Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Page 38
38 Eurovísir13.–15. maí 2011 G ísli Marteinn hefur kynnst flestu sem viðkemur Euro- vision en hann var kynnir keppninnar í sex ár. Hann segist ekki fylgjast með keppninni af sama kappi og áður enda sé það tvennt ólíkt að starfa sem kynnir fyrir keppnina eða vera heima í stofu. „Ég kaus ekkert lag í undanúrslitunum á þriðjudaginn en stelpurnar mínar kusu Noreg, Finnland og Sviss. Ætli það megi ekki segja að öll fjölskyldan hafi verið sammála um að þessi lög ættu atkvæðin skilið,“ segir Gísli sem ekki hefur planað stórt partí á laugardaginn. „Það kíkir eflaust eitthvað fólk hérna við en við höfum ekki gert neinar áætlanir.“ Ekki taka þessu of alvarlega Hann segist hafa gaman af keppninni en að það sé mikilvægt að taka hana alls ekki of alvarlega. Fyrst og fremst sé um fjöl- skylduskemmtun að ræða sem allir ættu að geta haft gaman af. Á tímabili föttuðu Íslendingar ekki að maður á að taka þessu passlega hátíðlega. Það á að gera smá grín að keppninni til að hafa gaman af henni. Við gerðum of mikið mál úr þessu. Urð- um alveg brjáluð ef við komumst ekki áfram og svo alveg fárán- lega glöð ef vel gekk.“ Fúlasta alvara En það eru ekki bara Íslendingar sem hafa tekið þessa söngva- keppni í fúlustu alvöru. Austur-Evrópubúar með Hvít-Rússa í far- arbroddi líta á Eurovision sem möguleika til að slá í gegn í Evrópu og kosta öllu til, bjóða jafnvel peninga til að koma sínu fólki að. Gísli lenti eitt sinn í því að vera boðin vegleg upphæð fyrir að gera keppanda frá Hvíta-Rússlandi góð skil. Í kjölfar þess að Ruslana fór í tónleikaferð um Evrópu til að hita upp fyrir söngvakeppnina vildu fleiri keppendur frá Austur-Evrópu kynna sig með sama hætti. Hingað til lands kom keppandi frá Hvíta-Rússlandi og með henni kom mjög frægur rússneskur poppari sem átti að vera eins konar umboðsmað- ur söngkonunnar. Daman hélt tónleika á Astró en fyrir þá fór hópur fólks sem tengdist keppninni saman út að borða. „Mig minnir að Selma hafi verið með ásamt fleirum. Eftir matinn göngum við í rólegheitunum yfir Austurvöll og þar á miðjum Austurvelli stoppar þessi maður mig og segir niðurlútur: „Ég var að heyra að þú værir kynnir í Eurovision?“ Ég játti því og þá segir hann grafalvarlegur: „Ókei, við höfum þetta bara svona. Þú gefur mér upp reikningsnúmer og ef Hvíta-Rússland fær 12 stig frá Íslandi þá koma 10.000 dollarar inn á reikning- inn.“ Ég ætlaði raunverulega ekki að trúa þessu. Þarna stóð ég, einhver þulur hjá RÚV, í blíðunni á Austurvelli og það er verið að múta mér, út af Eurovision!“ segir Gísli og skellir upp úr. Óþarft er að taka fram að Gísli Marteinn afþakkaði boðið og Íslendingar gáfu Hvíta-Rúss- landi ekki eitt einasta atkvæði. boðnar mútur á austurvelli n Gísli marteinn baldursson lýsti eurovision frá 1999 til 2006 rósa Guðbjartsdóttir er dugleg að prófa sig áfram með hamborg- aragerð en hún segir fátt vinsælla á sínu heimili en góðan, heimagerðan ham- borgara. „Hamborgari getur verið algjört lostæti og holl og góð máltíð, hafi verið nostr- að aðeins við hráefnið. Þá skiptir sköpum að hafa valið sjálfur kjöt með hæfilegu fituinnihaldi og svo fram- vegis. Enda eru það ekki einungis svokallaðir skyndi- bitastaðir sem bjóða upp á hamborgara heldur leggja margir aðrir veitingastaðir metnað sinn í að bjóða upp á girnilegar og ólíkar ham- borgaramáltíðir með salati og grænmeti,“ segir Rósa. „Eins og nafnið gefur til kynna er pepperóníborgar- inn undir ítölskum áhrifum hvað bragðið varðar, en auk kryddjurtanna blanda ég pepperóníbitum og pítsu- sósu við hakkið. Þetta kemur mjög vel út og er skemmtileg tilbreyting,“ segir Rósa sem ætlar auðvitað að vera með Eurovision-partí á laugar- daginn og skella einhverju á grillið. „Fyrst Ísland komst áfram þá er það auðvitað ekki spurning.” ertu með eurovision- partíið á hreinu? n svaðalega djúsí hamborgarar af grillinu hjá rósu Guðbjartsdóttur Dómstóll götunnar Girnilegur grillmatur Rósa heldur partí og grillar þessa girnilegu borgara. Pepperóní- borgarar Uppskrift fyrir fjóra hamborgara: n 500 g nautahakk n 50-60 g pepperóní, saxað smátt n 1 dl pítsusósa n Handfylli ferskar kryddjurtir, svo sem basilíka og/eða steinselja, skorið smátt (notið annars 1-2 msk þurrkaðar kryddjurtir ef þær fersku eru ekki við höndina) n ½ dl graslaukur eða skalotlaukur, smátt saxaður n Salt, grófmalaður pipar, pítsukrydd eða ítölsk kryddblanda að smekk n Ferskur mozzarellaostur, sneiddur Blandið öllu mjög vel saman og mótið þykka og fína hamborgara. Grillið í tvær til þrjár mínútur á hvorri hlið, fer eftir stærð og þykkt borgaranna. Setjið ostsneið ofan á borgarana í lok eldunartímans og látið ostinn byrja að bráðna. Hitið hamborgarabrauðin, smyrjið þau með pítsusósu, setjið grænt salat og síðan hamborgarann. Mjög gott er að setja rauðlaukssneið- ar ofan á og skreyta með basilíku. Grillaðir, stökkir kartöflubátar Sjóðið kartöflur í átta til tíu mínútur (eftir stærð). Látið mesta hitann rjúka úr þeim og skerið í báta. Setjið í eldfast mót eða ofnskúffu sem þakin hefur verið með bökunarpappír. Dreypið ólífuolíu yfir kartöflubátana og kryddið með grófu salti og nýmöl- uðum pipar. Einnig er gott að nota hvítlaukskrydd. Bakið við 225 gráður í um 25 mínútur eða þar til bátarnir eru orðnir fallega ljósbrúnir og stökkir. Hver vinnur eurovision? blaðamaður og ljós-myndari tóku púls-inn á gangandi veg- farendum í miðborginni og spurðu hverjir teldust líklegir til að vinna keppn- ina í ár. Ekki voru allir með á nótunum og einn var með óþol fyrir keppn- inni. „Vægt til orða tekið er ég með Eurovision-óþol.“ Bjarni Sveinbjörnsson „Verður það blökkumaður?“ Maggi Lego „Sviss.“ Ingibjörg Pétursdóttir „Þýskaland af því að ég fíla metnaðinn að vilja vinna tvö ár í röð.“ Helga Óskarsdóttir „Ég veðja á Georgíu og Sviss.“ Telma Hafþórsdóttir Reynt að múta Gísla Marteini Óþarft er að taka fram að hann afþakkaði boðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.