Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Qupperneq 25
Viðtal | 25Helgarblað 13.–15. maí 2011 ferðirnar eru. „Ég var mjög ánægð þegar hann sagði þetta og að hann væri tilbúinn að skrifa fyrir mig bréf, sem hann er reyndar ennþá að vinna í. Það hafa náttúrulega komið upp smáerfiðleikar í þessu. Fyrrverandi læknar Ellu Dísar hafa hringt í hann, ávítað hann og valdið honum óþæg- indum, sem mér finnst rosaleiðin- legt.“ Var í lyfjameðferð við sjálfsofnæmi Hugmyndir Rögnu um að dóttir hennar kynni að vera haldin einhvers konar sjálfsofnæmissjúkdómi voru þó ekki alveg úr lausu lofti gripnar en hún segir bæði breska og banda- ríska lækna hafa greint Ellu Dís með sjálfsofnæmi árið 2008. Bandarísk- ir ónæmissérfræðingar sögðu, eftir að hafa rannsakað hana, að grunur lægi á undirliggjandi sjálfsofnæm- issjúkdómi sem þyrfti að rannsaka betur. Ragna hafði þó ekki efni á fleiri rannsóknum í Bandaríkjunum og fór aftur heim til Íslands. Að sögn Rögnu vildu íslensku læknarnir þó ekki rannsaka þetta frekar því sam- kvæmt íslenskum viðmiðum sýndu rannsóknirnar ekkert óeðlilegt við ónæmiskerfi Ellu Dísar. Þá komust breskir læknar að sömu niðurstöðu og þeir bandarísku og Ella Dís hóf viðeigandi lyfjameðferð í London það sama ár. „Svo komum við aft- ur til Íslands og íslensku læknarnir vildu ekki viðurkenna þetta og sögð- ust ekki sjá það sama og ensku lækn- arnir. Þeim fannst lyfin ekki vera að gera nógu mikið og ákváðu því að láta hana hætta á þeim eftir stutt- an tíma.“ Ragna vill því meina að ís- lensku læknarnir hafi alltaf kæft nið- ur hugmyndir erlendra lækna um hvað gæti amað að Ellu Dís. Trúir ekki að bólusetningar hafi útrýmt sjúkdómum Reynsla Rögnu hefur valdið því að hún er alfarið á móti bólusetning- um og lætur ekki bólusetja börnin sín. „Í dag hef ég litla trú á að bólu- setningar hafi útrýmt öllum þessum sjúkdómum en maður veit samt ekki lengur hverju maður á að trúa eftir það sem maður hefur gengið í gegn- um. Mér finnst ég alveg eiga rétt á að segja mína skoðun á jákvæðan hátt og ég er alls ekki að meina þetta sem einhverja óvirðingu við þá sem hafa fengið þessa sjúkdóma því bólusetn- ing er ekki einu sinni hundrað pró- sent vörn. Ég þekki marga sem hafa látið bólusetja sig og svo fengið sjúk- dóminn viku seinna. Ég meina ég hef ekki verið bólusett í 25 ár og ég hef sem betur fer ekki fengið þessa sjúkdóma. Ég hef bara myndað mér skoðun út frá því hræðilega sem hef- ur komið fyrir mig og því sem ég hef lesið mér til um,“ segir Ragna. „Ég tók tvö ár í að lesa bækur, bæði skrifaðar af læknum og náttúrulæknum,“ bætir hún við. Ragna vill heldur ekki meina það að sú staðreynd að flestir í kringum hana og börnin hennar séu bólu- settir, verndi þau að einhverju leyti fyrir sjúkdómum, þótt þau sjálf séu ekki bólusett. „Ég hef heyrt að hjarð- ónæmi sé ekki til lengur. Það eru svo margir sem eru ekki að bólusetja í dag. Það hefur minnkað svo rosa- lega að það er komið niður fyrir pró- sentuna sem þarf til að halda hjarð- ónæminu við,“ segir Ragna. Máli sínu til stuðnings bendir hún á að hún hafi farið með Ellu Dís og Miu til bæði Þýskalands og Ísrael án þess að nokkuð hafi komið fyrir þær. Gerir lítið úr mislingafaraldri „Við ráðum miklu betur við þetta. En það yrði aldrei prófað að hætta að bólusetja til að sjá hvað gerist. Ég veit ekki einu sinni hvernig mér líst á að það sé verið að bólusetja börn í Afríku sem fá svona litla næringu. Mér finnst þetta bara alltof viðkvæmt mál og hver sem segir eitthvað á móti þessu er bara krossfestur og skotinn niður. Mér finnst það ekki sanngjarnt því ég lenti í þessu. Það eru óneitan- lega mjög miklar líkur á að Ella Dís hafi veikst út af bólusetningum þótt þeir hafi ekki eitthvað blað eða rann- sókn sem segir það.