Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1972, Qupperneq 7
Inngangur.
Introduction.
1. Um búnaðarskýrslur almennt.
General statement.
í þessu hefti eru búnaðarskýrslur fyrir árin 1964—67, og þó fyllstar
fyrir síðasta árið.
Búnaðarskýrslur þessar eru uin ýmislegt með sama hætti og Búnaðar-
skýrslur 1961—63, en þær eru nú gerðar eftir öðrum frumheimildum
en áður. Fyrir 1962 og árin þar á undan sömdu skattyfirvöld árlegar
búnaðarskýrslur á grundvelli skattframtala. Voru þær gerðar af for-
mönnum skattanefnda (hreppstjórum og bæjarstjórum) í 214 hreppuin
og 4 kaupstöðum, en af skattstjórum í 10 kaupstöðum. Með lögum nr.
70/1962, um tekjuskatt og eignarskatt, var skattkerfinu breytt og land-
inu öllu skipt í 9 skattumdæmi með skattstjóra fyrir hverju þeirra.
Var þar með raskað þeim grundvelli til öflunar frumgagna búnaðar-
skýrslna, sem gilt hafði frá 1946, en búnaðarskýrslur voru þó gerðar
á sama hátt og áður fyrir árin 1962 og 1963 (sjá nánar inngang að
Búnaðarskýrslum 1961—63, bls. 9*). En frá og með árinu 1964 hættu
skattyfirvöld að gera umfangsmiklar árlegar búnaðarskýrslur. Fyrir
árið 1964 létu skattstjórar í té skýrslur um búfé og jarðargróða, en frá
og með sama ári hefur hins vegar almenn skýrslugerð um búrekstur
verið byggð á úrtaki framtala, sem skattstjórar hafa framkvæmt eftir
fyrirmælum Hagstofunnar. En skýrslugerð um tölu búfjár og jarðar-
gróða hefur siðan 1965 verið bgggð á árlegum skýrslum forðagæzlu-
manna til Búnaðarfélagsins, eftir að gerðar höfðu verið vissar breyt-
ingar á tilhögum forðagæzlu í nýjum lögum um búfjárrækt, nr. 21/
1965. Samkvæmt ákvæðum í VIII. kafla þeirra laga hefur forðagæzlu-
maður hvers umdæmis eftirlit með ásetningi búfjár, fóðrun og hirð-
ingu. Hann skal fara minnst tvær ferðir um umdæmi sitt til eftirlits,
og skal hinni fyrri lokið fyrir 1. nóvember ár hvert, en hinni síðari
fyrir apríllok. Er forðagæzlumaður hefur lokið skoðun á hausti, gerir
hann skýrslu um tölu búpenings, ásetning, fóður og jarðargróða á eyðu-
blaði, er Búnaðarfélag íslands lætur í té (sbr. 65. gr. búfjárræktarlaga).
Samkvæmt 65. gr. reglugerðar nr. 139/1967, um búfjárrækt, skal eyðu-
blað þetta gert í samráði við Hagstofuna, og eru henni jafnheimil afnot
forðagæzluskýrslna til úrvinnslu. — Heimtur forðagæzluskýrslna hafa