Hagskýrslur um atvinnuveg

Issue

Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1986, Page 36

Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1986, Page 36
34 skuli að nokkru tengjast tveimur fyrstu rekstrarformunum. Þetta á sínar eðlilegu skýringar og er hér einkum um að ræða einkaaðila, sem eru með starfsemi í atvinnugrein nr. 522, götu og sorphreinsun og ýmsum einkaskólunr innan atvinnugreinar nr. 824 og heilbrigðisstofnanir einkaaðila innan atvinnu- greinar nr. 825. í töflum 4.6-4.9 er einnig sýnd hlutfallsleg skipting launagreiðslna og fjölda fyrirtækja eftir rekstrarformi. Þar kemur m.a. fram að hlutafélög, sem eru 9% af heildarfjölda fyrirtækja, greiða um 35% af heildarlaunum. Samvinnusamtök eru tæplega 1,5% af heildarfjölda fyrirtækja, en greiða 7-8% af heildarlaunum. Ríkisstofnanir og fyrirtæki ríkisins eru 1% af heildarfjölda fyrirtækja, en greiða um 19% af heildarlaunum. Ennfremur má af töflunum ráða, að reiknuð eigin laun í einstaklings- og sameignarfyrirtækjum nema unr 21% af launagreiðslum í þeim flokki og að um 57% fyrirtækja þar eru með reiknuð eigin laun. Ætla má, að stærstur hluti þeirra fyrirtækja, sem á vantar séu sameignarfélög sem eru sjálfstæðir skattaðilar. Einyrkjar eru tæp 58% af heildarfjöldanum. Hlutdeild einstakra rekstrarforma í heildarlaunagreiðslum hefur lítið sem ekkert breyst þau fjögur ár, sem þessi skýrslugerð nær yfir. Tafla 4.10 sýnir þá sundurliðun á greiddum launum sem kemur fram á launamiðum. Þá er átt við vinnulaun, ökutækjastyrki, dagpeninga o.fl. Taflan nær til greiddra launa ársins 1983 og svarar þannig til töflu 4.4, en hér er atvinnugreinaflokkunin einungis eftir tveggja flokka ISIC-staðli. Eins og nefnt var að framan er meginhluti greiddra launa hjá þeim fyrirtækjum, sem ekki voru atvinnugreinamerkt á launamiðum, í formi ökutækjastyrkja, dagpeninga og gjafa. Hér er um að ræða launagreiðslur um 1200 fyrirtækja einkum í þjónustu og starfsemi hins opinbera. Til að auka gildi töflu 4.10 voru launagreiðslur fyrirtækja, sem ekki voru atvinnugreinamerktar á launamiðum og námu að upphæð einni milljón króna eða meir, færðar á tilheyrandi atvinnugreinaflokk. Þannig voru færðar launagreiðslur 24 fyrirtækja að upphæð 112 milljónir króna. í töflu 4.10 eru því aðeins um 47 milljónir án atvinnugreinamerkingar í stað 160 milljóna í öðrum töflum um launagreiðslur fyrirækja árið 1983. í töflu 4.10 kemur fram að vinnulaun nema 97,3% allra greiddra launa ársins 1983 og ökutækjastyrkir nema 1,8%. Hlutfallslega eru aðrar launagreiðslur en vinnulaun hæstar hjá tryggingum og peningastofnunum en lægstar í fiskveiðum og framleiðsluiðnaði. Tafla 4.11 nær til greiddra launa ársins 1984 og er unnin á sama hátt og tafla 4.10. Engar meiri háttar breytingar hafa átt sér stað á innbyrðis hlutföllum launategunda milli áranna 1983-1984. Þó hefur hlutdeild vinnulauna lækkað lítið eitt og hlutdeild ökutækjastyrkja hækkað á móti. Þess skal getið að árið 1983 voru sjúkradagpeningar greiddir af sjúkrasam-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Hagskýrslur um atvinnuveg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um atvinnuveg
https://timarit.is/publication/1124

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.