Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Blaðsíða 2
„Sophia Hansen er konan mín. Við höfum verið gift í sex mánuði og það hefur ýmislegt hent okkur á þessum tíma,“ segir Mohamed Attia frá Eg- yptalandi. Attia hefur búið á Íslandi um nokkurt skeið. Hann segir það ekki hafa verið auðvelt að koma til Íslands. Hér hafi hann mætt alls kyns fordómum, sérstaklega vegna upp- runa síns og trúarbragða. „Ég er múslími, en það breytir auðvitað engu. Mér hefur hins veg- ar verið sagt að hunskast aftur heim til mín, á Íslandi eigi ég ekkert er- indi,“ heldur Attia áfram. Hann telur mögulegt að fordómarnir gagnvart sér geti stafað af því að fyrri eigin- maður Sophiu, Halim Al, hafi ekki getið sér gott orð á Íslandi. Tungumálið erfitt Attia hitti blaðamann á kaffhúsi í miðborginni. Hann er hávaxinn og sterklegur, talar fyrirtaks spænsku en hefur enn sem komið er ekki náð tökum á íslenskunni. „Það er stundum erfitt að geta ekki talað íslensku. Flestir Íslendingar tala góða ensku, en ég er ekki mjög sterkur í enskunni,“ segir hann. Attia segir að deilur um for- ræði yfir dætrum Sophiu hafi vald- ið henni miklu hugarangri, og hún hafi enn ekki náð sér að fullu. Í ofan- álag hafi svo bæst við deilur við Sig- urð Pétur Harðarson, sem lengst af var sérlegur aðstoðarmaður Sophiu í baráttunni fyrir forræði yfir dætrun- um, Dagbjörtu og Rúnu. Eilíf málaferli Nú í vor stefndi Sigurður Pétur Harðarson Sophiu Hansen. Hann krefst þess að Sophia greiði sér tut- tugu milljónir króna og telur hana hafa notað fé sitt í heimildarleysi. Sigurður Pétur hefur ekki viljað tjá sig um málið en sagði í vor að hann hygðist senda frá sér greinargerð sem ekki hefur borist. Engin niður- staða hefur náðst í málinu. Eiríkur Gunnsteinsson, lögmaður Sigurðar Péturs, segir málið mjög skýrt af hálfu umbjóð- anda síns og telur ólík- legt á þessari stundu að sættir náist utan dómstóla. Sophia sagði sjálf í samtali við DV að öll málaferlin hefðu reynst sér afar erfið. „Ég hef þurft að selja ofan af mér húsið til þess að greiða skuldir vegna málaferlanna,“ sagði hún. Stendur með Sophiu Attia hefur haldið í hönd Sophiu síðustu mánuði og reynt að veita henni stuðning. „Við okkur blasa mörg og stór vandamál og ýmsir hlut- ir eru óuppgerðir,“ segir hann. „Það líður hins vegar að því að við segjum frá atburðum síðustu mánaða í smá- atriðum,“ heldur hann áfram. Hann vill meina að ýmislegt hafi drifið á daga sína og Sophiu sem eigi fullt erindi við þjóðina, sem á sín- um tíma veitti meðal annars fjárhagsaðstoð í bárátt- unni fyrir Rúnu og Dagbjörtu. Spurð- ur hvort hann vilji deila ein- hverum þessum atburð- um með les- end- um segir hann: „Það verður bráðlega.“ Þetta helst föstudagur 1. ágúst 20082 Fréttir DV - þessar fréttir bar hæst í vikunni Erfiðleikarnir í efnahags- lífinu halda áfram að magnast. Fréttunum af gjaldþrotum og fjöldaupp- sögnum fjölgar. Í vikunni bárust fréttir af því að Ræsir og Just4Kids hefðu sagt öllum starfs- mönnum upp auk þess sem ljóst varð að fleiri tugir starfsmanna Mest fengju ekki útborgað um þessi mánaðamót. