Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Page 22
22 | Fréttir 13.–15. maí 2011 Helgarblað ...áfram Ísland! allt á grillið og í Eurovisionpartýið Til hamingju - Vinir Sjonna ! Fjöldi tilboða „Við höfum ekki fengið margar til- kynningar um mál af því tagi. En reyndar var tæplega 100 lítrum stolið úr vörubíl hér á Selfossi í síðustu viku,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn lögreglunnar í Árnessýslu. DV sagði frá því á miðvikudag að verktakar hefðu í auknum mæli orðið fyrir barðinu á olíuþjófum. Ingileifur Jónsson, eigandi verk- takafyrirtækis sem unnið hefur að vegavinnu á Sandskeiði á Hellis- heiði, er einn þeirra. Í byrjun mánaðarins var tals- verðu af olíu stolið af vinnuvélum og tækjum á svæðinu. Ingileif- ur segir þetta ekkert einsdæmi. Aðrir verktakar hafi einnig orðið varir við olíustuld og um viðvar- andi vandamál sé að ræða. „Þar sem menn sjá vinnuvélar eða tæki án eftirlits, og telja að þeir geti nappað olíunni án þess að vera gómaðir, munu þeir reyna það,“ sagði Ingileifur og bætti við að um væri að ræða verðmæti sem auð- velt væri að koma í verð. Þá sagði hann að þjófnaður á olíu hefði færst í vöxt samfara hækkandi olíuverði. Í samtali við DV segir Þorgrím- ur Óli að lögreglan á Selfossi hafi ekki orðið vör við áberandi vöxt á olíustuldi. Tilkynningar um olíu- stuld komi oft í gusum og því sé erfitt að meta það hvort sjáanleg aukning hafi orðið á brotum af þessu tagi. Þá hafi verktakar einn- ig verið minna á ferðinni í vetur en áður og minna hafi verið um framkvæmdir, sem líklegast veldur því að stuldur á eldsneyti er fátíð- ari. Þó gæti hlutfallsleg aukning þjófnaða af þessu tagi vel verið raunin. „Svo er annað víst að það eru ekki allir sem tilkynna olíustuld. Ég vildi eiginlega bara nota tæki- færið og hvetja menn til þess að tilkynna svona hluti til lögreglu. Þá getum við í það minnsta farið að miða okkar eftirlit við staði þar sem slíkir glæpir verða oft,“ segir Þorgrímur að lokum. simon@dv.is 100 lítrum af olíu stolið úr vörubíl: Ekki varir við aukinn olíustuld Skráður í mannlauSu húSi á raufarhöfn Athafnamaðurinn Sigurður Hilm- ar Ólason hefur flutt lögheimili sitt á Raufarhöfn ásamt sjö eignar- haldsfélögum sem tengjast honum. Hann er skráður eigandi að 175 fer- metra húsi að Ásgötu á Raufarhöfn en heimildarmaður sem DV ræddi við segir að enginn hafi búið í hús- inu árum saman og það sé í niður- níðslu. Húsið sé óíbúðarhæft og því sé óskiljanlegt að Sigurður sé skráður til heimilis þar. Sat í gæsluvarðhaldi í fyrra Sigurður var mikið í fréttum árið 2009 eftir að hann var handtekinn í húsi R. Sigmundssonar þar sem hann sat í stjórn vegna rannsóknar ríkis- saksóknara á félaginu Hollís ásamt tveimur mönnum frá Hollandi og Ísrael. Rannsóknin teygði anga sína til þrettán landa. Þurfti Sigurður að sitja í 20 daga í gæsluvarðhaldi vegna málsins en hann var grunaður um að eiga þátt í stóru smygli á kókaíni frá Ekvador og að hafa stundað pen- ingaþvætti í gegnum félagið Hollís. Mál á hendur Sigurði var fellt nið- ur síðasta sumar og sagðist hann á þeim tíma ætla að leita réttar síns í samtali við Fréttablaðið. Hann hefði þurft að sitja í einangrun í þrjár vik- ur og auk þess legið undir grun í heilt ár. Hann var einnig grunað- ur um að tengjast smygli á 6,2 kíló- um á amfetamíni til landsins en var ekki ákærður vegna málsins. Gunnar Viðar Árnason hlaut hins vegar fimm ára fangelsisdóm fyrir að flytja efnin til Íslands. Tengdur 17 eignarhaldsfélögum Ekki er vitað hvers vegna Sigurð- ur flutti lögheimili sitt í mannlaust hús á Raufarhöfn eða hvers vegna sjö eignarhaldsfélög tengd honum eru líka skráð þar án þess að koma neitt að rekstri á Raufarhöfn. Sig- urður hlaut þriggja ára fangelsisdóm fyrir að reyna að smygla 30 kílóum af hassi til landsins árið 2001. Hann hefur lengi starfað við veitinga- og fasteignarekstur og þá sérstak- lega í miðbæ Reykjavíkur. Félögin sem skráð eru á Raufarhöfn heita Brimarhólmur, Funahöfði, Greipt í stein, Klöpp-fasteignir, Sola Capital, Tjaldanes og Þrakía. Sigurður er hins vegar skráður í stjórn 17 eignarhalds- félaga og eru þau, fyrir utan þau sjö sem nú eru skráð til heimilis í mann- lausu húsi á Raufarhöfn, skráð á höf- uðborgarsvæðinu. „Mál á hendur Sigurði var fellt niður síðasta sumar og sagðist hann á þeim tíma ætla að leita réttar síns. n Fékk 3 ára fangelsi fyrir smygl á 30 kílóum af hassi árið 2001 n Var grunaður um að tengjast smygli á tugum kílóa af kókaíni árið 2009 n Skráir lögheimili sitt og sjö eignarhaldsfélög á Raufarhöfn Í stjórn 17 eignarhalds- félaga Athafnamaðurinn Sigurður Hilmar Ólason situr í stjórn 17 eignarhaldsfélaga en sjö þeirra eru nú skráð til heimilis í mannlausu húsi á Raufarhöfn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.