Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Side 36
föstudagur 1. ágúst 200836 Helgarblað DV „Þegar við opnuðum kaffihúsið árið 1999 var meiningin að vera með kaffi, kleinur og jafnvel vöfflur. En sú hugmynd hefur heldur betur hlaðið utan á sig,“ segir Ólöf Hall- grímsdóttir, bóndi á Vogum. „Við byggðum okkur nýtt kúafjós á þess- um tíma en þar sem við erum með svo lítið land gátum við ekki haft fleiri beljur. Því urðum við að leita að öðrum leiðum til að skapa okk- ur lífsviðurværi, því var ákveðið að prufa að opna kaffihús fyrir gesti og gangandi.“ Bjóða upp á svæðis- bundinn mat Í kaffihúsinu bjóða þau aðeins upp á mat sem þau framleiða sjálf. „Við bjóðum fólki upp á svæðis- bundinn mat eða þann mat sem við erum alin upp við, til dæm- is reyktan silung og hangikjöt. Það er mjög sterk hefð hér í sveitinni fyrir reyk- tum mat og er reyk- ingarkofi á hverjum einasta bæ,“ seg- ir Ólöf. „Við bjóð- um einnig upp á hverabrauð sem við bökum sjálf í jarðhitanum. Það er svipað með hvera- brauðið og reykinga- kofana hér í sveitinni að flestir eru í því og það liggur við að hver fjölskylda eigi sína eigin holu til að baka í.“ Ólöf býr einnig til osta. „Við höf- um alltaf haft áhuga á ostum. Við fengum að gjöf danska bók með uppskriftum að heimalöguðum ostum. Eftir að við fengum bókina fórum við að búa til osta úr okkar mjólk. En mágkona mín er sú sem sér mest um ostagerðina.“ Grænn fjölskyldurekstur Ólöf sér ekki ein um alla vinn- una en maðurinn hennar og fjög- ur börn, ásamt bróður hennar, eig- inkonu hans, sonum þeirra og systur hennar, koma öll að einhverju leyti að fyrirtækinu. Því má segja að reksturinn á Vogafjósi sé fjöl- skyldufyrirtæki. „Það má segja að það sem við bjóðum upp á sé grænn matur því í honum eru eng- in aukaefni. Við notum aðeins af- urðir frá okkur eins og í gúllassúp- una sem við bjóðum upp á, þar notum við bara kjöt frá okkur. Við viljum að gestirnir viti hvað þeir eru að borða.“ Reka gistiheimili Árið 2005 missti maður Ólafar vinnuna þegar kísilverksmiðjunni var lokað. Eftir það fóru hjónin að spá í hvað þau gætu gert, hvort hann ætti að fara að vinna á Kára- hnjúkum eða leita sér að vinnu annars staðar. „Þetta var mikið hugsað og rætt en ákvörðunin var sú að byggja gistihús á landinu okkar. Við byggðum tvö bjálkahús frá Eistlandi. Í gistiheimilinu eru tuttugu herbergi með baði,“ segir Ólöf. „Þeir sem gista hjá okkur fá morgunmatinn í Vogafjósi. Á með- an þeir eru að borða morgunmat- inn horfa þeir á mjaltirnar í gegn- um glerið.“ Þeir sem fara til þeirra hjóna í Vogafjós eru flestallir að sækjast eftir einhverju öðruvísi. „Við erum kannski öðruvísi af því að við búum í Mývatnssveit,“ segir Ólöf og hlær. Martha Stewart í Vogafjósi Nokkrir heimsþekktir einstakl- ingar hafa kíkt í heimsókn í Voga- fjós. Martha Stewart er ein þeirra. „Hún kom með okkur að taka upp hverabrauð. Henni fannst þetta mjög merkilegt. Við fórum svo í fjósið og smökkuðum á hvera- brauðinu og gáfum henni ískalda mjólk með,“ segir Ólöf. „Við gáfum henni svo rétt af matseðlinum sem kallast Vogafjós speciality. Sá rétt- ur er sýnishorn af öllum þeim af- urðum sem við framleiðum. Reykt- ur silungur, grafinn silungur, hrátt hangikjöt, mossarellaostur, fetaost- ur, hverabrauðið, heimagerð blá- berjasulta ásamt sultum og með- læti sem við gerum líka.“ Þegar blaðamaðurinn spyr hvernig Mörthu Stewart hafi líkað starfsemin svarar hún ánægð: „Ég held að henni hafi litist alveg ágæt- lega á þetta. Hún sagðist eiga vina- fólk í Bandaríkjunum sem er með örfáar kýr eins og við og hún sagðist ætla að segja þeim frá þessari kaffi- húsahugmynd,“ segir Ólöf og bætir stolt við að Martha hafi sagt: „Mér finnst þetta alveg frábært að leyfa fólki á kaffihúsi að horfa á kýrnar og mjaltir í gegnum glugga.