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfé- lags Akraness, sagðist í viðtali við DV bera kvíðboga fyrir framtíðinni. Hann telur að uppsögnum eigi eftir að fjölga eftir því sem líður á haustið og veturinn. Vilhjálmur og verkalýðsfélagið hafa þurft að hjálpa félagsmönnum við innheimtu vangoldinna launa og sömu sögu er að segja víðar. uppsagnir og vangoldin laun Hildur Theódórsdótt- ir lenti í hremmingum þegar bíll hennar valt í ársbyrjun. Vandamálum hennar var þó ekki lok- ið því þegar hún vaknaði á sjúkrahúsi var lögreglumaður við hlið hennar sem tilkynnti Hildi að hún væri handtekin ásamt eig- inmanni sínum. Lögreglu grun- aði að maður Hildar, sem ekki hefur bílpróf, hefði verið við stýr- ið og flutti þau bæði á lögreglu- stöð til yfirheyrslu. Þar var Hild- ur illa haldin og að lokum flutt aftur á sjúkrahúsið. Vegna þessa lögreglumáls neitaði trygginga- félagið að greiða bætur af kaskótryggingu bílsins. Málið var látið niður falla fyrir skemmstu en ekki fyrr en Hild- ur hafði lent í miklum vandræðum. handtekin eftir bílveltu Kostnaður forsetaembættisins vegna matarboðs f yrir mörthu stewart var 109 þúsund Krónur. 45 þúsund Krónur bættust við vegna matarKaupa í forsetabú stað- inn þar sem martha og föruneyti dvaldi í fimm dag a. 154 þúsund fyrir matinn slöKKviliðsmenn á KeflavíKurflug- velli áKveða í dag hvort þeir ganga út á morgun eða taKa sáttaboði flugvallaryfirvalda. gangi þeir út fellur millilandaflug líKlega niður. úrslitastund millilandaflugs fréttir F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.is besta rannsóknarblaðamennska ár sins fjöldi fólKs missir vinnuna um mánaðamótin. „þeg ar líður á haustið og veturinn liggur alveg fyrir að talsve rt verð- ur um uppsagnir,“ segir vilhjálmur birgisson, form aður verKalýðsfélags aKraness, og er svartsýnn á fram haldið. fimmtudagur 31. júlí 2008 dagbla ðið vísir 139. tbl. – 98. árg. – verð k r. 295 handtekin a sjukrabeði eftir bilslys uppsagnahrina dynur yfir hin 17 ára sara björK gunnarsdóttir er talin efnilegasta KnattspyrnuKona landsins. þjálfarar sem dv talaði við halda eKKi vatni yfir henni. Í hópi þeirra bestu hildur theódórsdóttir lenti í bílveltu með eiginmanni sínum: sport fréttir handtekin þegar hún vaknaði á sjúkrahúsi lögregla yfirheyrði hildi og mann hennar afar reið vegna meðferðar lögreglunnar allar sakir felldar niður eftir að rannsókn lauk fréttir 2 Verðlaunatillagan í sam- keppninni um nýbygg- ingu Listaháskóla Íslands við Laugaveg hefur leitt til mikilla deilna. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri er andvígur tillögunni sem er ekki í samræmi við götumynd Lauga- vegarins á þessum slóðum. Ólöf Guðný Valdemarsdóttir, fulltrúi F-lista í skipulagsráði og fyrr- verandi aðstoðarmaður borgar- stjóra, kvað ekki upp úr um hvort hafna ætti tillögunni eða ekki. Skömmu eftir það vék Ólafur borgarstjóri henni úr skipulagsráði og skipaði í hennar stað mann sem er andvígur verðlaunatillögunni. „Það fyndna í þessu er að hann hefur ekki vald til að reka einn eða neinn úr skipulagsráði,“ sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. rimmur í borginni ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 20088 Fréttir Pústrar íborgarstjórn Ólafur� ��� �a������� Hvað sem öðru líð- ur er ljóst að mein- ingar borgarstjóra og sjálfstæðis- manna um flug- völlinn eru ekki samræmanlegar. Bitruvirkjun Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti að hætta undirbúningi Bitruvirkjunar 20. maí síðastliðinn með sjálfstæðismanninn Kjartan Magnússon í broddi fylkingar. Ólafur F. Magnússon fagnaði þeirri ákvörðun sama dag og fullyrti að þar með hefði virkjunin verið slegin út af borðinu. Á borgarstjórnarfundi síðar um daginn óskaði hann borgar-búum og landsmönnum til hamingju með ákvörðunina.