Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Side 56
FAGLEG RÁÐGJÖF OG FRÍ LEGU- GREINING Komdu í heimsókn, prófaðu legugreininguna, og fáðu faglega ráðgjöf um val á heilsu dýnum, án skuldbindinga! 20- 50% AFS LÁT TU R AF ÖLL UM HE ILS UR ÚM UM RúmGott · Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) · Kópavogi · Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is SÉRHÆFUM OKKUR Í SMÍÐI Á HEILSURÚMUM 50% AFSLÁTTUR Jólatilboð á arineldstæðum 20-50% afsláttur af öllum heilsurúmum Að vakna endurnærð/ur eftir góðan svefn er ein besta stund dagsins Sérfræðingar í heilsurúmum 12 mánaða vaxtalaus VISA / EURO greiðsludrei ng* * Einungis er greitt 3,5 % lántökugjald. CLASSIC - rafstillanlegt Einbreið heilsurúm á verði frá 190.049,- Tvíbreið heilsurúm á verði frá 346.995,- DRAUMEY Einbreið heilsurúm á verði frá 70.224,- Tvíbreið heilsurúm á verði frá 129.360,- ROYAL - rafstillanlegt Einbreið heilsurúm á verði frá 302.391,- Tvíbreið heilsurúm á verði frá 566.991,- Ítölsk hönnun - hágæða sófasett Kyn ning arv erð SUSS! Sköpun auður okkar n „Hingað kemur enginn til að kynnast þröngsýni og heimsku, þær má finna víða,“ segir Karl Ágúst Úlfsson leikari á Facebook- síðu sinni. Hann segir aðeins tvennt gera Ísland einstakt: nátt- úruna og menninguna. „Fé- græðgi og siðblinda eru alþjóðleg og munu ekki auka hróður okkar meðal þjóðanna – þegar upp er staðið er auður okkar fólginn í þessu tvennu: sköpunarverki móður náttúru allt í kringum okk- ur og sköpun mannsandans,“ segir Karl Ágúst. Í kjölfar þess segir hann rétt að staldra við þegar stjórn- völd blása til sóknar gegn bæði náttúru og menningu. V ið erum ekki með þessu að segja að þetta eigi ekki að vera til heldur að þetta eigi ekki að vera á hönd ríkisins að reka,“ segir Magnús Júlíusson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, um fjárlagatillögur SUS þar sem gert er ráð fyrir algjörum niðurskurði á nær allri menningarstarfsemi. Sem dæmi um verkefni eða stofnanir sem SUS vill að íslenska ríkið hætti að styðja, styrkja eða reka má nefna: Listasafn Íslands, Þjóðleikhúsið, Hörpu, Sinfóníuhljómsveit Íslands og RÚV. „Einkaaðilar eiga að sjá um það,“ segir Magnús. Ýmissa grasa kennir í fjárlaga- tillögum sambandsins; vilja það meðal annars leggja niður Lánasjóð íslenskra námsmanna. Það vill ekki að ríkið sjái um lánveitingar heldur þau fyrirtæki sem starfi á lánamark- aði. „Það er inntakið hvað varðar þennan eina lið. Bankar myndu sjá um starfsemi LÍN,“ segir Magnús spurður um skoðun sína um hvort leggja eigi LÍN niður. Spurður um hvaða málaflokk honum þyki mikilvægast að skera niður hjá segir Magnús það vera landbúnaðarkerfið. „Ég myndi vilja sjá það alfarið ekki í höndum ríkis- ins. Ég held að breyting í þessu kerfi sé nauðsynleg, það þarf að losa þetta úr kló ríkisins,“ segir hann. Magnús tók nýverið við sem formaður sam- bandsins og segir hann starfið hafa gengið mjög vel. „Það eru náttúru- lega allir að fara í próf en næsta mál hjá okkur er árlegt jólahlaðborð, það er bara þannig,“ segir Magnús að lok- um. n hjalmar@dv.is Vilja leggja niður LÍN n „Það þarf að losa þetta úr kló ríkisins,“ segir formaður SUS Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 22.–24. nóvember 2013 133. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr. Lofsyngur Björk n „björk er einfaldlega snillingur. Það er bara þannig,“ segir Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, á Facebook-síðu sinni. Gagnrýnir Jón þann „ósið“ íslenskra fjöl- miðla að kalla gömlu vinkonu sína söngkonu en ekki tónskáld. „Ef Björk héti Bjarki yrði þá alltaf fjallað um hann sem „söngvar- ann“ Bjarka? Það efast ég um. Bjarki væri einfaldlega titlaður tónlistarmaðurinn Bjarki því það væri það sem hann væri. Eins og Björk,“ segir Jón um Björk Guðmunds- dóttur sem hann segir vera lang- merkilegasta tón- listarmann sem Ísland hefur alið. Sætari en Birgitta n birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata og fyrrverandi liðsmaður uppljóstrunarsamtakanna WikiLeaks, segist ánægð með Hollywood-myndina Fifth Estate, sem fjallar um samtökin. Hún sá forsýningu myndarinnar í vik- unni ásamt yngri syni sínum. Í samtali við Morgunútvarpið á Rás 2 sagðist hún ánægð með leikkonuna Carice van Houten, sem túlkaði Birgittu í myndinni. Birgitta sagði hins vegar ekki hættu á að þeim væri ruglað saman. „Nei, hún er nátt- úrulega miklu sætari en ég,“ sagði Birgitta og hló. Formaður Magnús var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna til tveggja ára í september. Hann er meistara- nemi í verkfræði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.