Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1972, Side 28

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1972, Side 28
26* Búnaðarskýrslur 1964—1967 í töflu 16 (bls. 46) er magn og verðmæti Iandbúnaðarframleiðsl- unnar hvert áranna 1064—67, með sundurgreiningu á afurðir, en hún kemur aðeins fram í stórum dráttum í töflu 15. í þeirri töflu er aftur á móti sundurgreining afurðaverðmætis eftir landssvæðum. 1 töflu 16 er ekki um að ræða neina svæðaskiptingu, hún er gerð að ýmsu leyti eftir öðrum heimildum en tafla 15 og niðurstöður koma ekki alveg heim og saman. Tafla 16 er framhald á töflum um sama efni, sem birtar hafa verið sem viðbætir i Búnaðarskýrslum frá 1951, og i því hefti voru raunar birtar hliðstæðar tölur allt aftur til ársins 1935. Innihald töflu 16 er að mestu óbreytt frá því, sem verið hefur frá 1935, að öðru leyti en þvi, að hlunnindi eru felld niður frá og með 1964. Töflu þessa samdi Hagstofan í samvinnu við Framkvæmdabanka íslands frá 1957 og Efnahagsstofnunina 1963, en fyrir árin 1964—67 var hún samin af Efnahagsstofnuninni einni í sambandi við þjóðhagsreikninga hennar. Tafla 16 hefur að geyma heildaráætlun um alla framleiðslu búvöru, til markaðar og til nevzlu heima. Mjólk til kálfaeldis er og meðtalin, en ekki heyfengur. Að því er varðar einingarverð afurða, er miðað við útborgunarverð til bænda samkvæmt Árbók landbúnaðarins, svo langt sem þær heimildir ná. Þegar verðbreyting verður á árinu, er reynt að áætla hve rnikið af framleiðslunni fellur á hvert verðtimabil. Á þetta einkum við um stórgripakjöt. Yfirleitt er miðað við verð búvöru kominnar til vinnslustöðvar eða annars móttakanda, t. d. er miðað við mjólkurverð til framleiðenda \ið stöðvarvegg. Að þvi er varðar áætlun um afurðamagn er byggt á skýrslum Fram- leiðsluráðs svo langt sem þær ná, en þær taka t. d. aðeins til magns innveginnar mjólkur og slátrunar sauðfjár í sláturhúsum. Mjólkur- magn umfram það, sem fer í mjólkurbú, er i fyrsta lagi heimaneyzla framleiðenda, en sú viðbót er áætluð með tilliti til fjölda neytenda í sveitum. Um mjólk selda utan mjólkurbúa hefur Framleiðsluráð sér- stakar skýrslur vegna niðurgreiðslna. Fóðurmjólk er áætluð samkvæmt framtölum bænda. Nautgripakjöt er áætlað eftir upplýsingum um fram komnar húðir, og er þar reiknað með ákveðnum hlutföllum milli húðþyngdar og kjötmagns. Þessi hlutföll eru ekki reiknuð á öruggum grunni. Slátur- og mörmagn er áætlað 4 kg á slátraðan grip. Meginhluti sauðfjárafurða kemur fram i skýrslum Framleiðsluráðs um slátrun i sláturhúsum. Þar við bætist heimaslátrun, sem er áætluð samkvæmt tölum um fram komnar gærur umfram þær, sem til falla í sláturhúsum. Slátur og mör reiknast 2 kg á slátraða kind. Ullarmagn er áætlað 1,7 kg á kind á fóðrum í ársbyrjun. Magn hrossakjöts er áætlað samkvæmt upplýsingum um fram komnar hrosshúðir frá aðilum, sem fá þær til sölumeðferðar. Eggja- magn er áætlað með liliðsjón af gögnum frá stærstu framleiðendum, og einnig er stuðzt við upplýsingar frá innflytjendum hænsnafóðurs. Magn svinakjöts og alifuglakjöts er áætlað í samráði við stærstu fram-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Hagskýrslur um landbúnað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.