Það skaut því skökku við þegar Kjartan birtist á forsíðu Fréttablaðsins 24. júlí síðastliðinn og hélt því fram að ekki hefði verið hætt við virkjunina, heldur hefði undirbúningi hennar verið frestað. Ólafur brást við orðum Kjartans og sendi frá sér yfirlýsingu daginn eftir þar sem hann áréttar án refja að virkjunin hafi verið slegin af. Vangaveltur um annað séu óþarfar á meðan núverandi meirihluti stjórni borginni. vatns�ýrin „Það er mín eindregna skoðun að við eigum að byggja í Vatnsmýrinni. Þar á að vera íbúðabyggð í framtíðinni,“ var haft eftir Gísla Marteini Baldurssyni á fundi sjálfstæðismanna í Reykjavík í janúar. Aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu sömu skoðun á fundinum. Ólafur F. hefur hins vegar oft tekið af öll tvímæli um af-stöðu sína til flugvallarins; hann verði áfram í Vatnsmýrinni til langrar framtíðar. Í málefnasamningnum var millivegurinn genginn og sagt að ekki yrði tekin ákvörðun um flutning flugvallarins á þessu kjörtímabili. Sjálfstæðismenn hafa lýst því yfir að þess í stað verði tíminn notaður til að kanna önnur flugvallarstæði.Hvað sem öðru líður er ljóst að meiningar borgarstjóra og sjálfstæðismanna um flugvöllinn eru ekki samræmanlegar. ListaháskÓLinn Tillaga sem vann hönnunarsamkeppni um nýtt húsnæði Listaháskólans gerir ráð fyrir því að hann rísi við Frakkastígsreitinn svo- kallaða í miðbæ Reykjavíkur. Í tillögunni er gert ráð fyrir því að tvö af þremur eldri húsum á reitnum víki fyrir nýbyggingunni. Áður en tillagan var tekin til umræðu í skipulagsráði hafði Ólafur F. slegið því föstu að skipulagsráð myndi ekki samþykkja tillög- una í óbreyttri mynd. Í málefnasamningi F-lista og Sjálfstæðisflokks segir enda að varðveita skuli 19. aldar götumynd miðbæjar- ins eins og kostur er. Formaður skipulagsráðs, sjálfstæðismaðurinn Hanna Birna Kristjánsdóttir, hefur síðan boðað til fundar með forsvars- mönnum Listaháskólans um hvernig sætta megi mismunandi sjónarmið í málinu. Björn Bjarnason dómsmálaráð-herra lítur á það sem svo að Hanna vilji tryggja að skólinn rísi á grundvelli verðlaunatillögunnar sem kynnt hefur verið, enda er hann líkt og fleiri afar hrifinn af tillögunni. Hvort niðurstaðan verði Ólafi að skapi verður tím-inn að leiða í ljós.ingi hennar verið frestað. Ólafur brást við orðum Kjartans og sendi frá sér yfirlýsingu daginn eftir þar sem hann áréttar án refja að virkjunin hafi verið slegin af. Vangaveltur um annað séu óþarfar á meðan núverandi meirihluti stjórni borginni. strætÓ Sjálfstæðismaðurinn Gísli Marteinn Baldursson hefur lýst því yfir að hann telji rétt að bjóða út allan akstur Strætó til einkaaðila. Ármann Kr. Ólafsson, stjórnarformaður Strætó, hefur einnig viðrað sömu sjónarmið, svo og ýmsir fulltrúar í stjórn Strætó. Ólafur F. er hins vegar á öndverðum meiði og lýsti algjörri andstöðu við einkavæðingu Strætó nýlega. Í samtali við Fréttablaðið rifjaði hann upp þegar vilji stóð til þess að einkavæða fyrirtækið árið 1994: „Ég man eftir því þegar vilji var til að einkavæða Strætó fyrir árið 1994. Borgarbúar vildu það ekki þá og þeir vilja það ekki nú og ég ekki heldur.