Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2010, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 4. janúar 2010 FRÉTTIR „Ég ætla að taka þátt í væntanlegri byltingu. Það er byltingin sem á að færa þjóðinni auðlindirnar á ný. Það þarf að snúa við þeirri þróun að Ís- land verði nýtt Afríku- eða Suður- Ameríkuríki þar sem fólk hungrar af því að peningunum og auðlindun- um er ekki rétt skipt,“ segir séra Karl V. Matthíasson, fyrrverandi alþing- ismaður Samfylkingarinnar, sem starfar núna á sviði áfengis- og fíkni- mála hjá Þjóðkirkjunni, með aðsetur í Guðríðarkirkju í Grafarholti. Hann hefur lengi gagnrýnt íslenska sjávar- útvegskerfið, auðsöfnun í samfélag- inu og spillingu. „Á Íslandi eru 20 manns sem reyna að festa í sessi ævarandi eign sína og sinnar fjölskyldu á öllum fiskum sem synda í kringum landið. Þessu verður að bylta. Íslenska þjóð- in á auðlindir lands og sjávar og á að nota þær sjálfri sér til framdráttar og til að hjálpa öðrum þjóðum með fyr- irmynd og gjafmildi.“ Hlegið að kirkjunni Á dögunum ræddi DV við séra Arn- ald Bárðarson, prest í Glerárkirkju á Akureyri, sem ákveðið hefur að flýja land. Hann tekur við sóknarprests- stöðu í Noregi eftir áramót. Arnald- ur segist ekki ætla að búa á Íslandi í bráð, nema hér verði siðvæðing. Verstu samfélagsmeinin séu flokka- drættirnir og spillingin sem jafnvel fyrirfinnist hjá Þjóðkirkjunni. Séra Karl tekur undir orð Arnald- ar. Kirkjan þurfi nú á sjálfsskoðun að halda rétt eins og allar stofnan- ir landsins. „Kirkjan verður alltaf að vera gagnrýnin á sjálfa sig. Þar sem mannfólk er á ferð er alltaf hætta á spillingu. Í góðærinu hefði átt að heyrast meira í prestum gegn græð- ginni og spillingunni.“ Karl segir að ekki hafi verið hlust- að á kirkjuna. „Ef fólk hefði hlustað á biskupinn þegar hann gekk fram fyr- ir skjöldu gegn ofsanum í auðmönn- um, græðginni og fátækt í landinu þá hefðu málin kannski þróast öðruvísi. En það var bara hlegið að kirkjunni. Davíð Oddsson, þáverandi forsæt- isráðherra, sagði að þetta væri bara klisja hjá kirkjunni.“ Fyrsta boðorðið var brotið Séra Karl segir að þjóðin þurfi á sið- bót að halda. Á Íslandi hafi menn brotið fyrsta boðorð Biblíunnar. „Menn lenda í vandræðum þeg- ar þeir brjóta fyrsta boðorðið: „Ég er Drottinn Guð þinn, þú skalt ekki aðra guði hafa.“ Ég er á þeirri skoð- un að margir hafi gert það að höfuð- markmiði að eignast og látið forsjálni lönd og leið. Margir trúðu á Mamm- on þvert á viðvaranir við slíku í hinni helgu bók. Þjóðin þarf siðbót. Marg- ir misstu gjörsamlega stjórn á sér í neyslunni.“ Karl segir þó að nú horfi til betri vegar. Margir hafi áttað sig á raun- verulegum gildum lífsins. „Fólk átt- ar sig á að þó gullið skíni sem aug- að nemur er skin gleðinnar í hjarta mannsins miklu bjartara og verð- mætara. Fólkið fer að taka eftir börn- um sínum og fjölskyldunni og því sem raunverulega skiptir máli.“ Karl V. Matthíasson segir að ekki skipti máli af hvaða sauðahúsi mennirnir séu, þeir hafi allir aðgang að fegurð jarðar. „Þú situr í stól og horfir á sólina og fjöllin á svölunum í blokkinni þinni. Þú sérð það sama og auðkýfingurinn sem býr í rosalega stóru og flottu einbýlishúsi. Hver er munurinn?“ Varaði við hruninu Að mati Karls er staða prestsins oft snúin. „Það er stundum erfitt fyrir presta að tala sterkt og hart, því þá eru þeir vændir um að vera pólitískir. Þeim er ekki leyft það, í staðinn eiga þeir að vera settlegir úti í horni.“ Karl var kosinn á Alþingi árið 1999 fyrir Samfylkinguna. „Ég var einn af þeim sem voru kallaðir afturhalds- kommatittir þegar ég var á þingi og talaði um sjávarútvegsmálin, sam- þjöppun og græðgi. Ég sagði í ræðu- stól Alþingis árið 2002 að þetta hlyti að enda með því að bankarnir færu á hausinn í umræðum um útlánagleði bankanna. Það var hlegið að því og endaði með því að ég datt út af þingi.