Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1963, Blaðsíða 16
14*
Mannfjöldaskýrslur 1951—60
Hreppar (frh.): 400— 499 íbúar 500— 999 „ 1000—1999 1940 21 23 4 1950 13 22 1 1960 12 22 4
210 216 215
Kaupstaðir:
500— 999 íbúar 1 2 2
1000—1999 1 3 3
2000—4999 4 5 5
5000—9999 „ 1 2 3
10000 og fleiri íbúar 1 1 1
8 13 14
Sveitarfélög alls .................. 218 229 229
Af þeim 38 hreppum, sem eru með 400 íbúa eða fleiri, eru aðeins 6, sem ekki
eru með þéttbýli yfir 300 manns innan sinna marka. Tveir þeirra, Rangárvalla-
hreppur og Ölfushreppur, eru þegar með allstór þorp (Hella og Þorlákshöfn). Sá
þriðji, Mosfellshreppur, er með miklu þéttbýli, sem þó er aðeins að litlu leyti tahð
enn sem slíkt (Álafoss). Hinn fjórði, Gerðahreppur, er nánast allur eitt þéttbýli,
þótt hann sé ekki enn tahnn til bæja. Af áður nefndum 6 stórum hreppum eru
þannig aðeins tveir raunverulegir dreifbýhshreppar, þ. e. Hrunamannahreppur
(431 íbúar 1960) og Biskupstungnahreppur (468 íbúar 1960), báðir í Árnessýslu.
í töflu 2 (bls. 8—9) er mannfjöldinn sýndur eftir kaupstöðum og sýslum og
eftir kynferði. Árið 1952 var skipting íbúa eftir kyni aðeins gerð í Reykjavík.
Reyndust þá karlar þar vera 28 299, en konur 30 462. Tölur karla og kvenna í
töflunni fyrir þetta ár eru áætlaðar. þar sem þær eru til fyrir öll hin árin.
Á áratugnum 1951—60 hefur hlutfallið á milli kynja breytzt svo (1950 haust,
1960 1. des.):
1950 1960 Lækkun O/ /o
Allt landið 997 979 1,8
Rcykjavík 1 079 1 052 2,5
Aðrir kaupstaðir 1 000 986 1,4
Sýslur 921 890 3,4
Samkvæmt þessu er hin hlutfallslega fækkun kvenna furðulega jöfn, þegar
litið er á einstök þéttbýhssvæði.
í Reykjavík eru enn allmiklu fleiri konur en karlar, í kaupstöðunum nokkur
jöfnuður, þótt karlar séu þar fleiri, en í sýslum eru karlar í miklum meiri hluta.
í töflu 4 (bls. 12—13) er mannfjöldanum skipt eftir læknishéruðum. Árið 1955
varð gagngerð breyting á mörkum læknisliéraða, svo að þau fylgja nú mörkum
sveitarfélaga. Þó er enn eftir eitt sveitarfélag, Fáskrúðsfjarðarhreppur, sem er í
tveimur læknishéruðum. Hin nýju lög um skipun læknishéraða öðluðust gildi 1.
janúar 1956 og verður því, samkvæmt töflunni, talsverð breyting á mannfjölda
ýmissa læknishéraða frá 1955 til 1956 af landfræðilegum ástæðum einum, en ekki
vegna þess að fólk liafi flutzt til. Árið 1950 voru læknishéruðin alls 52, en 1960 57.
Höfðu 6 bætzt við, en eitt var lagt niður (Hesteyrarhérað). Eftir stærð skiptast
þau þannig (1940 og 1950 haust, 1960 1. des.):