Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Page 45
Viðtal | 45Helgarblað 13.–15. maí 2011
„Að sjálfsögðu þá var námið oft
númer tvö, en mamma reyndi að halda
þessu í skefjum og tókst vel til. Ég stóð
mig alltaf vel, nema hvað stærðfræð
in var reyndar alltaf svolítið erfið fyrir
mig. Ég var svo oft úti að ég þurfti að
taka bækurnar með og læra. Á kvöldin
eftir að ég var búin að vinna í stúdíóinu
þá var bara lært,“ segir Jóhanna.
Eftir að hún kláraði grunnskóla hóf
hún nám í Flensborg en eftir að hafa
stundað þar nám í eitt og hálft ár þá fór
að vera það mikið að gera hjá henni í
tónlistinni að hún hætti að geta sinnt
náminu eins og hún vildi og ákvað að
hætta. Síðan þá hefur hún lært söng
tækni í Danmörku.
„Öll þessi ár af reynslu eru nátt
úrulega eins og góður skóli.“ Jóhönnu
langar í framtíðinni að mennta sig
meira í söng en vill einbeita sér að
sinni eigin tónlist núna.
Var lofað heimsfrægð
Þrátt fyrir að hafa verið komin á fullt í
tónlistarbransanum aðeins ellefu ára
gömul þá segist hún aldrei hafa fund
ið fyrir mikill pressu og það hvarflaði
aldrei að henni að gefa upp drauminn
þótt það gengi ekki allt upp.
„Þetta var oft erfitt, sérstaklega
þegar maður er svona ungur og skil
ur kannski ekki alveg, þegar stefnt er
að einhverju og síðan verður ekkert
úr því þá verður maður svo reiður og
svikinn. En svona er bara þessi bransi
stundum. Ég skil það í dag, en þegar ég
var tólf ára þá hafði ég ekki eins mikinn
skilning á því og það var oft erfitt.“
Jóhanna segist oft hafa lent í því í
Ameríku. „Þar er manni lofað gulli og
grænum skógum og ef ég hefði trú
að öllu sem hefur verið sagt við mig í
gegnum tíðina þá væri ég í ansi slæm
um málum. Það var búið að lofa mér
frægð og frama fyrir löngu síðan, en
hér er ég. Maður vonar það besta með
allt, en í dag þá trúi ég ekki hlutunum
fyrr en ég sé þá. Þessi bransi er svo erf
iður og oft svo mikil höfnum sem á sér
stað,“ segir Jóhanna og það er greini
legt að hún er mjög jarðbundin og
raunsæ.
Hún bendir á að umhverfið í tónlist
hafi breyst mikið á síðustu árum. Sér
staklega eftir að það fór að vera jafn
auðvelt og raun ber vitni að sækja tón
list ólöglega á netinu án endurgjalds.
Plötufyrirtækin standa mun verr og
eru ekki eins tilbúin til að taka áhættu
með nýja listamenn.
„Þú þarft í raun liggur við að vera
orðin frægur til þess að þeir treysti
sér til að fjárfesta í þér. Þegar ég var
að byrja að fara út þegar ég var ellefu
ára og gat sungið vel þá var bara samn
ingur á borðið og skrifaðu hérna. Það
myndi ekki gerast í dag.“
Foreldrarnir gott teymi
En voru foreldrar Jóhönnu alveg til
búnir til að senda ellefu ára dóttur sína
út í heim til að verða heimsfræga?
„Nei, ekki alveg,“ segir hún hikandi
og brosir. „Mamma fór alltaf með mér
út þegar ég var sem yngst og líka út af
skólanum. Hún passaði upp á að það
væri ekki verið að fara yfir strikið. Auð
vitað var þetta svolítið yfirþyrmandi,
en af því að þau voru alltaf á staðnum
og til staðar þá var alltaf passað upp á
mig.“
Hún segir foreldra sína vera gott
teymi, móðir hennar sé einhvers kon
ar verndarengill á meðan faðir henn
ar stappar í hana stálinu. „Ég er enda
laust þakklát fyrir þolinmæðina og
skilninginn og ég er alltaf að sjá það
betur og betur hvað ég er heppin að
eiga þau að.“
Foreldrarnir hafa orðið
fyrir aðkasti
Hún segir foreldra sína fljótt hafa van
ist lífsstílnum sem fylgir því að eiga
barnastjörnu og þau reyndu aldrei að
halda aftur af henni.
„Þau vissu líka að þetta hefur allt
af bara verið ég. Þetta er miklu meira
en vinna fyrir mig, þetta er ástríða. Ég
er tónlistarmaður og söngkona og þau
virtu það og hafa gert frá fyrsta degi.
Mamma hefur líka sagt að hún hafið
séð það um leið og ég fæddist að ég var
öðruvísi en flest börn.“
Jóhanna segir foreldra sína þó hafa
orðið fyrir aðkasti frá öðrum foreldr
um og það þyki henni mjög leiðinlegt.
„Fólk hefur sagt: „Hvað ertu að gera
við barnið þitt. Veistu í hverju hún get
ur lent? Þú ert að mismuna börnunum
þínum því hún fær meiri athygli en hin
börnin.“
Eitthvert svona kjaftæði og rugl.
Þannig að þetta hefur ekki alltaf verið
auðvelt fyrir þau heldur. Ég dáist alveg
að þeim. Líka að hafa leyft mér þetta.
Það eru ekkert allir foreldrar sem
styðja börnin sín svona mikið. Ég hef
séð það því að ég er að vinna með svo
mörgum ungum tónlistarmönnum og
það eru ekkert allir sem eru að fá þann
stuðning sem ég fæ.“
Foreldrar Jóhönnu eru líka þeir
gagnrýnendur sem hún tekur best
mark á. Hún veit að ef hún spyr þau
þá segja þau henni sannleikann. Ef
mamma segir við mig: „Þetta er ekki
nógu vel sungið eða þetta lag er ekki
nógu gott til að gefa það út, ég hef
séð þig í betra formi,“ þá er það rétt.“
Jóhanna segir foreldra sína ekki hika
við að gagnrýna sig, enda vilji hún sjálf
hafa það þannig.
Valdi sér þetta sjálf
Jóhönnu dreymdi aldrei um að verða
neitt annað en söngkona og þrátt fyr
ir að hafa verið ung þegar hún byrjaði
í bransanum þá segir hún það alveg á
hreinu að hún hafi valið sér þessa leið
sjálf. „Ég var aldrei svona barn sem
sagðist ætla að verða flugfreyja eða
læknir. Það var bara söngkona.“ Að
spurð um hvort hana hafi dreymt um
að verða fræg þegar hún var barn, seg
ir hún ekki svo vera. „Það er ekki mál
ið, aðalmálið er að geta lifað á því sem
maður elskar að gera. Mér er alveg
sama hvort ég verð fræg eða ekki, svo
framarlega sem ég fæ að syngja.“
En finnst henni hún hafa farið á
mis við eitthvað í æsku út af tónlist
inni. „Já, svolítið, en ekkert sem ég sé
eftir. Það sem ég hef fengið í staðinn er
miklu dýrmætara. Ég er með svo mikla
reynslu af því að ég byrjaði svo ung. Ég
er búin að vera jafnlengi í bransanum
og þeir sem teljast einhverjir reynslu
boltar í dag. Fólk fattar það bara ekki af
því að ég er bara tuttugu ára.“
Jóhanna viðurkennir að henni hafi
stundum verið strítt þegar hún var
yngri, en hún var aldrei lögð í einelti.
„Ég átti fullt af vinkonum og á fullt af
vinkonum og er mjög þakklát fyrir
hvernig lífið og þessi bransi hefur trítað
mig. Ég þarf líka oft alveg að klípa mig.“
Var næstum því rænt
Eins og við er að búast hefur Jóhanna
lent í ýmsum undarlegum uppákom
um í tengslum við tónlistina. Einu at
viki, sem átti sér stað á síðasta ári,
gleymir hún þó seint.