“ Séra Karl undrast val kjósenda. „Það hefur oft verið talað um van- hæfa ríkisstjórn en stundum held ég að þjóðin sé frekar vanhæf. Ár eftir ár er Sjálfstæðisflokkurinn kosinn. Og núna hefur hann mest fylgi. Samt er þetta sá flokkur er berst mest fyrir óbreyttu sjávarútvegskerfi.“ Spillingarríki Ólíkt starfsbróður sínum, séra Arn- aldi Bárðarsyni, ætlar Karl ekki að flytja úr landi. Segist reyndar hafa áhuga á að dvelja um skamma hríð við nám í útlöndum. Hann vill hjálpa til við uppbyggingu samfélagsins. „Nýtt Ísland þýðir ekki bara að við borgum einhverjar skuldir. Við þurf- um á sjálfsskoðun að halda því hér hefur verið mikil spilling. Vinur minn hringdi um daginn og sagði: „Jæja, Kalli, ég er fluttur af landi brott. Ekki af fjárhagslegum ástæðum. Nei, ég er fluttur af siðferðislegum ástæðum.“ Er Ísland bara eitt allsherjar spilling- arríki? Það hvarflar stundum að mér.“ Karl segir að spillingin ráði för í stóru sem smáu. „Þetta er í ráðn- ingum hjá kirkjunni og alls staðar. Skólastjóri er ráðinn í Reykjavík og það er nánast bókað mál að hann er sjálfstæðismaður. Þegar börn og unglinga vantar vinnu spyrja foreldr- arnir sig gjarnan hvern þau þekki sem geti reddað vinnu.“ Fordyri helvítis Séra Karl vinnur sem fyrr segir á sviði áfengis- og fíknimála. Þar séu ekki síður vandamál. „Blöðin og sjón- varpsstöðvar hvetja fólk til að drekka vín og bjór. Þetta er í mörgum tilvik- um fordyri helvítis. Í starfi mínu reyni ég að hjálpa fólki sem er í ömurlegri fíkniefnaneyslu. Bakkus er hjáguð líkt og Mammon og þeir hafa verið dýrk- aðir hér á landi. Þetta tengist, menn misstu stjórn á sér í neyslunni.“ Séra Karl segir að aldrei megi gleyma kirkjunni. „Orð Guðs varir að eilífu. Kristin kirkja mun alltaf standa.“ Séra Karl V. Matthíasson varaði við bankahruni í ræðu á Alþingi árið 2002. Hann segir að hlegið hafi verið að sér fyrir það og hann hafi í framhaldinu dottið út af þingi. Séra Karl segir Íslendinga lengi hafa dýrkað hjáguðina Bakkus og Mammon, sem kunni aldrei góðri lukku að stýra. Hann ætlar að taka þátt í að bylta íslensku samfélagi sem er gjörspillt að hans mati. PRESTUR BOÐAR BYLTINGU „Menn lenda í vand- ræðum þegar þeir brjóta fyrsta boðorð- ið: „Ég er Drottinn Guð þinn, þú skalt ekki aðra guði hafa.““ HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Hætta á að útlánastofnanir fari á hliðina „Herra forseti. Það er allt of mikil útlánagleði í þessu landi. Hér keyra menn á bílalánum, yfirdrætti og kreditkortum og það á fleygiferð. Ég tel, herra forseti, að því miður sé um samfélagslegt mein að ræða og vil ég auðvitað alls ekki kalla lánastofnanir einar til ábyrgðar. Auðvitað verða lántakendur líka að vera ábyrgir í gerðum sínum og ég vona að annar andi en sá sem ríkt hefur hér á landi taki nú senn við og að flest það fólk sem leiðst hefur í neyslulánagildruna sleppi þaðan með litlum skaða. Það er athyglisvert, herra forseti, að bankarnir skuli geta skilað milljarða hagnaði og það stórlega vaxandi hagnaði á sama tíma og vöxtur vanskila er slíkur sem raun ber vitni. Eru þessi vanskil kannski forsenda alls þessa hagnaðar? Ef svo er hljótum við að velta fyrir okkur hvort ekki sé meira en lítið að í bankakerfinu. Svo virðist sem alvarleg slagsíða sé komin á útlánastofnanirnar. Verði hún öllu meiri er hætta á því að þær fari á hliðina. Sú hætta vex með hverjum þeim lántakanda sem lendir í vanskilum, að ekki sé talað um þá sem verða gjaldþrota. Það er betra að hagnaður bankanna, herra forseti, sé minni ár hvert og vari lengur en að hið gagnstæða gerist.“ Ræða Karls V. Matthíassonar í fyrirspurnatíma á Alþingi 4. september 2002 Hlegið að ræðunni Séra Karl segist hafa varað við bankahruninu en hlegið hafi verið að honum. Hann hafi svo dottið út af þingi. MYND KRISTINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.