Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1972, Qupperneq 29
Búnaðarskýrslur 1964—1967
27
leiðendur. Við áætlun kartöflumagns er miðað við ákveðna ársneyzlu
á íbúa. Síðan er innflutt kartöflumagn fram að næstu uppskeru dregið
frá heildarneyzlunni, og mismunurinn er talinn innlend framleiðsla.
Magn af rófum og öðrum garðjurtum, tómötum og gúrkum er áætlað
í samráði við Sölufélag garðyi’kjumanna. Verðmæti blóma og „annarra
gróðurhúsaafurða“ er áætlað lauslega á grundvelli tiltækra upplýsinga.
11. Tilkostnaður við landbúnaðarframleiðslu 1964—67.
Cost of agricultural production 1964—67.
Tafla 17 (bls. 48) sýnir tilkostnað við landbúnaðarframleiðslu hvert
ár 1964—67 eftir landssvæðum, en samsvarandi tekjuhlið er í töflu
lö. Tilkostnaður annai en kaupgreiðsla er í dálkum 1—20 í töflunni,
en kaupgreiðslur í dálkum 21-—23. Auk þess eru í þessari töflu (dálk-
um 24—27) upplýsingar um launatekjur bænda, eiginkvenna þeirra og
barna yngri en 16 ára. Hér er um að ræða launatekjur utan bús.
Þessi tafla er, eins og tafla 15, byggð á hinu sérstaka úrtaki fram-
tala 8. hvers bónda. Reiknuð var samanlögð ærgildatala bústofns úr-
taksins á hverju landssvæði (ærgildatala í ársbyrjun -j- ærgildatala
í árslok og deilt með 2) og henni deilt i samanlagða ærgildatölu alls
bústofns á svæðinu. Það hlutfall, sem þar fékkst, var í flestum til-
vikum nolað til að margfalda með kostnaðarliði samkvæmt úrtakinu,
til þess að fá fram heildartilkostnað á hverju svæði. Annar háttur var
þó hafður á að því er varðar þessa kostnaðarliði: Keyptur flutningur
á mjólk (dálkur 12), heimafengin mjólk og keypt undanrenna (dálkur
7), livort tveggja til fóðurs, var fært upp samkvæmt hlutfalli kúa alls
(i ársbyrjun -f- í árslok deilt með 2) á svæðinu og kúa í úrtaki svæðis-
ins.
Að því er varðar kaupgreiðslur i dálkum 21—23 þá voru tölur
úrtaksins færðar upp eftir hlutfalli milli heildartölu bænda á hverju
svæði og tölu þeirra í úrtakinu. Launatekjur bænda og fjölskyldumeð-
lima þeirra samkvæml úrtakinu voru færðar upp á hliðstæðan hátt.
12. Tekjur bænda og annarra við landbúnað. Skuldir bænda 1967.
Income of farmers and others emploged in agriculture.
Farmers’ debts 1967.
f upphafi 3. kafla þessa inngangs er gerð grein fyrir hinni almennu
flokkun framteljenda til starfsstéttar, sem skattstofur framkvæma ár-
lega fyrir Hagstofuna samkvæmt reglum settum af henni. Hefur þetta
verið gert frá og með tekjuárinu 1962. Ef framteljandi tilheyrir fleiri
en einni starfsstétt samkvæmt tekjuframtali, þá ákvarðast þessi flokkun