Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Síða 18
Þórarinn Arnar Sævarsson, einn eig- enda fasteignasölunnar Remax á Ís- landi, hefur sótt um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara. Þetta kemur fram í auglýsingu frá um- boðsmanni skuldara sem birt var í Lögbirtingablaðinu miðvikudaginn 11. maí. Umboðsmaður skuldara mun í kjölfarið taka beiðni hans um greiðsluaðlögun fyrir. Þórarinn Arnar er skráður að hluta fyrir eignarhaldsfélögum sem skulda rúmlega 4 milljarða króna, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Í skýrslunni kemur fram að eignarhalds- félög Þórarins Arnars, Brautarholt 20 ehf., Norðurhlíð ehf. og Strengur fjár- festingar ehf., hafi fengið umrædd lán í íslenskum fjármálafyrirtækjum, að- allega Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis, til að kaupa fasteignir. Þórar- inn Arnar á því hlutdeild í afar háum skuldum samkvæmt rannsóknar- skýrslunni. Fóru yfir hámarkið Þessar skuldir Þórarins Arnar og með- fjárfesta hans voru það háar að rann- sóknarnefndin nefnir sérstaklega að félögin hafi fengið það mikið lánað hjá Sparisjóði Reykjavíkur að farið hafi verið yfir þau mörk um hámarkslán- veitingar til einstakra aðila sem spari- sjóðurinn hafði sett sér. Um þetta seg- ir í skýrslunni: „Í september 2007 er heildarlánveiting  SPRON  til Brautar- holts og tengdra aðila komin yfir 14,4% af CAD hlutfalli en stefna SPRON hafði verið að enginn einn skuldari færi yfir 10%. Engu að síður aukast skuldir sam- stæðu  Brautarholts  um 1,6 milljarða króna frá því að þetta er bókað á stjórn- arfundi bankans.“ Ákærður fyrir skattalagabrot Fyrr á þessu ári ákærði embætti rík- islögreglustjóra Þórarin Arnar fyrir skattsvik, líkt og DV greindi frá í janú- ar. Í ákæruskjalinu er Þórarinn sagður hafa framið „... meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum í sjálfstæðri atvinnustarfssemi sinni í fasteignavið- skiptum.“ Þórarinn er ákærður fyrir að hafa skilað röngum skattskýrslum árin 2005, 2006 og 2007 vegna tekna ár- anna á undan, með því að vanfram- telja samtals rúmar 42,3 milljónir króna í rekstrartekjur og hafa þann- ig ekki talið fram skattskyldar tekjur. Þannig hafi hann komið sér undan greiðslu tekjuskatts og útsvars sam- tals að fjárhæð 12,6 milljónir króna. Í samtali við DV í janúar sagðist Þórar- inn Arnar vera saklaus í málinu. „Ég er saklaus,“ sagði hann þá. Málið er nú rekið fyrir dómstólum. Aðspurð- ur segist Þórarinn binda vonir við að ákæran gegn honum verði dregin til baka. „Ég er ekki skattsvikari,“ segir Þórarinn. Ósáttur við Dróma Þórarinn segir aðspurður að ástæð- an fyrir því af hverju hann hafi sótt um greiðsluaðlögun sé sú að fjár- málafyrirtækið Drómi, sem tók við viðskiptum Sparisjóðs Reykjavík- ur og Frjálsa fjárfestingarbankans eftir hrunið 2008 og sem sér um innheimtu á útistandandi skuld- um félaganna, hafi leikið hann afar grátt. „Ég er bara einn af þúsundum óheppinna viðskiptavina Dróma. Og þetta er bara eina leiðin sem ég hef til að fást við stöðuna eins og hún er.“ Þórarinn segist hafa sótt um greiðsluaðlögun vegna gengis- tryggðra húsnæðislána sem hann tók á sínum tíma. Hann segir að meðal þess sem hann hafi upp á Dróma að klaga sé að fyrirtækið hafi gjaldfellt rúmlega 137 milljóna króna lán sem hann átti útistandandi við bankann og kraf- ist endurgreiðslu á einum gjalddaga. Þórarinn segist ekki eiga 137 millj- ónir til að greiða þessa skuld. „Ég fór og tók 210 milljónir króna að láni. Ég er búinn að greiða til baka af því 280 milljónir króna. Ég er búinn að fá dóms kvadda matsmenn til að meta skuldir mínar í ljósi dóma um ólög- mæti gengistryggðra lána. Þeir telja að Drómi skuldi mér 2 milljónir og 800 þúsund. Drómi neitar hins veg- ar að endurreikna lánin mín. Með- an ég er að reyna að fá þessu hnekkt ætla ég að hindra það að þeir geti gert mig gjaldþrota eða eitthvað þaðan af verra.