Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1972, Page 25
Búnaðarskýrslur 1964—1967
23*
hlunnandatekjur samkvæmt dálki 22 í töflu 15 breytast tiltölulega
lítið 1964—67 og jafnvel fara lækkandi er ekki fjarri lagi að álykta,
að vaxandi tekjur af laxveiðiréttindum á þessum árum komi lítt eða
ekki fram í þessum tölum. Að því er varðar verulega lækkun hlunn-
indatekna frá 1966 til 1967 getur hún stafað af því, að selveiði og
grásleppuveiði dróst verulega saman 1967, sbr. stórlækkað verðmæti
útfluttra selskinna og grásleppuhrogna á því ári.
Eftirfarandi áætlun um laxveiði 1964—67 eftir landssvæðum fékk
Hagstofan frá veiðimálastjóra. Hér er um að ræða áætlað magn og
verðmæti veiddra laxa í net og stöng, sem er allt annað en tekjur af
laxveiðiréttindum:
1964 1965 1966 1967
1 000 kg 1 000 kr. 1 000 kg 1 000 kr. 1 000 kg 1 000 kr. 1 000 kg 1 000 kr.
Rcykjanessvæði .. 8 541 8 607 11 896 12 920
Vesturland 48 3 346 51 3 950 39 3 348 49 3 694
Vestfirðir 3 195 3 208 2 159 2 153
Norðurland vestra 27 1 907 21 1 646 14 1 168 14 1 052
Norðurland eystra 11 761 8 640 7 569 11 843
Austurland 4 301 3 205 3 267 2 164
Suðurland 34 2 372 37 2 878 30 2 539 53 3 968
Samtals 135 9 423 131 10 134 106 8 946 143 10 794
Um önnur hlunnindi er lítið vitað. Þó koma flest selskinn til skila
i útflutningsskýrslum Hagstofunnar. Tala útfluttra selskinna var sem
hér segir árin 1964—67:
1964 ....... 6 002 1966 ........ 6 599
1965 ....... 6 503 1967 ........ 5 674
Selskinn eru yfirleitt flutt út sama ár og selurinn er veiddur.
9. Bú 1967 eftir stærð o. fl. Aldur bænda 1967.
Farm holdings 1967 bg size etc. Farmers’ age 1967.
Tafla 10 (bls. 38) sýnir skiptingu búa eftir tölu kúa annars vegar
og sauðfjár hins vegar á hausti 1967, eftir sýslum og kaupstöðum.
Þá er í töflu 11 (bls. 40) sýnd skipting búa 1967 eftir stærð miðað við
samanlagða ærgildatölu kúa og sauðfjár, og einnig eftir sýslum og kaup-
stöðum. Að þvi er varðar hugtökin bú og ærgildi vísast til 1. kafla
þessa inngangs.
I eftirfarandi yfirliti er sýnt, livernig hin 5 126 bú á landinu (sbr.
10. dálk í töflu 1) skiptast eftir stærð miðað við samtengda kúa- og
sauðfjáreign: