Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Side 50
50 | Sakamál Umsjón: Kolbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is 13.–15. maí 2011 Helgarblað A rthur Shawcross fæddist í Kittery í Maine í Banda- ríkjunum og síðar á lífsleið- inni fullyrti hann að hann hefði alist upp í skugga ofríkis móð- ur sinnar. Hann var elstur systkina sinna og meig undir langt fram á unglingsár. Snemma beygðist krókurinn og áður en hann giftist í fyrsta skipti hafði hann fengið dóm fyrir innbrot og líkamsárás. Hann var í banda- ríska hernum í Víetnam árin 1967 og 1968. Um svipað leyti skildi hann við fyrstu eiginkonu sína og að her- þjónustu lokinni kvæntist hann í annað sinn. Hjónakornin fluttu til Clayton í New York-ríki og ástríða sem hafði gert vart við sig áður varð Arthur áviðráðanleg. Arthur hafði mikla ánægju af íkveikjum; kyn- ferðislega að sögn hergeðlæknis sem hafði haft hann til meðferð- ar. Þessi ástríða ásamt innbrotum varð til þess að hann fékk fimm ára dóm, sem hann afplánaði þó aðeins 22 mánuði af, og annað hjónaband hans rann sitt skeið. Misnotaði og myrti tvö börn Að afplánun lokinni fékk Arth- ur vinnu í Watertown og kvænt- ist í þriðja skipti. Í maí 1972 lokk- aði Arthur tíu ára dreng, Jack Owen Blake, inn í rjóður, misþyrmdi hon- um kynferðislega og myrti hann. Nýr ferill var í uppsiglingu hjá Arth- ur og fjórum mánuðum síðar end- urtók hann leikinn. Fórnarlambið var átta ára stúlka, Karen Ann Hill, sem var í heimsókn í Watertown ásamt móður sinni. Arthur Shawcross var handtek- inn fyrir þessi morð og játaði sekt sína. Hann var sakfelldur og fékk 25 ára dóm. Ætla mætti að með slíkum mála- lyktum hefði morðferli Arthurs lok- ið, en því var ekki að heilsa. Eftir að hafa afplánað fjórtán ár og hálfu betur fékk Arthur reynslulausn, í apríl 1987. En fortíðin reyndist Arth- ur þung byrði að bera og þegar for- saga hans kom í ljós var hann hrak- inn úr íbúðum og rekinn úr störfum. Að lokum kom skilorðsfulltrúi hans honum fyrir í Rochester í New York- ríki. Þetta var síðla í júní og slæmir tímar í vændum fyrir íbúa Roches- ter. Arthur tekur til hendinni Þegar Arthur hófst handa að nýju var það með örlítið breyttu sniði frá því í fyrri morðum og í stað barna urðu aðallega vændiskonur fyrir barðinu á honum. Í mars 1988 hóf hann að myrða að nýju og áður en hann var handtekinn aftur tæpum tveimur árum síðar hafði hann myrt tólf konur. Ein þeirra var June Cicero sem Arthur myrti 17. desember árið 1989. Áhöfn eftirlitsflugvélar sem flogið var yfir Salmon-á, sem þá var í klakaböndum, fann lík hennar 3. janúar 1990. Þar hafði Arthur fleygt líki hennar og þegar eftirlitsflugvélin flaug þar yfir sá áhöfn hennar Arth- ur þar sem hann stóð við bifreið sína og létti á sér á brúnni yfir ána. För Arthurs var stöðvuð í Spence- port þann sama dag og hann úr- skurðaður í varðhald og síðar hand- tekinn. Hann játaði alla sína glæpi í varðhaldinu. Ótrúlegar stríðssögur Réttarhöldin yfir Arthur Shawcross hófust í nóvember 1990 í Monroe- sýslu og var hann ákærður fyrir tíu morð. Arthur lýsti sig saklausan og bar við geðveiki og var fullyrð- ing hans studd mati geðlæknisins Dorothy Lewis. Dorothy sagði að Arthur þjáðist af persónuleikarösk- unum, áfallastreitu og mögulega af- leiðingum kynferðislegrar misnotk- unar í bernsku. Það vantaði svo sem ekki að Arth- ur legði sín lóð á vogarskálarnar því hann var þekktur fyrir að segja ótrú- legar sögur af dvöl sinni í Víetnam þar sem hann hafði verið í birgða- og flutningadeild bandaríska hers- ins. Sögur hans fjölluðu gjarna um mannát, sem átti að hafa átt sér stað þegar hann var einn á ferð í skógum Víetnam. Þegar Arthur snéri heim frá Víet- nam á sínum tíma sagði hann vin- um sínum sögur af bandarískum hermönnum sem höfðu verið flegn- ir frá toppi til táar og fullyrti að hann hefði afhöfðað tvær konur sjálfur og stjaksett höfuðin. Greinir á vegum bandarísku al- ríkislögreglunnar FBI vísaði öllum frásögnum Arthurs til föðurhúsanna og sagði af og frá að í þeim væri að finna sannleikskorn. Dómur og dauði Arthur Shawcross var sakfelldur fyrir tíu morð og fékk 250 ára fang- elsisdóm. Nokkrum mánuðum síðar var réttað yfir honum vegna morðs á konu að nafni Elizabeth Gibson, sem hafði verið myrt und- ir nóvemberlok 1989. Arthur játaði sekt sína og fékk lífstíðardóm fyrir vikið. Arthur var settur á bak við lás og slá í Sullivan-fangelsinu í Fallsburg í New York-ríki og var þar til dauða- dags 10. nóvember 2008. Árið 2003 gortaði hann af því í viðtali að hafa skorið af og étið kyn- færi þriggja fórnarlamba sinna. Í viðtali árið 2006 fullyrti hann að hann hefði verið kynferðislega mis- notaður af móður sinni í bernsku og að hann hefði sjálfur misnotað yngri systur sína. Hann sagði aukin- heldur að hann hefði myrt vændis- konur til að hefna sín því ein vænd- iskona sem hann hafði lagt lag sitt við hefði verið HIV-smituð. Að eig- in sögn borðaði hann líkamshluta sumra fórnarlambanna vegna þess að hann taldi sig smitaðan og vildi flýta dauða sínum. Svo mörg voru þau orð. n Arthur Shawcross gat sér orð sem Morðinginn við Genesee-á n Morðin sem hann framdi voru svo hrotta- fengin að svæsnustu raðmorðingjum þótti nóg um Morðinginn í rochester „Þegar Arthur snéri heim frá Víetnam á sínum tíma sagði hann vinum sínum sögur af bandarískum hermönn- um sem höfðu verið flegnir frá toppi til táar og fullyrti að hann hefði af- höfðað tvær konur sjálfur og stjaksett höfuðin. Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.