“ Vogafjós komið til að vera Rekstur Vogafjóss hefur far- ið stigvaxandi síðustu ár og hafa þau bætt við sig ýmsum afurð- um. „Vogafjós er komið til að vera, eða ég vona það. Draumurinn er að færa úr kvíarnar og við stefn- um að því að stækka kaffihús- ið og bæta vinnuaðstöðuna líka. Þetta er sprungið eins og þetta er í dag,“ segir Ólöf. „Stóri draumur- inn ef við stækkum er að opna litla sveitabúð.“ Gistihúsið gengur von- um framar en fólk getur pantað gistingu með morgunmat. „Það er pantað með margra mánaða fyrir- vara, en Íslendingar hringja jafnvel degi áður en þá er oftast fullt,“ segir Ólöf að lokum. Konan HæfileikaR VikunnaR Íslenska söngkonan Lay Low hefur nú verið valin af þýska tónlist- artímaritinu stern í hópinn „Hæfileikar vikunnar“ en í hverri viku kynnir tímaritið þrjá unga og upprennnandi listamenn á heima- síðu sinni. auk þess er skellt inn tónlistarmyndbandi frá viðkom- andi tónlistarmanni og gefst notendum síðunnar kostur á að kjósa þann sem þeir telja að sé besti listamaður vikunnar. Með umfjöll- uninni um Lay Low fylgir myndbandið við lag hennar Please don‘t Hate Me og verður kunngert í lok vikunnar hver sigraði í kosning- unni. Hægt er að kjósa Lay Low inni á heimasíðunni stern.de.uMsjón: kOLBrún PáLÍna HELgadóttIr kolbrun@dv.is Ólöf Hallgríms- dóttir er uppalin í Vogum í Mývatns- sveit. Árið 1999 opnaði hún ásamt fjölskyldu sinni kaffihús í fjósinu. Á kaffihúsinu bjóða þau upp á veitingar sem þau framleiða sjálf. Árið 2005 byggðu þau gisti- heimili á landinu og gengur rekstur- inn vel. Kaffihús í fjósi upplýsingaskilti skiltið var gert til bráðabirgða í upphafi en það stendur enn á sínum stað. Áttu þér drauma- starf? Áttu þér draumastarf sem þig langar að vinna við alla ævi? Er eitthvað sem stendur í vegi fyr- ir því? Hér verður sagt frá sjö góðum ráðum fyrir þær konur sem vilja og eru tilbúnar til að láta verða af því að fá drauma- starfið n menntun Ef þú ert ekki menntuð í því sem þig langar að fara að vinna við, endilega aflaðu þér hennar sem fyrst. Hægt er að fara í kvöldskóla eða fjarnám og því þarftu ekki að hætta að vinna á meðan. Einnig er hægt að fara á námskeið sem tengist draumastarfinu. n Heimsæktu staðinn Ef draumastarfið er ekki í nágrenni við þig gerðu þér þá ferð til að fara og skoða vinnustaðinn. Ef draumastarfið er í öðru bæjarfé- lagi er gott að afla sér upplýsinga um bæinn eða landið sem vinnustaðurinn er á. Þekkirðu einhvern sem hefur unnið eða vinnur við draumastarfið þitt? Þá hefur þú aðila á staðnum sem þú getur haft samband við. n upplýsingasöfnun aflaðu þér upplýsinga um fagið eða bransann sem þú vilt starfa við. Þú getur meðal annars gert það með því að leita þér upplýsinga á bókasafninu eða á netinu. n Gerðu áætlun gott er að gera áætlun bæði fjárhagslega og fleira. Hafðu samband við ráðgjafa á ráðningar- skrifstofu og fáðu leiðbeiningar um það sem þú ætlar að gera. Einnig er gott að hafa samband við bankaráðgjafa og gera fjárhagsáætlun, gott er að vita hvernig og hvort þú hafir efni á að fylgja draumunum. konan á bakvið Vogafjós ólöf Hallgrímsdóttir er konan á bak við Vogafjós, sem er fjölskyldufyrirtæki og komið til að vera. Ljósmyndari: Ari Tryggvasvon Hverabrauð Hver fjölskylda er með sína holu til að búa til hverabrauð. Gistihús árið 2005 byggði fjölskyldan gistihús á landinu og er nánast alltaf upppantað hjá þeim. Myndir: Úr einkasafni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.