“ Stjórn Strætó hefur engu að síður samþykkt að bjóða út helm- ing akst- ursleiða fyrir- tækisins í haust. Ólafur� ��� �a������� Kom ár síns flokks vel fyrir borð í meirihlutasamstarfinu. Mynd DV / Stefán ha��a Bir��a kr�i�tjá��dóttir� Þarf að stíga varlega til jarðar varðandi byggingu nýs listaháskóla. Mynd DV / Gúndi Gí�li �ar�tei�� Baldur����� Vakti litla kátínu borgarstjóra með hugmyndum um útboð strætisvagnaaksturs og íbúðabyggð í Vatnsmýri. Mynd DV / Stefán kjar�ta� �a������� Var snarlega leiðréttur af borgarstjóra eftir að hafa ýjað að því að Bitruvirkjun væri enn í spilunum. Mynd DV / Ásgeir hafsteinng@dv.is 3 Mohamed Attia, eiginmaður Sophiu Hansen, seg- ist þurfa að sitja undir fordómum hér á landi. Hann telur þá með- al annars stafa af því að hann sé múslími frá Egyptalandi. Attia hitti blaðamann og sagði margt vera óuppgert vegna málaferla sem Sophia hefur þurft að standa í. Hann ætlar að standa þétt við hlið konu sinnar og leiða sannleikann í ljós. hitt málið SOPHIA HANSEN ER KONAN MÍN SigTryggur Ari jóHAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is „Mér hefur hins vegar verið sagt að hunskast aftur heim til mín.“ Sophia attia segir sophiu hafa gengið í gegnum afar erfiða tíma. Hann vonast til þess að nú taki betra við, en segir að fyrst þurfi uppgjör að eiga sér stað. Attia Þrátt fyrir tungumálaörðugleika vinnur Mohamed attia að því að leiða sann- leikann í ljós í málefnum sophiu Hansen. Hann kveðst mæta fordómum á Íslandi. Að eiga og elska heimsins versta hund -Mjög fyndin ástarjátning ... Í bókinni Marley og ég er viðfangsefninu lýst af hlýju ... gamansemi og ástúð. New York Times -Fyndin og hjartnæm saga um fimmtíu kílóa Labrador sem var jafn tryggur og elskulegur og hann var óþekkur. People -Hugsanlega hugljúfasta bók ársins. Sannarlega hundavinabók ársins. USA Today MARLEY OG ÉG er bók sem allir hundaáhugamenn verða að lesa - og hinir líka. Marley og ég John Grogan Að eiga og elska heimsins versta hund Á metsölulista New York Times Frum- útgáfa í kilju HÓLAR InnlendarfréttIr ritstjorn@dv.is Fimmtudagur 31. júlí 20086 fréttir „Ég held að það sé full ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af atvinnu- ástandinu. Þegar líður á haustið og veturinn liggur alveg fyrir að það verður talsvert um uppsagnir. Ég ber verulegan kvíðboga fyrir því sem koma skal. Þetta er bara byrjunin,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formað- ur Verkalýðsfélags Akraness. Hann hefur sérstakar áhyggjur af bygging- ariðnaðinum en þurft hefur að inn- heimta launakröfur hjá þremur bygg- ingarverktökum sem starfað hafa á svæðinu en ekki getað greitt starfs- mönnum laun. Dræm sala í Just4kids Sömuleiðis er óvissa um launa- greiðslur til starfsmanna tveggja leik- fangaverslana Just4kids en þeim var sagt upp störfum í gærmorgun. Um tuttugu og fimm starfsmenn misstu vinnuna og getur Ólafur Örn Jónsson, framkvæmdastjóri og eigandi versl- ananna, ekki sagt til um hvort eða hvenær þeir fá laun sín. „Þetta er bara allt í vinnslu.