Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Page 8
8 | Fréttir 13.–15. maí 2011 Helgarblað
Grásleppudeilur halda áfram á Norðurfirði:
„Gaf honum færi á að taka trossurnar“
„Þessir menn hafa augljóslega aldrei
lagt net áður og höfðu lagt tross-
urnar sínar þvers og kruss yfir net-
in mín og er þá ekki margt annað í
stöðunni þegar þær koma upp hjá
manni, heldur er oftast nær nauð-
syn að skera á báðar trossurnar, jafnt
manns eigin og hins,“ segir sjómað-
urinn Jón Eiríksson um frétt í síðasta
helgarblaði DV um að sjómaðurinn
Ægir Thorarensen hefði uppgötvað
að búið var að vinna skemmdarverk
á trossum sem hann hafði lagt á grá-
sleppuveiðum. Jón er allt annað en
sáttur við frásögn af atburðum. Ægir
var á grásleppuveiðum út af Norður-
firði á dögunum og þegar hann kom
til að vitja netanna voru þau hvergi
sjáanleg. Í ljós kom að búið var að
stinga á belgina og skera á trossurn-
ar báðum megin svo hann þurfti að
slæða netin upp. Þetta atvik olli um-
tali í þessu litla samfélagi á Ströndum
og gagnrýndi heimildamaður DV að
sjómenn gætu ekki einu sinni treyst
á að aðrir væru ekki að skemma fyr-
ir þeim. Sjálfur gerði Ægir lítið úr at-
vikinu í samtali við DV. Sagðist vita
hver hefði verið þarna að verki og
uppnefndi hann „jólasvein“. Hann
sagðist þó ekki nenna að elta ólar við
þann sem var að verki.
Jón sjómaður segir ekki rétt sem
fram kom að Ægir hefði verið á 5
tonna bát heldur á 25 tonna bát sem
skorið hefði verið aftan úr til að kom-
ast undir 15 tonna markið sem leyfi-
legt er á grásleppuveiðum. Hann
segist hafa reynt að vara Ægi við. „Ég
gaf honum færi á að taka trossurnar
ofan af mínum,“ segir hann.
Ægir sagði í samtali við DV að þar
sem hann væri frá Ísafirði en réri út
frá Norðurfirði teldu heimamenn sig
eiga miðin. Jón er hins vegar ósátt-
ur við yfirgang annarra í þessu máli.
„Því má einnig bæta við að áttræður
maður á Norðurfirði á pínulítilli trillu
getur ekki lengur lagt netin þar sem
hann er vanur rétt fyrir utan bryggj-
urnar á Norðurfirði vegna þess að
umræddur Ægir á sínum stóra bát er
búinn að leggja þar og þekja allt það
svæði. Það að hann sé að spila sem
fórnarlamb í þessu máli finnst mér
vægast sagt furðulegt.“
valgeir@dv.is
Grásleppa Veiðar á grásleppu urðu tilefni til deilna þar sem skorið var á trossur.
Mynd af Vef LanGanesbyGGðar
Arion banki tapaði máli gegn eignar-
haldsfélaginu Hbyggð ehf. í Héraðs-
dómi Reykjavíkur á miðvikudag en
bankinn hafði lagt fram gjaldþrota-
beiðni til héraðsdóms vegna geng-
istryggðra lána sem félagið var með
hjá bankanum. Eigandi Hbyggðar
heitir Grettir Rúnarsson.
Í úrskurði héraðsdóms var bank-
inn gagnrýndur fyrir að ganga hart
fram gegn Hbyggð en lánin voru í
úrskurðinum einnig talin ólögmæt
gengistryggð lán. „Sóknaraðili skor-
aði á varnaraðila að lýsa sig fær-
an um að greiða nærri tvöfalt hærri
skuld en hann getur með réttu kraf-
ið hann um,“ segir meðal annars í
dómnum.
Lækkuðu veðmat um
200 milljónir
Skuldir Hbyggðar við bankann voru
metnar, samkvæmt bankanum, á
um 276,6 milljónir króna en lánin
tengdi bankinn við gengi svissneska
frankans og japanska jensins. Sam-
kvæmt útreikningi Hbyggðar, þar
sem tekið var mið af lægstu vöxtum
Seðlabanka Íslands af óverðtryggð-
um skuldum, nam skuldin við Arion
banka ekki nema um 141,7 milljón-
um króna. Bankinn nefndi þá ekki
heldur nokkur veð sem hann hafði
fyrir láninu auk þess að taka ekki til-
lit til 21,3 milljóna króna greiðslu inn
á lánin. Bankinn taldi einungis upp
þrjár eignir en eignir félagsins sem
bankinn er með til tryggingar fyrir
umræddum lánum eru alls sjö.
Eitt af veðunum sem Arion banki
hafði fyrir lánunum var landið Svín-
hagi sem bankinn mat upphaflega
á 240 milljónir króna. Í gjaldþrota-
beiðninni kom fram að Svínhagi
væri ekki metinn á nema um 40
milljónir króna í dag. Það þýðir að
bankinn hefur upp á sitt einsdæmi
lækkað mat sitt á landinu um sem
nemur 200 milljónum króna.
reyndu að komast fram
hjá vaxtalögum
Dómurinn tók eindregna afstöðu
með Hbyggð í málinu og sagði að
Arion banki væri að reyna að kom-
ast fram hjá vaxtalögum. „Þegar skil-
málar bréfsins eru skoðaðir blas-
ir við að hér er í raun um að ræða
skuld í íslenskum krónum sem reynt
er að færa í búning skuldar í erlendri
mynt, til að komast fram hjá banni
vaxtalaga við verðtryggingu miðað
við gengi erlendra gjaldmiðla,“ seg-
ir í úrskurðinum. Dómurinn kemst
að sömu niðurstöðu í öllum liðum
gjaldþrotabeiðninnar.