“ Þórarinn segir að skuldirnar sem rætt er um í rannsóknarskýrslunni hafi einnig stökkbreyst þar sem um hafi verið að ræða gengistryggð lán. Hann segir að rekið sé dómsmál við Dróma um þessar skuldir þar sem ágreiningsefnið er hversu mikið fé- lögin eigi að greiða til baka af skuld- unum. „Skuldir þessara félaga voru 800 milljónir króna í janúar 2008. Svo hrynur krónan í verði og bank- inn heldur því fram að við skuldum einhverja þrjá til fjóra milljarða en við erum ósammála því. Þetta er sá ágreiningur sem við eigum í. Drómi hefur tekið þann pól í hæðina, áður en niðurstaða liggur fyrir í þess- um ágreiningi, að reyna að keyra þá sem standa að þessum félögum persónulega í þrot. Eina leið okk- ar í þessu máli er því að sækja um greiðsluskjól,“ segir Þórarinn. Mikill meirihluti samþykktur Í umfjöllun um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara, sem birt var í DV í lok apríl, kom fram að nokkuð væri um að einstaklingar sem hefðu stofnað til óhóflega mikilla skuld- bindinga hefðu sótt um greiðsluað- lögun hjá umboðsmanni skuldara. Á það sérstaklega við um einstaklinga sem teljast hafa tekið þátt í braski með bíla, fasteignir og jafnvel verið í verðbréfaviðskiptum. Samkvæmt lögum um greiðslu- aðlögun einstaklinga er hægt að hafna slíkum umsóknum teljist ein- staklingar hafa skuldsett sig óhóflega mikið og í litlu samræmi við greiðslu- getu sína. Svanborg Sigmarsdóttir, upplýsingafulltrúi umboðsmanns skuldara, sagði þá að erfitt væri að svara fyrir hvort þetta væri ástæða flestra synjana. „Ekki er fyrirliggj- andi greining á ástæðum synjana, en af 617 afgreiddum umsóknum hef- ur 50 umsóknum um greiðsluaðlög- un verið synjað,“ segir hún. Því hefur embættið hafnað um átta prósent- um þeirra umsókna sem hafa komið frá einstaklingum, hjónum eða sam- býlisfólki. Þórarinn segist vera handviss um að hann fái umsókn sína um greiðsluaðlögun samþykkta hjá um- boðsmanni skuldara. 18 | Fréttir 13.–15. maí 2011 Helgarblað l Baby Sam l Móðurást l Fífa Bílasmiðurinn hf - Bíldshöfða 16, 110 reyjavík - s: 567 2330 - www.Bilasmidurinn.is 0-13 kg. 15-36 kg. 15-36 kg. 9-36 kg. „Ég er bara einn af þúsundum óhepp- inna viðskiptavina Dróma. Um Brautarholt ehf. og tengd félög í rannsóknarskýrslunni „Áhættuskuldbindingar október 2008: 4,1 milljarður króna. Brautarholt 20 ehf. og tengd félög eiga og reka ýmsar fasteignir á Íslandi. Helstu félögin og einstaklingar sem tengjast Brautarholti 20 ehf. eru Strengur byggingar ehf., Strengur fjárfestingar ehf., Parket ehf., Þórarinn Arnar Sævarsson og Ívar Ómar Atlason. Brautarholt 20 ehf. er í helmingseigu Ívars Ómars Atlasonar, framkvæmdastjóra félagsins, og Þórarins Arnars Sævarssonar, stjórnarformanns félagsins. Strengur fjárfestingar ehf. er að 40% í eigu Steinsness, dótturfélags SPRON. Strengur byggingar ehf. er að 40% í eigu Ívars Ómars Atlasonar, 40% í eigu Þórarins Arnars Sævarssonar og 20% í eigu Fasteignafélagsins Hlíðar ehf. sem er að fullu í eigu Frjálsa fjárfestingarbankans hf. Á tímabilinu janúar 2007 til október 2008 hækkuðu skuldir Brautarholts og tengdra félaga um 2,7 milljarða króna. Í evrum hækkuðu skuldbindingar um 13,2 milljónir eða 86%.“ Ákærður fyrir skattsvik Ríkislög- reglustjóri hefur ákært Þórarin Arnar fyrir skattsvik. Ákæran snýst um að hann hafi komið sér undan því að greiða 12 milljónir króna í skatt. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Skuldari úr SkýrSlunni vill fá greiðSluaðlögun n Fasteignasali og eigandi í Remax sækir um greiðsluaðlögun n Skráður fyrir hluta af rúmlega 4 milljarða króna skuldum í rannsóknarskýrslunni n Ósáttur við Dróma Miklar skuldir vegna Remax Þórarinn Arnar er einn eigenda fasteignasölunnar Remax. Hann er einn eigenda eignarhaldsfélaga sem eru skráð fyrir rúmlega fjögurra milljarða króna skuldum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.