“ Hann segir Just4kids ekki vera gjaldþrota en verslununum hafi ver- ið lokað áður en illa færi. „Við höfum fundið fyrir því síðustu þrjá mánuði að salan hefur verið dræm,“ segir hann. Ekki hefur verið inni í myndinni að opna aðra minni verslun í stað þeirra stærri en verslun Just4kids í Garða- bæ var ein stærsta leikfangaverslun á Íslandi. Aðeins eru níu mánuðir frá því hún var opnuð en sömu eigend- ur ráku áður verslanir Leikbæjar. Að- spurður hvað sé næst á dagskránni segir Ólafur: „Það er bara að ganga frá og loka.“ Bjuggust við uppsögnum Bifreiðaumboðið Ræsir hefur einnig sagt upp öllum sínum starfs- mönnum, tæplega sextíu manns. DV náði tali af einum þeirra í gær. Hann segir að fyrirtækið sé ekki gjaldþrota heldur hafi fólki verið sagt upp til að hagræða í rekstri. Þannig eigi ein- hverjir von um að verða endurráðn- ir og vildi hann ekki minnka líkur á að hann sjálfur fengi starfið sitt aftur með því að tala opinberlega um fyrir- tækið undir nafni. Hann segir að starfsfólki hafi ekki komið uppsagnirnar mjög á óvart þó þær hafi vissulega komið illa við fólk. Fyrirtækið Íshlutir festi fyrir nokkru kaup á Ræsi en sú sala gekk til baka. Eftir það hafi starfsfólk farið að gruna að reksturinn gæti staðið betur. Enn er óvíst hvort starfsmenn fái laun sín greidd út uppsagnarfrestinn. Engin laun í ágúst Hins vegar liggur þegar fyrir að áttatíu til hundrað manns sem störf- uðu hjá steypufyrirtækinu Mest, sem nýlega fékk nafnið Tæki, tól og bygg- ingarvörur ehf., fá ekki greidd laun fyrir júlímánuð. Farið var fram á gjaldþrotaskipti þess hluta á þriðju- dag en Glitnir tók nýlega yfir rekstur steypustöðva Mest, auk hellugerðar og múrvöruverslunar. Nokkrir tugir þeirra starfsmanna sem fá engin laun þessi mánaðamót- in eru félagar í VR og mun það aðstoða þá við að fá þær greiðslur sem þeir eiga inni. Ef þrotabúið á ekki fyrir þeim kröf- um mun skiptastjóri senda kröfurnar til Ábyrgðasjóðs launa og ábyrgð sjóðsins mun þá ganga yfir kröfurnar. Elías Magn- ússon, for- stöðumað- ur kjarasviðs VR, segir að þessi ferill geti tekið nokkra mánuði og því verði starfsmennirnir án launa fyrir júlí- mánuð, að sinni. Ekki öfundsverð staða Glitnir hefur mátt þola nokkra gagnrýni vegna yfirtökunnar sem varð til þess að tugir misstu vinnuna. Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis, segir að bankinn hafi með þessu ver- ið að lágmarka skaða flestra aðila. „Í sjálfu sér voru fáir góðir kostir í stöð- unni en með þessu voru bankinn og lánardrottnar að reyna að lágmarka skaðann og ekki síst þeirra hundrað starfsmanna sem áfram munu starfa hjá steypustöðinni Mest.“ Vilhjálmur Birgisson segir ekki öfundsvert fyrir fólk sem þarf að greiða af skuldum að missa vinn- una skyndilega: „Það getur ekki farið nema á einn hátt,“ segir hann. HRINA UPPSAGNA Erla HlynsDóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is óvissa með launagreiðslur Salan hjá just4kids hefur verið dræm síðustu þrjá mánuði og því var ákveðið að loka áður en verslunin yrði gjaldþrota. Óvíst er hvort starfsmenn fá laun sín um mánaðamótin. Fleiri hópuppsagnir í vændum Vilhjálmur Birgisson telur að uppsagnahrinan sé rétt að byrja. í haust og vetur megi því eiga von á enn fleiri hópuppsögnum, sérstaklega í byggingariðn- aði. Álagning opinberra gjalda á ein- staklinga og einyrkja fyrir árið 2008 var birt í gær. Um er að ræða álagn- ingu á tekjuskatti, fjármagnstekju- skatti og útsvari á tekjur