Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1963, Blaðsíða 26
24*
Mannfjöldaskýrslur 1951—60
3. Skilgetin og óskilgetin börn.
Legitimate and illegitimate births.
Skilgetin teljast öll börn, sem gift kona fæðir, eins þótt hún giftist ekki fyrr
en á þeim degi, er fæðing á sér stað, enda sé maður hennar nefndur faðir barnsins.
Enn fremur eru börn ekkna og fráskilinna kvenna skilgetin, ef þau eru getin í
hjónabandi. Öll önnur börn eru talin óskilgetin.
Hlutdeild óskilgetinna hfandi og andvana fæddra barna í heildartölu fæddra
hefur verið sem hér segir:
1916- -20 13,1% 1941—45 24,9%
1921- -25 13,5 „ 1946—50 26,2 „
1926- -30 14,5 „ 1951—55 26,6 „
1931- -35 18,6 „ 1956—60 25,3 „
1936—40 23,2 „
Síðan skýrslusöfnun hófst um þetta atriði, hefur þetta hlutfall orðið lægst
árið 1919, 11,1%. Á árunum 1876—85 var það 20,2%.
Því miður liggja ekki fyrir upplýsingar um, hve mörg óskilgetin börn verða
síðar hjónabandsbörn við giftingu foreldra, en sá hluti er allstór. Jafnframt væri
æskilegt að vita, hve stór hluti óskilgetinna barna tilheyri fjölskyldum með for-
eldrum í óvígðri sambúð. Allmiklir örðugleikar eru á að afla haldgóðra gagna um
þessi efni.
Hlutdeild hfandi fæddra óskilgetinna barna í heildartölu lifandi fæddra hefur
verið sem hér segir, í hundraðshlutum:
1941—45
1946—50
1951—55
1956—60
Reykjavík Utan Reykjav. Allt landið
23,3 25,5 24,7
25,0 27,2 26,3
24,3 28,3 26,7
23,7 26,3 25,2
4. Heimili og fæðingarstaður fæddra.
Residence and birth place.
í töflu 13 (á bls. 22—23) eru fæddir taldir eftir lögheimih móður og fæðing-
arstað.
Merkjanlegur munur er á fæðingarhlutföllum eftir því, hvar heimihð er, í
Reykjavík, kaupstað eða sýslu. Hér á eftir er sýnt, hve mörg lifandi fædd börn
komu árlega að meðaltah á hverja 1 000 íbúa miðað við meðalmannfjölda á hverju
þéttbýlissvæði:
Reykjavík ki^staðir Sýslur Allt landið
1941—45 ...................... 27,7 28,7 21,1 24,7
1946—50 ...................... 30,3 29,7 24,2 27,6
1951—55 ...................... 28,9 29,2 26,1 28,0
1956—60 ...................... 27,5 30,8 26,7 28,2
Hið lága fæðingarlilutfall sýslnanna stafar af því, að í sveitunum er tiltölu-
lega færra kvenfólk, auk þess sem aldursflokkar kvenna á barneignaraldri eru þar
fámennari en í Reykjavík og kaupstöðum. — Ekki er ósennilegt, að hækkun hlut-
fallsins í sýslum úr 24,2% í 26,1% frá 1946—50 til 1951—55 stafi af því einu, að
ekki hafi á báðum tímabilunum verið fylgt sömu reglu um staðsetningu mæðra
hvað snertir lögheimih. Á fyrra tímabihnu hafa allmargar mæður, sem samkvæmt