Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1963, Blaðsíða 40
38*
Mannfjöldaskýrslur 1951—60
þessarar athugunar er sú, að skilyrði til þess, að dánarmein verði rétt tilgreind í
dánarvottorði hafa batnað til muna á umræddu tímabili.
Töflur um dánarorsakir Mannfjöldaskýrslna 1941—50 voru byggðar á alþjóð-
legri dánarmeinaskrá frá 1938. Er á bls. 36*—37* í Mannfjöldaskýrslum 1941—50
gerð grein fyrir þeirri skrá og vísast til þess. Árið 1948 gaf Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unin út nýja dánarmeinaskrá, sem er meira sundurliðuð en skráin frá 1938 og
allfrábrugðin henni að öðru leyti. Um leið var gerð veruleg breyting á reglunum
um,bvernig dánarmein skub ákvarðað, þegar um samverkandi sjúkdóma eraðræða.
Skrifstofa Landlæknis gaf skrá þessa út 1952: Mannslátabók II. Er þar um að
ræða þýðingu á hinum löggilta enska texta og fylgir latnesk þýðing sjúkdóms-
heita, sem tekin er eftir binni sænsku útgáfu skrárinnar. Að hálfu Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar var gert ráð fyrir, að þátttökuríki tækju nýju skrána í notkun
1. janúar 1951, og mun sú hafa orðið raunin víðast hvar.
Hin alþjóðlega skrá er fyrst og fremst skrá til flokkunar sjúkdóma í opin-
berum skýrslum um dánarorsakir og beilsufar. Er um að ræða 3ja tölustafa aðal-
skrá (Detailed List — skrá hin gersta), með eða án undirflokkunar fjórða tölu-
stafs. Þá er næst samdráttarskrá 150 flokka, svo nefnd miðskrá (Intermediate
List), og loks enn meir saman dregin skrá 50 flokka (Abbreviated List). í alþjóða-
samþykktinni um dánarmeinaskrá 1948 er gert ráð fyrir, að hvert ríki birti dánar-
orsakaskýrslur fyrir landið í heild í samræmi við lengstu skrána, eða ef því verður
ekki við komið, í samræmi við miðskrána, en skýrslur fyrir einstaka hluta og borgir
lands séu birtar í samræmi við miðskrána eða 50 flokka skrána. Ymis önnur ákvæði
eru í alþjóðasamþykkt þessari varðandi birtingu og tilhögun dánarorsakaskýrslna.
Alþjóðlega skráin 1948 var gefin út aftur lítið eitt breytt 1955, og er bún nú
kennd við það ár. Var þar aðallega um að ræða viðbót allmargra nýrra 4ra tölu-
stafa bða, auk ýmissa minni háttar lagfæringa. Hins vegar bélzt þriggja tölustafa
flokkunin svo að segja óbreytt. Breytingarnar, er gerðar voru 1955, skyldu koma
til framkvæmda 1. janúar 1958.
Dánarorsakaskýrslur Hagstofunnar voru frá og með 1. janúar 1951 gerðar á
grundvelb alþjóðlegrar skrár 1948, og frá 1. janúar 1958 eru þær gerðar á grund-
vebi alþjóðlegrar skrár 1955. Er samið yfirbt um dánarorsakir bvers árs á grund-
vebi 4ra tölustafa skrárinnar (Detailed List með undirflokkun 4. tölustafs), en sú
skýrsla er ekki birt, enda er hún mjög umfangsmikil. Sérstakar skýrslur eru gerðar
árlega á þar til gerðum eyðublöðum fyrir viðkomandi alþjóðastofnanir, og er þar
fubnægt alþjóðlegum skuldbindingum íslands í þessu sambandi. Það kemur varla
að sök, að bin árlega 4ra tölustafa dánarorsakaskýrsla er ekki birt, þar sem Hag-
stofan lætur hverjum sem er upplýsingar í té úr henni, og þeir, sem þurfa að nota
bana mikið, geta sjálfir fengið að taka úr henni upplýsingar. En nú eru birtar í
þessu hefti dánarorsakaskýrslur fyxir 10 ára tímabflið 1951—60. Aðalupplýsing-
arnar eru í töflu 29: dánarorsakir eftir kyni og aldursflokkum 1951—60 í einu
lagi, og eftir kyni og einstökum árum 1951—60. Dánarorsakaflokkunin er bér
samkvæmt 3ja tölustafa aðalskránni, þótt fyrir bggi flokkun eftir 4ra stafa skránni,
enda mundi vera of umfangsmikið að birta dánarorsakir samkvæmt benni og ekki
er heldur gert ráð fyrir því í alþjóðasamþykktinni. Þess skal getið, að í töflu 29
eru aðeins tflgreind þau dánarmein, sem valdið hafa mannsláti á áratugnum 1951—
60. í dánarmeinaskránni sjálfri eru aUs 801 3ja stafa númer, þar af 189 svo nefnd
N-númer, þ. e. númer tU afleiðingaflokkunar slysfara, eitrunar og áverka. En að
meðtöldum 4ra stafa númerunum er tala virkra númera aUs um 1 465.
í fyrirsögnum dánarorsakataflna aftast í þessu hefti er aUs staðar vísað til