Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1972, Qupperneq 34
32*
Búnaðarskýrslur 1964—1967
hér sé ekki beinlínis um að ræða fjármunamyndun í þágu landbúnaðar
sem atvinnuvegar. Ræktun er talin samkvæmt skýrslum Búnaðarfélags
íslands og Landnáms ríkisins um jarðabætur. Kostnaður á einingu
ræktunarframkvæmda er talinn samkvæmt tölum Efnahagsstofnunar-
innar sem hér segir í krónum (lokræsi eru talin með handgröfnum
skurðum):
Eining 1964 1965 1966 1967
Nýrœkt túna ha 14 506 15 776 16 990 16 990
Túnasléttur ha 10 092 10 973 11 820 11 820
Matjurtagarðar og akrar lia 9 959 10 830 11 664 11 664
Grjótnám m3 82 90 95 95
Girðingar m 20 23 25 25
Vélgrafnir skurðir m3 6,28 6,99 7,85 7,89
Plógræsi m 1,62 1,80 2.00 2.00
ílandgrafnir skurðir . .. m 26 29 34 36
Fjármunamijndun i útihúsum er samkvæmt upplýsingum Efnahags-
stofnunarinnar. Henni berast skýrslur um byggingar frá byggingar-
nefndum í hverjum hreppi og kaupstað. Þar er tilgreind stærð nýrra
bygginga á ári hverju, og margfaldar Efnahagsstofnunin rúmtak þeirra
með eigin kostnaðartölum, sem voru þessar í krónum:
Eining 1964 1965 1966 1967
Þurrheyshlöður m3 387 451 519 533
Súgþurrkunarkerfi m2 541 632 726 746
Votheyshiðður m3 541 632 726 746
Matjurtageymslur m3 1 006 1 173 1 348 1 386
Fjós kýr 13 923 16 245 18 666 19 188
Fjárhús kind 1 083 1 264 1 452 1 492
Hænsna- og svínahús . . . m3 387 451 519 533
Aburðargeymslur m3 464 542 622 640
Vélageymslur og hesthús m3 464 542 622 640
Kostnað á rúmmetra í íbúðarhúsi í sveit hefur Efnahagsstofnunin
öll árin 1964—67 reiknað 70% af kostnaði á rúmmetra samkvæmt vísi-
tölu byggingakostnaðar á hverjum tíma.
Áætlun um fjármunamyndun i rafstöðvum og rafveitum eftir sýsl-
um var eins og við fyrri Búnaðarskýrslur nokkrum vandkvæðum bund-
in. Allar heimildir eru frá Orkustofnun. Hún sundurgreinir ekki fjár-
munamyndun á sýslur, heldur á stærri veitusvæði, og varð þvi að
áætla skiptingu á sýslur. Rétt þykir að taka þessa fjármunamyndun
með í Búnaðarskýrslur, þar eð hún er að mestu vegna búrekstrar í
sveitum, þó að mörkin séu vissulega teygjanleg. Tafla 22 sýnir tölu
raflýstra sveitabýla í árslok 1967 og fjárfestingu Héraðrafmagnsveitna
ríkisins í sveitum 1964—67. Er hún framhald á yfirliti á bls. 50* og
51* í Búnaðarskýrslunr 1961—63. Tölur fjármunamyndunar í dálki 21
i töflum 24—27 eru hærri en tölur í töflu 22 um fjárfestingu Héraðs-
rafmagnsveitna ríkisins sömu ár. Það, sem þar fer á milli, mun vera
fjárfesting bænda sjálfra í raforkuframkvæmdum.