Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1972, Síða 17

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1972, Síða 17
Búnaðarskýrslur 1964—1967 15* blómaframleiðslu til sölu 1964—67, samkvæmt upplýsingum Sölufélags garðyrkjumanna, og tafla 13 (bls. 41) sýnir flatarmál gróðurhúsa og tölu gróðrarstöðva 1967, samkvæmt skýrslum ráðunauta Búnaðar- félags íslands. Tilhögun á framtali heijfengs til skattyfirvalda var frá og með rekstrarárinu 1964 breytt á þann veg, að hey skyldi nú talið í rúm- metrum heystæðu í stað hesta (100 kg) áður. Var sami háttur hafður á árinu 1965—67 í skýrslum forðagæzlumanna og verður svo fram- vegis. Skýrslur um heymagn urðu fyrst eftir breytinguna gallaðar, á tvennan hátt sérstaklega: 1) Úthey var sums staðar ekki talið sér, heldur með þurrkaðri töðu. 2) Framtal á heyi vantaði víðar en verið hafði. Þetta hvort tveggja olli því, að framtal á útheyi var miklu minna en undanfarin ár, og er lítið mark á því takandi. í viðkomandi töflum eru tölur um úthey sérstaklega einungis fyrir árið 1967. í febrúar- blaði Hagtíðinda 1966 eru tölur um útheysfeng 1964. Þar sem framtal á heyi vantaði árið 1964, var það áætlað eftir stærð bústofns og með hliðsjón af framtali næsta árs á undan, þó þannig að allur áætlaður heyfengur hefur verið færður sem þurrkuð taða. Hliðstæð áætlun hefur einnig verið gerð fyrir einstök sveitarfélög hin árin. Að lokinni samlagningu heyfengs 1964 var heyið allt, eins og það var talið i rúmmetrum, umreiknað í hestburði. Var þar hver rúmmetri af þurrkaðri töðu í heystæðu látinn jafngilda 1,25 heyhesti, en hver rúmmetri í votheyi 1,67 heyhesti. Hver rúmmetri útheys í heystæðu var reiknaður einn heyhestur. Niðurstöðurnar eru hirtar í febrúarblaði Hagtíðinda 1966. Þrátt fyrir þessa bregtingu á framtali hegja, virðist lieildartala heymagnsins 1964 koma vel heim við heildartölur fyrri ára. Slíkur umreikningur á rúmmetrum heyfengs í hestburði hefur ekki verið gerður eftir 1964. í fyrirmælum Búnaðarfélagsins um útfyllingu forðagæzluskýrslna 1965—67 segir m. a.: „Gert er ráð fyrir, að heima- fengið fóður sé mælt og skýrslufært sem m3. Skoðunarmaður metur forðann til fóðureininga. Sem leiðarvísi í því efni má hafa eftirfarandi tölur: Kg í m3 Fóður- Kg í m3 Fóður- af heyi ein. í m3 af heyi cin. í m3 Góð taða, súgþurrkuð . 95—120 50—60 Vel verkað úthey .... ... 75— 95 25— 40 Ornuð taða 110—130 50—60 Votverkuð taða .. 650—850 100—130 Hrakin, stórgerð taða . . 80—100 30-40 Bygghálmur 80—100 30— 35 Vel verkuð stör 80—110 35—50 Graskögglar og grasmjöl 100 kg = 65 F. E.” Hrakin stör 80—100 25—35 Um þessar tölur er óhætt að segja, að þær hvíla á ótraustum grunni, þó að þær byggi sumar á nokkrum mælingum. Enn óvissara er þó, hvernig heyfengur hefur verið mældur í hestburðum fram að 1964. Ætla má, að menn hafi síðustu áratugina, þegar hætt var að binda hey, mælt heystæðuna og umreiknað rúmmál hennar í hestburði, en engin könnun hefur verið gerð á því, hvernig þessu var háttað eftir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Hagskýrslur um landbúnað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.