Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1972, Side 35
Búnaðarskýrslur 1964—1967
33*
Fjármunamyndun i vélum og tækjum var áætluð af Efnahagsstofn-
uninni, og var þar byggt á innflutningsskýrslum að því er varðar hjóla-
dráttarvélar, en varðandi aðrar vélar og tæki var byggt á tölu um
Velasjóð árin 1964—66, en á innflutningsskýrslum árið 1967. Hér á
eftir er yfirlit um tölu innfluttra véla og tækja hvert áranna 1964—67:
Vélknúin tæki: 1964 1965 1965 1967
Hjóladráttarvélar 664 756 810 467
Dráttarvélaverkfæri:
Plógar 10 5 4 14
Herfi 4 3 9 14
Plógherfi 3 5 4 3
Sláttuvélar 270 350 448 452
Snúningsvélar 117 717 1 023 613
Múgavélar 393 313 310 158
Mykjudreifarar 108 145 147 109
Áburðardreifarar 251 242 361 332
Kartöflusetjarar 38 15 23 7
Kartöfluupptökuvélar 71 8 14 12
Jarðvegstætarar 48 51 50 36
Ávinnsluherfi 140 120 144 160
Ámoksturstæki 537 625 491 191
Heygreipar (vögur) 35 38 68 29
Sláttutætarar 29 41 24 15
Heykvíslar á ámoksturstæki .... 479 595 494 260
Heybindivélar - 3 7 27
önnur tæki:
Mjaltavélar 211 234 112 54
Heyblásarar 217 296 362 291
Kartöfluflokkunarvélar 23 5 8 3
Færibönd 6 6 5 -
1 áætlun Efnahagsstofnunarinnar um fjármunamyndun í vélum og
tækjum er nokkur fjárhæð vegna innlendrar smíði. Hún er að visu lítil
og skýrslur ófullkomnar um hana. — Allar innfluttar hjóladráttar-
vélar voru taldar vera fjármunamyndun í landbúnaði, þó að vitað sé,
að sumar þeirra fari til notkunar i öðrum atvinnuvegum. Hins vegar
var ekki reiknað með neinum beltadráttarvélum, vörubilum og jeppum
við áætlun fjármunamyndunar í dálki 20 í töflum 24—27, en vitað
er, að slík tæki hafa farið nokkuð til notkunar í landbúnaði. Um það
vantar skýrslur. Ekki mun fjarri lagi að telja, að þessar skekkjur vegi
hvor aðra upp.
Áætlun Efnahagsstofnunarinnar um fjármunamyndun í vélum og
tækjum er fyrir landið í heild. Til þess að sundurgreina eftir sýslum
var farin þessi leið: tJr úrtaki skattframtala bænda voru lagðar saman
tölur um vélakaup bænda á hverju landssvæði (sem eru raunar of-
reiknuð vegna þess að þegar bóndi selur bónda er ekki um að ræða
fjármunamyndun i landbúnaði, en við það er látið sitja). Þessar tölur
voru margfaldaðar með tölu ærgilda alls á landssvæðinu samkvæmt
3