Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1972, Blaðsíða 14
12*
Búnaðarskýralur 1964—1967
árlegrar flokkunar atvinnufúlks hér á landi eftir atvinnuvegum og ein-
stökum atvinnugreinum innan þeirra, bæði fyrir landið í heild og ein-
stök umdæmi. Til nánari upplýsingar um þessa skýrslugerð visast til
skýringa og athugasemda með árlegum töflum um slysatryggðar vinnu-
vikur, og einkum til júníblaðs Hagtíðinda 1965, bls. 121—124 og 129—
136. Þar birtust fyrstu töflur um þetta efni, fyrir vinnuárið 1963.
Slijsatryggingin — en fyrirmæli um hana eru í lögum um almanna-
tryggingar — nær til svo að segja alls atvinnufólks í landinu og raunar
til víðari hóps, eins og nánar verður vikið að hér á eftir. Skyldutryggðir
eru allir launþegar (þar með t. d. allir ráðnir framkvæmdastjórar
hlutafélaga, samvinnufélaga, stofnana o. s. frv.), iðnnemar, útgerðar-
menn, sem sjálfir eru skipverjar, o. fl. Auk þess er hver einstaklingur,
sem rekur sjálfstæða atvinnu, tryggður, nema hann taki sérstaklega
fram á skattframtali, að tryggingar sé ekki óskað. Þetta þýðir í fram-
kvæmd, að svo að segja allir atvinnurelcendur — bæði vinnuveitendur
og einyrkjar — koma í slysatryggingu (hér er um að ræða svo kallaða
„eigin li-yggingu“). Þetta á jafnt við búrekstur sem um annan at-
vinnurekstur. En að þvi er varðar búrekstur ganga lögin lengra, því
að makar atvinnurekenda í honum og börn 12—16 ára (miðað við
aldur á framtalsári) eru einnig slysatryggð, nema tekið sé sérstak-
lega fram á skattframtali, að tryggingar sé ekki óskað. Hér er um að
ræða slysalryggingu með reiknuðum vinnuvikum, án tillits til þess
hvort búrekstrarstörf eru unnin eða ekki. Atvinnurekcndur í öðrum
atvinnugreinum geta fengið slysatryggingu fyrir maka og börn 12—16
ára, ef þeir láta í Ijós ósk þar að lútandi, en það er fátitt. Sömu ósk
geta atvinnurekendur í landbúnaði borið fram á framtali vegna barna
sinna yngri en 12 ára, en það er einnig fátítt.
Starfstími maka atvinnurekenda í landbúnaði reiknast 52 vinnu-
vikur á ári eða hinn sami og atvinnurekendans. Hins vegar eru störf
barna og fósturbarna innan 21 árs aldurs, sem dveljast eða starfa á
heimilum foreldra sinna (i raun yfirleitt aðeins í búrekstri), metin
þannig, að ársdvöl er látin jafngilda 13 vinnuvikum, og skemmri tími
á sama hátt látinn jafngilda % dvalartímans. Eins er farið að með
störf foreldra, sem dveljast og starfa á heimilum barna sinna eða
fósturbarna, svo og með störf fólks 67 ára og eldri og öryrkja með
75% örorku eða meira, sem dveljast eða vinna hjá vandalausum. Þessi
ákvæði hafa í slysatryggingunni aðeins þýðingu í sambandi við land-
búnað. — Reglan um sjálfvirka töku maka atvinnurekanda í landbúnaði
í slysatryggingu eykur mjög tölu slysatryggðra vinnuvikna í þeim at-
vinnuvegi og gerir hlut hans í heildartölu slysatryggðra vinnuvikna
óeðlilega stóran, þar eð hér er um að ræða slysatryggingu með reikn-
uðum vinnuvikum án tillits til unninna bústarfa. Að því er varðar
þær reglur, sem gilda um töku barna o. fl. í slysatryggingu, er ekki