Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1972, Page 22
20
Búnaðarskýrslur 1964—1967
1946 .... ... 62 547 1958 .... ... 93 903
1947 .... ... 65 748 1959 .... ... 93 714
1948 . ... ... 65 103 1960 .... ... 97 672
1949 .... ... 68 402 1961 .... ... 103 891
1950 .... ... 71 890 1962 .... ... 109 132
1951 .... ... 73 046 1963 .... ... 114 345
1954 .... ... 80 942 1964 .... ... 121 327
1955 .... ... 81 384 1965 .... ... 121468
1956 .... ... 85 896 1966 .... ... 121 546
1957 .... ... 92 710 1967 .... ... 118 226
Sérstök athygli er vakin á þvi, að tafla 16 (bls. 46), með magni og
verðmæti landbúnaðarframleiðslunnar hvert ár 1964—67 án umdæma-
skiptingar, er að ýmsu leyti byggð á öðrum heimildum en tafla 15, eins
og vikið verður að siðar í þessum inngangi. Ber niðurstöðum i þessum
tveimur töflum því ekki saman.
Tölur um sláturfé 1964—67 í töflu 15 samkvæmt áætlun Hag-
stofunnar á grundvelli úrtaksframtala eru hér á eftir bornar saman
við tölur Framleiðsluráðs landbúnaðarins um slátrun i sláturhúsum
og hjá öðrum sláturleyfishöfum, en þær eru birtar árlega í Árbók land-
búnaðarins:
Slátrun lamba: 1964 1965 1966 1967
Samkvæmt skýrslu sláturhúsa . .. 647 830 720 228 768 230 783 567
Samkvæmt úrtaksáætlun 646 686 649 593 732 860 780 176
Slátrun fullorðins fjár:
Samkvæmt skýrslum sláturhúsa .. 38 934 54 277 71 488 76 224
Samkvæmt úrtaksáætlun 64 515 88 594 103 504 90 716
Áætlun Hagstofunnar tekur einnig til heimaslátrunar, en þar er
aðallega um að ræða fullorðið fé. Kemur því ekki á óvart, að tölur
Hagstofunnar um slátrun fullorðins fjár eru hærri en tölur Fram-
leiðsluráðs. Að þvi er varðar slátrun lamba er lítill munur á niður-
stöðum Hagstofu og skýrslum Framleiðsluráðs 1964 og 1967, en all-
mikill munur 1965 og 1966. Óljóst er, hvað veldur þessum mun, en
telja verður skýrslur sláturhúsa til Framleiðsluráðs betri heimild en
áætlun Hagstofunnar, sem byggð er á úrtaki skattframtala.
7. Mjólkuriðnaður og slátrun búfjár 1964—67.
Milk processing and slaughtering of livestock 1964—67.
í febrúar 1964 tók til starfa mjólkurbú í Grundarfirði. Mjólkurfram-
leiðendur við það höfðu ekki áður lagt mjólk inn í mjólkurbú. í marz
sama ár hófst starfræksla mjólkurbús í Búðardal, og hættu þá bændur
í Dalasýslu og í Austur-Barðastrandarsýslu að senda mjólk i Borgar-