Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1972, Blaðsíða 30
28*
Búnaðarskýrslur 1964—1967
hans til starfsstéttar af því, frá hvaða starfsgrein eða hvers eðlis hæsta
tekjufjárhæðin er. Merking þessi á framtöl tekur aðeins til einstak-
linga — þar með til einstaklinga, sem eru aðilar að félagsbúi — en hún
tekur ekki til almennra sameignarfélaga, hlutafélaga o. s. frv.
Flokkurinn „Iandbúnaður“ í atvinnuvegaflokkun Hagstofunnar, sem
hér er um að ræða, tekur að sjálfsögðu ekki aðeins til almenns bú-
rekstrar, heldur einnig til alifuglabúa, svínabúa, loðdýrabúa, garðyrkju-
búa, gróðurhúsa, kornræktabúa o. fl., sjá dálka 1—7 í töflu 3 á bls. 6.
Þessi efniviður til skýrslugerðar, sem skattyfirvöld láta í té, hefur
legið fyrir frá og með tekjuárinu 1962, og hafa niðurstöður verið
birtar i Hagtíðindum. Hér er um að ræða árlegar töflur, er sýna meðal-
tekjur hverrar starfsstéttar samkvæmt þeim flokkunarreglum, sem um
þetta gilda. Meðaltekjur bænda (þar með bústjóra og annarra við land-
búnað) koma þar fram í heild og að nokkru leyti eftir byggðarstigi
(fjór-skipt flokkun), en ekki eftir sýslum. Því hafa, frá og með tekju-
árinu 1965, verið gerðar sérstakar skýrslur um meðaltekjur bænda
eftir sýslum, og eru þær birtar í töflum 19 og 20 (bls. 52—53) fyrir
hvert áranna 1965—67. Þar koma fram meðaltekjur kvæntra bænda
annars vegar og ókvæntra hins vegar.
Um meðaltekjur bænda 1965—67 samkvæmt töflum 19 og 20 er það
að segja að öðru leyti, 1) að þær taka ekki til bænda í landi kaup-
staða, 2) að þær taka til aðila að félagsbúi 1965, en ekki 1966 og 1967,
3) að þær taka aðeins til bænda, sem eru á aldursbilinu 25—66 ára á
viðkomandi tekjuári. Hið síðast talda stafar af því, að þessar meðal-
tekjutölur hafa verið notaðar til samanburðar við niðurstöður úrtaksat-
hugana á tekjum kvæntra launþega á aldursbjlinu 25—66 ára. —
Meðaltekjutölur í töflum 19 og 20 eiga að vera sambærilegar frá ári
til árs, að öðru leyti en þvi að 1965 voru ekki hafðir með framteljendur,
merktir sem bændur, en með minni bústofn en 80 ærgildi eða jafn-
gildi þess í öðrum búgreinum. Þetta breytir ekki miklu, en er þó
sennilega orsök þess, að samkvæmt töflunni fjölgar ókvæntum bænd-
um á þessu aldursbili frá 1965 til 1966. Það hefði ekki orðið, ef taflan
hefði verið eins unnin bæði árin, sbr. að ókvæntum bændum fækkar
frá 1966 til 1967. — Rétt er að taka það fram, að bændur, sem eru
einyrkjar (sjá hér á eftir), eru í töflum 19 og 20 jafnt og bændur,
sem eru vinnuveitendur.
í töflu 21 eru meðaltekjur einstaklinga, er flokkaðir voru til land-
búnaðar með merkingu skattyfirvalda hvert tekjuár 1962—1967. Upp-
lýsingar þessarar töflu hafa verið birtar í Hagtíðindum ásamt með
hliðstæðum upplýsingum um aðrar starfsstéttir. Flokkun eftir vinnu-
stétt er hér hin sama og er í töflu 2 á bls. 4, sjá neðst á þeirri síðu:
..2— Búrekstur". — Tölur töflu 21 hafa takmarkað raunhæft gildi
og verður því að nota þær með varfærni. Ástæðan er sú, að bak við hvert
tekjumeðaltal eru sundurleitir hópar að því er varðar tekjuhæð, aldur