ársins 2007. Alls töldu tæplega 265 þúsund manns fram. Einn af hverjum átta framtelj- endum er með erlent ríkisfang. Þrátt fyrir að kreppan hafi byrj- að að segja til sín á tímabilinu virð- ist sem þessi tekjustofn ríkissjóðs hafi lítið rýrnað. Þvert á móti hækkar samanlögð álagning tekjuskatts og útsvars um rúm fimmtán prósent á milli ára og halar inn alls 213,6 millj- örðum króna. Tekjuaukning sveitarfélaganna vegna útsvarsgreiðenda sinna hef- ur aldrei verið meiri að óbreyttri útsvarsprósentu. Aukningin nem- ur um ellefu prósentum. Mest er aukning skattheimtunnar þó vegna fjármagnstekjuskatts. Álagður fjár- magnstekjuskattur einstaklinga eykst um vel rúman helming á milli ára. Það er því ljóst að ekki væsir um ríkissjóð á hinum síðustu og verstu tímum. Heimilin virðast raunar ekki standa mikið verr fyrir vikið, en framtaldar eignir heimilanna auk- ast um fimmtung frá fyrra ári. Þær nema alls meira en 3.300 milljörð- um króna. Um sjö tíundu hlutar þess verðmætis eru fólgnir í fasteignum. Skuldir heimilanna námu tæpum 1.350 milljörðum króna í árslok 2007 og höfðu vaxið um fimmtung frá ár- inu áður. Skatturinn græðir í kreppunni skattfé Eykst mikið milli ára. SUS fagnar ákvörðun Samband ungra sjálfstæðis- manna fagnar yfirlýsingu Akur- eyrarbæjar um að fallið verði frá fyrri ákvörðun um aldurs- takmarkanir á tjaldsvæðum bæjarins um verslunarmanna- helgina. Ungir sjálfstæðismenn fagna því að bæjarstjórn Akur- eyrar hafi sýnt ungu fólki traust og þakka þeim heimamönnum sem deildu á ákvörðun bæjar- stjórnar á síðasta ári. Þeir vona jafnframt að önnur sveitarfélög fylgi fordæmi Akureyrar og beiti öðrum úrræðum en aldurstak- mörkunum. Steypustöð í Bolungarvík Steypustöð rís nú í Bolung- arvík og eru það starfsmenn BM Vallár sem vinna hörðum hönd- um að uppsetningu hennar samvkæmt fréttavefnum vikari. is. Steypustöðin rís á þeim sama stað og sambærileg stöð var reist á í tengslum við byggingu rat- sjárstöðvar á Bolafjalli á níunda áratugnum en nú skal hún not- uð við byggingu jarðganga undir Óshlíð. Mikil uppbygging er nú í Bolungarvík og merkja má auk- in umsvif víða í byggðarlaginu sem hlýtur að auka enn frekar á blómlegri byggð í bæjarfélaginu. Níu atvinnulausir Alls eru níu einstaklingar at- vinnulausir á Vestfjörðum, sam- kvæmt fréttavef Bæjarins besta, en færri hafa ekki verið atvinnu- lausir á Vestfjörðum um árabil. Aftur á móti vantar fleira fólk í vinnu en á vef Svæðisvinnu- miðlunar á Vestfjörðum eru þrettán störf auglýst laus, alls 21 stöðugildi. Meðal annars er leit- að eftir húsasmið, vélamönnum, matráði og leikskólakennara. Mikil þensla er á Vestjörðum þessa dagana og má gott ástand rekja til þess. Stakkarnir sagðir stolnir Fjögur ungmenni í sam- tökunum Saving Iceland, sem lögðust yfir þjóðveginn við Grundartanga á dögunum, voru í skjólfatnaði frá Orkuveitunni. Enginn þar á bæ kannast við að hafa gefið gallana en talsmaður mótmælenda fullyrðir engu að síður að starfsmaður fyrirtækis- ins hafi komið færandi hendi. Í yfirlýsingu frá Orkuveitunni segir að lögreglan hafi vakið at- hygli þeirra á því að lagt var hald á regnstakkana fjóra sem ætlað þýfi í höndum fjögurra erlendra ungmenna sem ekkert starfaði við uppgræðslu hjá Orkuveit- unni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.