Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Blaðsíða 52
52 | Fókus 13. maí 2011 Helgarblað
DV1105068857_02.jpg
Gríni er ætlað að gleðja og kalla fram bros eða hlátur en slíkt hefur
einkar uppbyggileg áhrif á andann og geðheilbrigðið. Sitt sýnist
þó hverjum þegar kemur að fyndni og kímnigáfa fólks er misjöfn
en muninn má meðal annars greina bæði á menningarhópum og
þjóðarbrotum. Það sem Íslendingi finnst hrikalega fyndið gæti
Frakkinn einfaldlega bara ekki skilið og það sem kreistir varla fram
vandræðalegt bros hjá íhaldssömum miðaldra kennara gæti látið
pönkarann fá magakrampa af hlátri.
Á
Íslandi hefur húmorinn líklega þró
ast í takt við vöxt og fjölda fjölmiðla
en hér áttu revíurnar vinsældum að
fagna áratugum saman bæði í sjón
varpi og útvarpi. Lengi vel var lítið um
innlent grín í íslensku sjónvarpi nema
sem brot inni í annarri dagskrá og aðeins einu
sinni á ári var gerð klukkustundarlöng gaman
söm samantekt á því sem gerst hafði á liðnu ári
og afurðin kölluð áramótaskaup.
Nú á tímum sér Spaugstofan um vikulegt
uppgjör af þessu tagi með söng og gamni meðan
vinsældir uppistandara fara vaxandi og örlítið
súrrealískari og grófari húmor nær vaxandi vin
sældum. Skemmst er þannig að minnast norska
barnaníðingsins sem Jón Gnarr lék í Tvíhöfða,
Silvíu Nætur og hennar furðulegu afreka og ótal
teikninga Hugleiks Dagssonar – gríns sem mörg
um finnst jafnvel hættulegt en er í raun ádeila á
hegðun og framgöngu mannsins.
Margrét Hugrún Gústavsdóttir kom að máli
við nokkra Íslendinga sem eiga það sameigin
legt að hafa fengið greitt fyrir að grínast. Hún
komst meðal annars að því hvaða grínistar hafa
haft mest áhrif, hverjir eru fyndnir í dag og að
netið hafi í raun bjargað gríninu.
Grín eldist
misjafnlega vel
Tilvitnanir missa
gildi sitt og fólkið
sem grínast er með
er löngu gleymt.
Hvað er svona fyndið við þetta?
Við grínumst allann
sólarhringinn
„Ef fólk á Barnalandi
fer að tala vel um
mig þá hætti ég að grínast.
S
teinþór Hróar Steinþórsson,
betur þekktur sem Steindi Jr.,
kom fyrst fram með sitt grín á
netinu en fór svo yfir á moni
tor.is sem þróaðist yfir í Monitor á
Skjá einum og þaðan yfir á Stöð 2.
Hvað er það fyrsta sem þér dettur
í hug þegar þú heyrir minnst á ís
lenskt grín?
„Munurinn á gríni í dag og gríni í
gamla daga er fyrst og fremst trúðs
lætin,“ segir Steindi. „Að breyta
röddinni og gretta sig í framan er
algerlega dautt. Fólk býst við meiru
núna. Grín þarf að vera hádrama
tískt og það þarf metnað. Persónu
lega finnst mér íslenskir grínistar
margir vera of latir. Það þýðir ekki að
fara bara inn á einhverja skrifstofu
og taka upp þriggja mínútna orða
grín og kalla það skets, það þarf eitt
hvað aðeins meira að koma til.“
Dofin augu í eina sekúndu
margborguðu sig
„Fólk er svo vant því að horfa á
Spaugstofuna og Áramótaskaup
ið að það heldur alltaf að það sé
verið að gera grín að einhverju sér
stöku. Hugsanlega er ekki verið að
meina neitt með einu eða neinu.
Við Bengt leikstjóri gerum ekki grín
að pólitík eða málefnum líðandi
stundar þannig að við erum ekk
ert að gera neina revíu heldur erum
við að reyna að skapa eitthvað nýtt
og skemmtilegt,“ segir Steindi og
leggur enn meiri áherslu á metnað
inn. „Málið er að fara bara í þetta
af öllum krafti og gera vel frá a–ö. Í
einu tilfellinu vorum við að gera tón
listarvídeo þar sem ég þurfti að láta
deyfa í mér augun fyrir eina sekúndu
af gríni. Bara eina sekúndu! Þetta var
erfitt en það margborgaði sig.“
Steindi segir þá Bengt vinna að
gríninu öllum stundum. Þeir tala
um grín og sketsa, horfa á grín og
skrifa glósur hvar sem þeir koma því
við. „Við grínumst allan sólarhring
inn. Fyrir mér snýst þetta um að vera
í æfingu. Þú ert að skrifa og veltast í
þessu allan daginn, þá ertu kominn
í rútínu og byrjaður að setja allt í
sketsaform. Við erum orðnir svolítið
fastir í þessu en auðvitað förum við
samt stundum í pásur.“
Hvað gerist þegar maður fer í
grínpásu?
„Það er alveg djókað í grínpásum,
við erum alveg fyndnir heima hjá
okkur. Þetta er ekki eins og maður
verði hrikalega alvarlegur svona inn
á milli. Við fylgjumst líka vel með
öllu gríni, sama frá hvaða landi það
kemur. Einhvern veginn er maður
alltaf að keppa við aðra í þessu. Þeg
ar við sjáum fyndna sketsa þá verð
um við alltaf svekktir yfir því að hafa
ekki fengið hugmyndina sjálfir.“
Ganverjar eru eftir á í gríni
Spurður að því hver húmorslaus
asta þjóð í heimi sé svarar Steindi:
„Ætli það séu ekki þeir í Svart
fjallalandi? Ég held að þeir séu
skuggalega leiðinlegir. Og menn
í Gana eru líka eitthvað eftir á í
gríni.“ Steindi leggur ríka áherslu á
að vera á tánum og hafa puttann á
púlsinum eins og sagt er.
„Ef maður ætlar að vera fram
arlega í einhverju þá er númer
eitt, tvö og þrjú að fylgjast með því
hvað er í gangi,“ segir hann. „Ég
horfi til dæmis ekki mikið á gamalt
grín svona að staðaldri – auðvitað
hef ég séð gamalt grín og á það
alveg – til dæmis Matreiðslunám
skeið með Gísla Halldórssyni og
Fasta liði eins og venjulega en ef
maður ætlar að vera góður í þessu
þá þarf maður alltaf að vera dug
legur að fylgjast með því sem aðrir
eru að gera núna.“
Tipp-exaði „Amma Skrattans“
á skólatöskuna
Hvað æskuna varðar segist Steindi
hafa verið „tvíhöfðakrakki“ sem
missti aldrei úr þátt. „Ég átti vina
hóp sem var með myndir af Pam
elu Anderson uppi á vegg en ég
skreytti herbergisveggina með
myndum af Tvíhöfða, Jóni Gnarr,
Sigurjóni og félögum. Ég tók líka
upp alla þættina með Fóstbræðr
um og gekk það langt að ég var
búinn að tippexa á skólatöskuna
mína „Amma Skrattans“ sem var
skets úr Nýársbombu Fóstbræðra,“
„Við grínumst allan sólarhringinn“