„Það var einu sinni planað að ræna
mér, held ég!“ Þá var pólskur aðdáandi
hennar, sem hún var í sambandi við í
gegnum aðdáendasíðuna sína Team
Yohanna, búinn að setja upp stóra tón
leika í Póllandi, að hún hélt. Hún fékk
í hendurnar mjög ítarlega dagskrá yfir
tónleikana, sem og ferðadagskrá. Tón
leikana átti svo að sýna á stærstu sjón
varpsstöðinni í Póllandi.
Þetta leit allt vel út á pappírum og
þar sem Jóhanna var vön því á þessum
tíma að vera að syngja á stórum tón
leikum þá kom það henni ekki á óvart
hve umfangsmiklir umræddir tón
leikar áttu að vera. Það var samt eitt
hvað í hjartanu sem sagði henni að
þetta væri ekki í lagi. Hún ákvað því
að segja umræddum manni að hún
treysti sér ekki í verkefnið.
Sama dag fékk hún bréf frá manni
sem sagðist vera bróðir hans og hann
sagði manninn hafa lent í bílslysi og
lægi á spítala. Bréfinu fylgdu mynd
ir frá slysstað og af manninum slös
uðum. Jóhanna varð þá miður sín
yfir að hafa hafnað boðinu. Pólskur
blaðamaður aðstoðaði Jóhönnu við
að komast til botns í málinu og þá kom
hið sanna í ljós. Myndirnar reyndust
að sjálfsögðu falsaðar.
„Þetta var allt plat þessi ferð og það
hefur örugglega verið búið að plana
að ræna mér í mansal eða eitthvað.
Ég allavega átti að fara til Póllands og
það voru engir tónleikar, þetta var bara
uppspuni frá grunni. Þetta var alveg
rosalegt. Í hjartanu fannst mér þetta
eitthvað skrýtið og það var rétt sem ég
hélt,“ segir hún og er mikið niðri fyrir.
Er snyrtivöru- og
„make up“-fíkill
Það kemst fátt annað að í lífi Jóhönnu
en söngurinn en hún á sér þó önnur
áhugamál sem hún reynir að sinna
þegar tími gefst til. „Ég hef aðeins ver
ið í hestunum og ég á fjóra hunda. Svo
reyni ég að eyða sem mestum tíma
með fjölskyldunni og kærastanum
mínum. Svo er ég reyndar snyrtivöru
og „make up“fíkill, finnst geðveikt
gaman að greiða hárið á mér fyrir gigg
og mála mig,“ segir hún hlæjandi.
En hvar sér hún sig í framtíðinni?
„Draumurinn er bara að lifa á tónlist
inni og syngja.“ Hún stefnir þó ekkert
endilega á heimsfrægð. „Ef það kemur
þá kemur það. Ég er hætt að búast við
einhverju. Ég er alin upp þannig í tón
listinni að ég eigi að vera svona og hin
segin í framtíðinni en núna vil ég lifa
í núinu. Ég er bara að gera mína tón
list og ég elska það.“ Hana langar líka
til að eignast börn, en ekki strax þó,
kannski eftir fimm ár. „Ég hef alveg trú
á að maður geti gert þetta allt,“ segir Jó
hanna að lokum.
„Ég er ekki þessi týpa“
„Þetta var oft erf-
itt, sérstaklega
þegar maður er svona
ungur og skilur kannski
ekki alveg þegar stefnt
er að einhverju og síðan
verður ekkert úr því.
Var næstum því rænt Jóhanna Guðrún
var í fyrra svikin af Pólverja og telur að hann
hafi verið búinn að plana að ræna henni.
m
y
n
d
s
ig
tr
y
g
g
u
r
a
r
i
m
y
n
d
s
ig
tr
y
g
g
u
r
a
r
i