Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Page 37
37Eurovísir13.–15. maí 2011 01 Finnland 02 Bosnía og Hersegóvína 03 Danmörk 04 Litháen 05 Ungverjaland 06 Írland 07 Svíþjóð 08 Eistland 09 Grikkland 10 Rússland 11 Frakkland 12 Ítalía 13 Sviss 14 Bretland 15 Moldavía 16 Þýskaland 17 Rúmenía 18 Austurríki 19 Aserbaídsjan 20 Slóvenía 21 Ísland 22 Spánn 23 Úkraína 24 Serbía 25 Georgía Land Gæði lags Frammistaða Sviðsframkoma Stig Spánn Lucía Pérez - Que Me Quiten Lo Bailao Tónlistarkennarinn Lucía hefur unnið til fjölmargra tónlistarverðlauna á Spáni og var einungis tæplega 17 ára þegar hún vann þau fyrstu. Síðan þá hefur hún gefið út fjórar plötur og farið í tónleikaferðalög um Spán og Chile. Spá: 22. sæti með 7 stig Rúmenía Hotel FM flytur - Change Bretinn David Bryan vann við að byggja munaðarleysingjaheimili í Rúmeníu þegar hann kynntist Baruta og Szuz árið 2006. Það varð upphafið að hljómsveitinni Hotel FM sem keppir fyrir hönd Rúmeníu. Spá: 11. sæti með 27 stig Svíþjóð Eric Saade - Popular Hinn tvítugi Eric hefur viljað vera söngvari frá því hann sá Michael Jackson í fyrsta skipti. Þegar það varð ljóst að barnið hafði hæfileika voru foreldrar hans afar hvetjandi og kom hann fyrst fram í brúðkaupi móður sinnar, aðeins sex ára gamall. Spá: 4. sæti með 193 stig Serbía Nina - Caroban Nina fæddist í Belgrad árið 1989 og hefur tekið þátt í ýmsum tónlistarkeppnum í heimalandi sínu síðan árið 2003. Oftar en ekki hefur hún unnið en hún segir áhrifa- valda sína í tónlistinni vera Muse og Duffy svo eitthvað sé nefnt. Spá: 24. sæti með 5 stig Úkraína Mika Newton - Angels Úkraína sendir vinsælustu söngkonu landsins í keppnina í ár, Mika sem byrjaði að syngja opinberlega 9 ára. Hún hefur sungið inn á fjölda mynda og auglýsinga auk þess að hafa leikið í tveimur kvikmyndum. Hún er sögð vera svar Úkraínu við hinni heims- þekktu Avril Lavigne. Spá: 26. sæti með 4 stig Sviss Anna Rossinelli - In Love For A While Anna var algjörlega óþekkt áður en hún tók þátt í undankeppninni í Sviss en hún komst beint í úrslitin og vann. Búist er við að hún geti orðið fyrsti Svisslendingurinn til að ná frægð utan landsteinanna í áraraðir. Sjálf segist hún ekki vera nein stjarna. Spá: 23. sæti með 6 stig Rússland Alexey Vorobyov - Get You Alexey var sannkallað undrabarn sem vann allar söng- og danskeppnir sem hann tók þátt í. Hann vann rússneska X-Factor 17 ára gamall og hefur nú þegar leikið í 14 kvikmyndum, þrátt fyrir ungan aldur. Spá: 12. sæti með 26 stig Ungverjaland Kati Wolf - What About My Dreams Ungverska þjóðin féll fyrst fyrir Kati þegar hún var sjö ára og söng inn á ungversku teikni- myndina Vuk. Hún hefur sungið alla sína ævi og unnið með fjölmörgum tónlistarmönnum og hljómsveitum. Hún sló þó í gegn þegar hún komst í úrslit X-Factor í Ungverjalandi. Spá: 2. sæti með 223 stig Slóvenía Maja Keuc - No One Maja er 19 ára og varð fyrst fræg í heima- landi sínu þegar hún tók þátt í Slovenia‘s Got Talent. Hún hóf þó feril sinn 14 ára gömul þegar hún var söngkona í rokk- bandi sem kom fram í sjónvarpi og útvarpi. Sólóferilinn hóf hún einungis 17 ára gömul. Spá: 14. sæti með 22 stig Þýskaland Lena - Taken By A Stranger Hver man ekki eftir Lenu sem vann í fyrra. Í ár flutti hún öll 12 lögin sem kepptu í þýsku undankeppninni og hefur Lena algjörlega skipt um stíl síðan fyrir ári. Spurningin er hvort hún verði fyrst allra til að vinna tvö ár í röð. Spá: 9. sæti með 42 stig RESTAURANT- BAR Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík Sími 551 2344 | www.tapas.is Fylltu út þátttökuseðil á Tapas barnum og þú gætir unnið flugmiða fyrir tvo til Barcelona með Iceland Express Sumarleikur Óla Barcelona Tapas barsins og Corona 2. maí til 30. júní

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.