“ Ragna gefur einnig lítið fyrir frétt- ir af mislingafaraldri í Evrópu, sem greint hefur verið frá. „Ég er búin að vera að tala við foreldra úti um all- an heim á vefnum og það kannast enginn við mislingafaraldur. Þetta er bæði fólk sem er með og á móti bólusetningum. Svona getur verið blásið upp. Bóluefni er söluvara og græðgi getur blindað marga. Mér finnst ekki rétt að einn og einn skað- ist vegna bólusetninga. Mér finnst hver mannslíf jafnmikilvægt.“ Mætti hroka hjá læknum Ragna hefur verið dugleg við að gagnrýna lækna dóttur sinnar op- inberlega, en eftir að Ella Dís veikt- ist illa í nóvember síðastliðnum, náðu deilur hennar við læknana nýj- um hæðum, þegar hún var kærð til Barnaverndarnefndar. Ragna segist hafa gengið í gegnum erfiða helgi á spítalanum með Ellu Dís í nóvem- ber. Læknunum gekk í fyrstu illa að greina hvað væri að henni en eftir að tekin var úr henni blóðprufa kom í ljós að hún var orðin lífshættulega lág í steinefnum. Þá var hún orð- in svo slæm að hún var fallin í dá. Ragna segist hafa grátbeðið læknana um að taka úr henni blóðprufu strax. Þeir hafi hins vegar beðið með það í tvo daga og hún vill meina að á þeim tíma hafi Ella Dís þjáðst að óþörfu. Eftir að Ella Dís var útskrifuð af spít- alanum ákvað Ragna að fara með hana til London því hún vildi láta rannsaka afhverju hún féll skyndi- lega niður í steinefnum þrátt fyrir að hún gæfi henni þau reglulega. Hún segir íslensku læknana ekki hafa vilj- að komast að ástæðunni. „Hvað viltu að við gerum? sögðu þeir með hroka og leiðindum.“ Viðurkennir að hafa farið yfir strikið Ragna viðurkennir að hún hafi farið yfir strikið þegar hún fór með dóttur sína til London síðastliðið haust. „Ég var mjög hrædd og í miklu uppnámi eftir að hafa horft upp á hana svona veika og ég fann fyrir þessu áhuga- leysi hjá læknunum. Þetta snerti veika taug og ég hafði einhvern veg- inn enga trúnaðarmanneskju og ég varð að taka ákvörðun einn, tveir og tíu. Hún var útskrifuð en þetta var gegn þeirra ráði. Ég spurði þá ekki einu sinni. Ég bara fór með barnið mitt.“ Ella Dís fór þó aldrei í neinar rannsóknir í London í haust. Ragna segir að hún hafi ekki verið nógu veik til að þeir hafi viljað leggja hana inn. Læknarnir úti vildu að hún pantaði tíma og þar sem þetta virtist ætla að ganga mjög hægt fyrir sig þá fór Ragna aftur heim til Íslands með dóttur sína. „Þetta var ein af þessum ákvörðunum sem ég sé eftir, en ég lærði. Allir gera mistök en þetta hafði engin skaðleg áhrif á Ellu. Þetta var ekkert erfiðara fyrir hana heldur en að þjást á spítalanum á Íslandi.“ Óhrædd við Barnaverndarnefnd Í kjölfar Londonferðarinnar kærði einn þeirra lækna, sem hafði með- höndlað Ellu Dís, Rögnu til Barna- verndarnefndar. Þá var hún einnig tilkynnt til landlæknisembættisins fyrir opinbera gagnrýni á störf barna- lækna á Barnaspítala Hringsins. „Þeir voru bara ekkert ánægðir, vildu ná sér niðri á mér og gripu til sinna ráða. Umræddur læknir sagðist vera að gera þetta til góðs frekar en ills fyrir mig. En ég var kölluð á fund og þetta var alls ekki til góðs. Það var orð gegn orði hjá okkur og þetta var bara ekki gott.“ Málinu er ekki lokið en Ragna segist vera óhrædd því þeir hafi ekk- ert á hana. „Þeir eru að reyna að finna einhvern skít hér og þar og segja mér frá því en ég veit alveg að ég hef ekk- ert að fela. Ég veit að ég hef gert rétt þannig ég hef engar áhyggjur.“ Hún segist þó hafa óttast styrk þeirra og völd í fyrstu. „Ég held að þeir vilji læknisfræðilegt forræði yfir Ellu og þá ráða þeir alveg hvað gert er í hennar málum. Ég mun berjast fram í rauðan dauðann gegn því að það gerist,“ seg- ir Ragna mjög ákveðin. Rögnu finnst mjög óþægilegt að fara á barnaspítalann í dag, og vill helst ekki fara þangað. „Maður finn- ur alveg spennuna í loftinu og augna- ráðið. Það er hræðilegt, með lang- veikt barn. Ég vil helst flytja en ég bara get það ekki því ég á ekki pening fyrir því og ég þarf líka að hugsa um stelpurnar mínar hinar. Ég á líka vini og fjölskyldu hér. Mér finnst mjög leiðinlegt hvernig þeir koma fram við mig. Þeir segjast vera að gera allt sem þeir geta en þeir eru það samt ekki og ég heyri aldrei í þeim.