Þar sem dómurinn taldi forsend-
ur gjaldþrotabeiðninnar brostnar
vegna ólögmætis gengistrygging-
ar lánanna tók dómurinn hvorki af-
stöðu til endurmats á veði bankans
í Svínhaga né annarra atriða gjald-
þrotabeiðninnar.
segja bankann hafa komið
í veg fyrir sölu eigna
Í svarbréfi lögmanns Hbyggðar, Sögu
Jónsdóttur, vegna greiðsluáskorunar
Arion banka er því velt upp af hverju
bankinn hafi ekki viljað selja eignir
félagsins og þannig komið í veg fyrir
að félagið gæti greitt af lánum sínum
hjá bankanum. „Að sögn Kristbjörns
Sigurðssonar, löggilts fasteignasala
hjá Fasteignasölunni Miðbær hefur
hann undanfarin tvö ár sent bank-
anum nokkur kauptilboð vegna
spilda í eigu H Byggðar ehf. en bank-
inn hefur annað hvort ekki svarað
eða neitað að aflétta veðum svo söl-
ur geti farið fram,“ segir í bréfinu til
Arion banka. „Ljóst er því að með
því að heimila ekki fyrrgreindar söl-
ur, kom bankinn í veg fyrir að félagið
fengi fjármuni í reksturinn og gæti
með því greitt afborganir af lánum
sínum til bankans.“ Þessari athuga-
semd svaraði bankinn ekki.
Málinu líklega áfrýjað
Þrátt fyrir að Arion banki hafi tapað
málinu fyrir héraðsdómi er ekki úti-
lokað að bankinn vinni málið á end-
anum. Bankinn hefur nú nokkurra
vikna frest til þess að áfrýja mál-
inu til Hæstaréttar sem gæti dæmt í
málinu Arion í hag. Saga segir bank-
ann að öllum líkindum áfrýja mál-
inu. „Ég geri nú fastlega ráð fyrir
því,“ segir hún. Hún bendir á að Ar-
ion banki hafi áfrýjað svipuðu máli
áður.
n arion banki vildi fá 280 milljónir en átti rétt á 120 milljónum n Héraðsdómur segir
bankann hafa reynt að færa lánið í „búning skuldar í erlendri mynt“ n bankinn vildi
ekki leyfa félaginu að selja eignir til að geta borgað skuldir sínar við bankann
Reyndi að rukka
tvöfalt fyrir skuld
Leiðrétting
DV greindi frá því á miðvikudag
að Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra hefði lent í orða-
skaki og verið „ónáðaður“ af ölv-
uðum gest á lokahófi blakmóts
öldunga sem haldið var í Vest-
mannaeyjum síðastliðið laugar-
dagskvöld. Hið rétta er að atvikið
átti sér stað á föstudagskvöld í
Höllinni, veislu- og ráðstefnu-
húsi, sama húsi og lokahófið var
haldið í kvöldið eftir. Eins og DV
greindi frá lét Steingrímur þessa
uppákomu ekkert á sig fá og
skemmti sér konunglega, sam-
kvæmt heimildum DV.
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
„Sóknaraðili skoraði á varnar-
aðila að lýsa sig færan um að
greiða nærri tvöfalt hærri skuld en
hann getur með réttu krafið hann um.
Gerðu nýtt veðmat Arion banki lækkaði
veðmat á stærstu eign Hbyggðar um 200
milljónir. Mynd braGi Þór Jósefsson
banna ekki
neftóbak
Ekki stendur til að banna nef-
tóbak, að sögn Þuríðar Back-
man, þingmanns Vinstri grænna.
„Þarna erum við að tala um skro-
og munntóbak og á meðan að
neftóbak er markaðssett sem nef-
tóbak þá á þetta ekki við um það,“
segir Þuríður í samtali við Morg-
unblaðið.
Í umsögn ÁTVR um nýtt frum-
varp um tóbaksvarnir segir að
verði frumvarpið samþykkt
óbreytt muni fyrirtækið hætta
framleiðslu og sölu á íslensku
neftóbaki. Það er eina löglega
reyklausa tóbakið sem selt er á Ís-
landi en það hefur verið framleitt í
marga áratugi.
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, að-
stoðarforstjóri ÁTVR, sagði í sam-
tali við blaðið að hún teldi orða-
lag frumvarpsins vera of óskýrt
en talað er um í frumvarpinu að
banna eigi bragð- og lyktarbland-
að reyklaust tóbak. Telur hún að
skilgreina þurfi þetta frekar.
Áttu 300 milljónir?
domino‘s til sölu
Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
mun annast sölu á öllu hlutafé í
pítsustaðnum Domino‘s sem er í
dag í eigu Hamla ehf., dótturfélags
Landsbankans. Samkvæmt til-
kynningu frá bankanum er sölu-
ferlið opið öllum áhugasömum
fjárfestum sem sýnt geta fram á
fjárfestingargetu umfram 300 millj-
ónir króna og hafa þekkingu og
reynslu til að takast á við fjárfest-
ingu af þessari stærð og í þessari
atvinnugrein. Stefnt er að því að
ljúka sölunni í júlí. Áhugasamir
geta nálgast upplýsingar á heima-
síðu bankans.
Eins og DV greindi frá í nóvem-
ber skildi Magnús Kristinsson, fjár-
festir og útgerðarmaður, eftir nærri
tveggja milljarða króna skuldir í
félaginu þegar Landsbankinn tók
það yfir. Skuldirnar voru hins vegar
tilkomnar áður en Magnús keypti
pítsustaðinn árið 2007. Hann end-
urfjármagnaði einungis lánin eftir
að hann keypti staðinn.