Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1986, Síða 36
34
skuli að nokkru tengjast tveimur fyrstu rekstrarformunum. Þetta á sínar
eðlilegu skýringar og er hér einkum um að ræða einkaaðila, sem eru með
starfsemi í atvinnugrein nr. 522, götu og sorphreinsun og ýmsum einkaskólunr
innan atvinnugreinar nr. 824 og heilbrigðisstofnanir einkaaðila innan atvinnu-
greinar nr. 825.
í töflum 4.6-4.9 er einnig sýnd hlutfallsleg skipting launagreiðslna og fjölda
fyrirtækja eftir rekstrarformi. Þar kemur m.a. fram að hlutafélög, sem eru 9%
af heildarfjölda fyrirtækja, greiða um 35% af heildarlaunum. Samvinnusamtök
eru tæplega 1,5% af heildarfjölda fyrirtækja, en greiða 7-8% af heildarlaunum.
Ríkisstofnanir og fyrirtæki ríkisins eru 1% af heildarfjölda fyrirtækja, en greiða
um 19% af heildarlaunum.
Ennfremur má af töflunum ráða, að reiknuð eigin laun í einstaklings- og
sameignarfyrirtækjum nema unr 21% af launagreiðslum í þeim flokki og að um
57% fyrirtækja þar eru með reiknuð eigin laun. Ætla má, að stærstur hluti
þeirra fyrirtækja, sem á vantar séu sameignarfélög sem eru sjálfstæðir
skattaðilar. Einyrkjar eru tæp 58% af heildarfjöldanum.
Hlutdeild einstakra rekstrarforma í heildarlaunagreiðslum hefur lítið sem
ekkert breyst þau fjögur ár, sem þessi skýrslugerð nær yfir.
Tafla 4.10 sýnir þá sundurliðun á greiddum launum sem kemur fram á
launamiðum. Þá er átt við vinnulaun, ökutækjastyrki, dagpeninga o.fl. Taflan
nær til greiddra launa ársins 1983 og svarar þannig til töflu 4.4, en hér er
atvinnugreinaflokkunin einungis eftir tveggja flokka ISIC-staðli.
Eins og nefnt var að framan er meginhluti greiddra launa hjá þeim
fyrirtækjum, sem ekki voru atvinnugreinamerkt á launamiðum, í formi
ökutækjastyrkja, dagpeninga og gjafa. Hér er um að ræða launagreiðslur um
1200 fyrirtækja einkum í þjónustu og starfsemi hins opinbera. Til að auka gildi
töflu 4.10 voru launagreiðslur fyrirtækja, sem ekki voru atvinnugreinamerktar
á launamiðum og námu að upphæð einni milljón króna eða meir, færðar á
tilheyrandi atvinnugreinaflokk. Þannig voru færðar launagreiðslur 24 fyrirtækja
að upphæð 112 milljónir króna. í töflu 4.10 eru því aðeins um 47 milljónir án
atvinnugreinamerkingar í stað 160 milljóna í öðrum töflum um launagreiðslur
fyrirækja árið 1983.
í töflu 4.10 kemur fram að vinnulaun nema 97,3% allra greiddra launa ársins
1983 og ökutækjastyrkir nema 1,8%. Hlutfallslega eru aðrar launagreiðslur en
vinnulaun hæstar hjá tryggingum og peningastofnunum en lægstar í fiskveiðum
og framleiðsluiðnaði.
Tafla 4.11 nær til greiddra launa ársins 1984 og er unnin á sama hátt og tafla
4.10. Engar meiri háttar breytingar hafa átt sér stað á innbyrðis hlutföllum
launategunda milli áranna 1983-1984. Þó hefur hlutdeild vinnulauna lækkað
lítið eitt og hlutdeild ökutækjastyrkja hækkað á móti.
Þess skal getið að árið 1983 voru sjúkradagpeningar greiddir af sjúkrasam-