“ „Það er friður í sálinni“ Sjálf er Ragna sátt við allt sem hún hefur gert í veikindum Ellu Dísar. „Ég veit alveg að ég hef gert mistök en mér finnst ég hafa lært af þeim og er vitrari fyrir vikið. Ég er líka ótrú- lega ánægð með það hvert við erum komin í dag, eftir fjögur ár. Það er friður í sálinni. Mér finnast þúsund kíló farin af brjóstkassa og herðum.“ Hún segir það skelfilega tilfinningu að vita ekki hvað er að barninu sínu og þótt hún telji sig hafa vitað í tölu- verðan tíma hvað amaði að Ellu Dís, þá hefur hún hvorki fengið þá stað- festingu né hjálp sem hún hefði vilj- að fyrr. „Ég nenni ekki að rífast leng- ur, ég nenni ekki að standa í svona deilum. Ella Dís skiptir mestu máli og ég vildi óska þess að við gætum bara öll hjálpað henni,“ segir Ragna. Hún vill ekki hugsa til baka, segir að það sé of sárt og ekki til neins því hún geti engu breytt. „Ég vil bara að reynsla okkar og saga Ellu Dísar komi til með að hjálpa öðrum.“ Komin með þykkan skráp Ragna finnur fyrir töluverðri reiði í sinn garð og henni finnst hún hafa aukist eftir að hún gagnrýndi bólu- setningar opinberlega. Hún segist þó vera komin með þykkan skráp. „Ég er samt mannleg. Mér finnst ljótt þeg- ar fólk er að segja að ég sé veik og að það eigi að taka börnin af mér, en maður verður bara að minna sig á að þau þekkja mig ekki. En auðvitað verð ég mjög leið og ég fæ alveg sorg- artilfinningu,“ segir Ragna og leggur höndina á brjóstið til að ítreka sárs- aukann. Hún segir tilganginn með gagnrýni sinni á bólusetningar ein- göngu hafa verið að vekja upp mál- efnalega umræðu Draumur að ná henni úr öndunarvél Nú er í gangi söfnun fyrir þriðju stofnfrumumeðferð Ellu Dísar og hún finnur að stuðningurinn hef- ur dvínað. „Ég veit samt að það eru ótrúlega margir sem styðja mig. Þessir neikvæðu eru bara svo hávær- ir og smita út frá sér.“ Búið er að safna um 1,2 milljón- um en það er tæplega helmingur- inn af því sem stofnfrumumeðferð kostar. Ragna vonar að það takist að safna fyrir allavega einni með- ferð, en hún gerir ráð fyrir að Ella Dís þurfi að minnsta kosti að fara í tvær meðferðir til viðbótar. Hún segist glöð myndu fara í bankann og taka tíu milljóna króna lán ef hún gæti. „Fólkið í landinu er búið að bjarga Ellu Dís með mér. Ég hefði ekki getað þetta ef fólkið í landinu hefði ekki hjálpað mér. Ég er ótrú- lega þakklát að hafa þennan mikla stuðning og mér finnst leiðinlegt ef hann dvínar, sérstaklega af því að Ella er á svo mikilli uppleið og það er bjart fram undan.“ Ragna segir að þrátt fyrir að Ella Dís standi ekki upp og hristi sig þá hafi hún náð miklum framförum. Draumurinn sé hins vegar sá að ná henni úr öndunarvélinni. Það sé þó löng leið þangað en Ragna heldur í vonina um að það gerist einn dag- inn. „Ég nenni ekki að rífast lengur“ Á móti bólusetningum Ragna hefur aldrei legið á skoðunum sínum. Hún er á móti bólusetningum og telur Ellu Dís þjást af sjálfsofnæmi vegna bólusetningaróþols. Mjög nánar Það sést greinilega á samskiptum Rögnu og Ellu Dísar að þær eru mjög nánar. Ragna segir þær geta talað saman með aug- unum. MynDir rÓBerT reynisson „ Í dag hef ég litla trú á að bólusetningar hafi útrýmt öllum þessum sjúkdómum en maður veit samt ekki lengur hverju maður á að trúa. „Ég veit alveg að ég hef gert mistök en mér finnst ég hafa lært af þeim og vera vitrari fyrir vikið. „Ég held að þeir vilji læknisfræðilegt forræði yfir Ellu og þá ráða þeir alveg hvað gert er í hennar málum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.