um atriði eins
og þetta í þann mund sem kvarta á
vegna vegna bágrar fjárhagsstöðu?
Brostu og helltu upp á kaffi.
Merkjavara
á spottprís
Kínverska
vefverslun-
in Ali Express
hefur notið
mikilla vin-
sælda upp á
síðkastið. Viðskiptavinir hennar
eru frá 220 þjóðum og þar á meðal
eru Íslendingar. Fjárfestingahópur-
inn Alibaba Group er eigandi vef-
verslunarinnar, en hópurinn sér-
hæfir sig í að hleypa vefverslunum
af stokkunum. Á síðunni er hægt
að fá ýmsa merkjavöru á spottprís.
Þar á meðal er fást Nike-hlaupa-
skór á fjögur þúsund krónur og
kvenmannsúr frá virtu merki á
fimm þúsund krónur. Verslun-
in býður einnig upp á svokölluð
„súper-tilboð“ á degi hverjum.
Ann Demeulemeester hætt
n Framsækinn hönnuður sem lét drauma sína rætast
B
elgíski fatahönnuðurinn
Ann Demeulemeester til-
kynnti í vikunni að hún
væri hætt störfum hjá eig-
in tískuhúsi eftir 19 ára
gjöfult starf. Ann kaus að hand-
skrifa bréf til fjölmiðla um starfs-
lok sín. Bréfið var persónulegt og
hreyfði við aðdáendum hennar.
„Frá því ég var lítil stúlka dreymdi
mig um að setja mark mitt á tísk-
una. Ég vann hörðum höndum að
því að raungera draum minn og
nú finnst mér ég hafa lokið ferð
minni. Ég fylgdi alltaf minni eig-
in rödd.
En nú rennur upp nýr tími í
mínu eigin lífi og fyrir tískuhús-
ið Ann Demeulemeester. Nú skil-
ur leiðir.
Tískumerkið er virt og þekkt og
getur vaxið án mín,“ segir Ann.
Skarpar línur og hugrekki
Ann er stórt nafn í tískuiðnaði sem
hefur sett mark á tíðarandann. Hún
stofnaði merkið árið 1985 með eig-
inmanni sínum, Patrick Robyn ljós-
myndara. Hún varð þekkt sem einn
af sex hæfileikaríkum hönnuðum
frá Antwerpen. Þessir hönnuðir
eru Walter Van Beirendonck, Dries
Van Noten, Dirk Van Saene, Dirk
Bikkembergs og Marina Yee.
Enginn hefur verið kynntur sem
arftaki Ann en haust- og vetrarlína
hennar verður eftir sem áður sýnd á
tískuvikunni í París á næsta ári.
Hönnun Ann er stílhrein og
dramatísk. Skarpar línur og hug-
rekki einkenna stíl hennar. Á síð-
ustu tískuviku þótti lína hennar ein-
kennast af rómantík nítjándu aldar
með framtíðarblæ. Svartir, hvítir og
silfraðir litir. Hattar, slæður og borð-
ar og mýkt í buxum. n kristjana@dv.is
Ann Demeulemeester
Ann átti sér stóra drauma
og lét þá rætast.
Handskrifað bréf Ann
Fatahönnuðurinn kvaddi á
hjartnæman hátt.
Úr vor og
sumarlínu
Ann
Á tískuvikunni í
París sýndi Ann
snilli sína.
MynD PHoto: MArcuS
tonDo/InDIgItAlteAM I
gorunwAy
„Frá því ég var
lítil stúlka
dreymdi mig um að
setja mark mitt á
tískuna
Bakaðu bestu smákökuna!
Taktu þátt í smákökusamkeppni DV og þú gætir unnið
KitchenAid hrærivél frá Einari Farestveit. Hægt verður að skila
inn kökum dagana 5.–11. desember fyrir kl. 12. Kökurnar skulu
sendar á ritstjórnarskrifstofur DV að Tryggvagötu 11, Reykjavík.