Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1986, Blaðsíða 37
35
lögum og sjúkrasjóðum verkalýðsfélaga færðir sem dagpeningar á launamiða,
en árið 1984 varð sú breyting á að sjúkradagpeningarnir voru færðir sem gjafir á
launamiða.
4.5 Vinnuafl samkvœmt vinnuviknagögnum skattyfirvalda (töflur 5.1-5.4).
I töflum 5.1 til 5.4 kemur fram skipting vinnuaflsins eftir atvinnugreinum
1975-1983, bæði eftir einstökum atvinnugreinanúmerum samkvæmt þriggja
stafa flokkun Hagstofunnar svo og samandregið eftir tveggja stafa ISIC-staðli,
sem áður hefur verið lýst. Þróun vinnuaflsins á sama árabili 1975-1983 er sýnd á
vísitöluformi í töflu 5.2., þar sem árið 1980 er jafnt og 100,0. Þá er í sérstakri
töflu, töflu 5.3, sýnt samandregið yfirlit fyrir alla ISIC flokkana og atvinnustarf-
semina í heild og í töflu 5.4 er sýnd hlutfallsleg skipting vinnuaflsins í sömu
sundurliðun.
Heimildirnar við töflugerðina eru gögn skattyfirvalda og Hagstofunnar um
vinnuvikur, áður slysatryggðar vinnuvikur, en þær eru eina heildstæða heim-
ildin um notkun vinnuafls einstakra atvinnugreina. Hefur svo verið um árabil
eða allt frá upphafi þessarar skýrslugerðar frá og með árinu 1963. Vinnuvikurn-
ar voru grundvöllurinn að álagningu slysatryggingariðgjalds allt fram til
vinnuársins 1978, en frá og með því ári voru iðgjöldin ákveðin sem hundraðs-
hluti af greiddum launum. Þess vegna er ekki rétt að tala lengur um
„slysatryggðar vinnuvikur". Þótt álagningu slysatryggingariðgjaldsins hafi verið
breytt með þessum hætti, er áfram skylt að telja fram vinnuvikur, því eftir sem
áður mynda þær stofn til álagningar iðgjalds til atvinnuleysistrygginga, auk þess
sem þær gegna mikilvægu hlutverki í hagskýrslugerð.
Gögn skattyfirvalda um vinnuvikur eru byggð á launamiðum, þar sem
launagreiðanda er m.a. ætlað að skrá vinnuvikur launþega til samræmis við
starfshlutfall og starfstíma, þó að hámarki 52 vikur á ári innan sömu
atvinnugreinar. Starfi sá sami auk þess innan annarrar atvinnugreinar, fær hann
taldar vikur til viðbótar í samræmi við vinnu hans þar.
Þeim er starfa við eigin atvinnurekstur eru einnig taldar vinnuvikur á sama
hátt og Iaunþegum. Sama gildir um maka þeirra og börn, sem starfa við
atvinnureksturinn og fá á sig reiknuð eigin laun. Þó fá þessir aðilar ekki taldar
fleiri en 52 vinnuvikur, jafnvel þó að viðkomandi starfi í öðrum atvinnu-
greinum.
Eina breytingin, sem hér er gerð frá skýrslum Hagstofunnar er sú, að fjöldi
ársverka í landbúnaði er lækkaður sem nemur 3/4 af áætluðum fjölda skráðra
ársverka hjá eiginkonum bænda. Þetta er gert fram til ársins 1979 en frá og með
því ári nemur lækkunin um 45% af skráðum ársverkum hjá eiginkonum bænda.
Ástæðurnar fyrir þessum leiðréttingum vegna eiginkvenna bænda eru þær, að
fram að vinnuárinu 1979 voru eiginkonur bænda svo til allar sjálfkrafa
slysatryggðar með 52 vinnuvikur í landbúnaði, hvort sem þær unnu meira eða