Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1963, Blaðsíða 41
Mannfjöldaskýrslur 1951—60
39*
dánarmeinaskrár 1955, þótt sú skrá hafi fyrst koniið til framkvæmda við gerð
dánarorsakaskýrslna 1. janúar 1958. Skýringin á þessu er sú, að hinar hirtu dánar-
orsakatöflur fara aldrei dýpra í sundurgreiningu en til 3. tölustafs, en breyting-
arnar, sem gerðar voru á alþjóðlegu skránni 1955, röskuðu ekki svo neinu næmi
skránni á því stigi, heldur aðeins á stigi 4. tölustafs. Má af þeim sökum og einnig
af öðrum ástæðum ganga út frá því sem vísu, að flokkun dánarorsaka hefði ekki
orðið önnur, þótt frá byrjun áratugsins hefði verið farið eftir skránni frá 1955.
Ymis atvik gera það að verkum, að samanburður dánarorsaka 1951—60 við
dánarorsakir á fyrri tímaskeiðum er vandkvæðum bundinn og raunar mjög vara-
samur. Þetta stafar í fyrsta lagi af hinni nýju fiokkun dánarmeina frá 1951 og
nýjum reglum um, hvað skuh skráð sem dánarmein, þegar um samverkandi sjúk-
dóma er að ræða. Fyrr nefnda atriðinu fylgir mikil breyting á töflum frá því, sem
var í Mannfjöldaskýrslum 1941—50 og fyrr. í öðru lagi má nefna, að dánarvottorð
hafa meir og meir komið í stað upplýsinga presta um dánarmein, og frá og með
1951 eru raunar gefin út dánarvottorð um öll mannslát, svo framarlega sem lík
er fyrir hendi. Þá er og um að ræða vaxandi nákvæmni við samningu dánarvottorða,
þar eð læknir kemur nú orðið oftast við sögu bæði fyrir og eftir andlát og krufn-
ingar eru orðnar algengari, svo og vegna þess að læknavísindum og þekkingu
lækna hefur fleygt mjög fram. í sömu átt verkar mikil fjölgun lækna og það, að
vaxandi hluti mannsláta verður á sjúkrahúsum og á elliheimilum, þar sem góð
skilyrði eru til að komast að raun um dánarmein í hverju einstöku tilviki. Af öll-
um þessum ástæðum er ekki talið svara kostnaði að birta hér í þessum inngangi
yfirht, þar sem dánarorsakir 1951-—60 eru bornar saman við dánarorsakir fyrri ára.
Rétt er að taka það fram, að til þess að auðvelda samanburð milli dánarmeina-
skýrslna fyrr og nú gaf Alþjóðaheilhrigðisstofnunin árið 1952 út hækhng, þar sem
sýnt er sambandið milli dánarmeinaskrár 1948 og eldri skrárinnar. Bækhngur þessi
er til á Hagstofunni („Comparability of statistics of causes of death according to
the fifth and sixth revisions of the International List“).
Yíða í dánarmeinaskránni eru númer fyrir ónákvæmlega eða illa skýrgreindar
dánarorsakir. Þekkjast þau á orðum eins og „Aðrir sjúkdómar“, ,, . . . ekki nánar
greint“, ,, . . . án þess að getið sé . . . “. Og í nr. 790—795 er sérstakt númer fyrir
iha skýrgreinda sjúkdóma, sem mynda flokk út af fyrir sig, B45, í stytztu skránni
(50 flokka skrá). Árin 1951—55 komu 4,8% af heildartölu mannsláta í flokk B45,
en 1956—60 ekki nema 3,3%. Sýnir þetta vaxandi nákvæmni í flokkun, sem kann
að stafa af því a. m. k. að einhverju leyti, að á fyrra tímabihnu voru z/6 lilutar
allra mannsláta í stofnunum, en 3/6 á síðara tímabihnu. Jafnframt er þetta árétt-
ing um, að varúðar er þörf við allan samanburð dánarorsaka milli tímabila, því
að hér er um að ræða sömu flokkun á báðum tímabilum.
í 5. yfirhti eru sýnd dánarmein 1951—55 og 1956—60 eftir stytztu skránni
nokkuð samandreginni, annars vegar í beinum tölum og hins vegar hlutfahstölur
miðað við alla dána og miðað við íbúatölu (á 100 000 íbúa). Sjúkdómar í lijarta
og blóðrásarsjúkdómar eru nú orðnir algengasta dánarmeinið, en í 5. yfirliti taka
þeir yfir nokkra flokka og er því krabbamein (B18) með hæstu tölu í því. Fimmti
hver maður, sem lézt á árunum 1956—60, dó úr krabbameini og 141 látinn maður
af hverjum 100 000 íbúum. Næsthæsti flokkur yíirhtsins er B26, kölkunar- og
hrörnunarsjúkdómar hjarta, með 19% af mannslátum og 135 látna af hverjum
100 000 íbúum. Þriðja algengasta dánarmeinið er æðabilim, er sakar miðtauga-
kerfi, með 14% af mannslátunum og 99 látna af hverjum 100 000 íbúum. Þar næst
koma slysfarir, með 7,7% af mannslátunum og 54 látna af hverjum 100 000 íbúum.