Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Side 86

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Side 86
föstudagur 1. ágúst 200886 Síðast en ekki síst DV Bókstaflega „Það er svo mikið prósak að tengja við þjóðina og sérstaklega ef maður hefur verið aðeins til baka.“ n Bjartmar guðlaugsson tónlistarmaður spilar á Organ á laugardaginn og er spenntur fyrir því að spila fyrir landann. - dV „Ég er hrifinn af grasi en ekki til reykinga samt.“ n sigurður guðmundsson versl- unarmaður sem þöku- lagði ráðhústorgið á akureyri í skjóli nætur í vikunni. - dV   „Ég hef aldrei séð ann- að eins. Það líða um það bil tvær til þrjár mínútur á milli eldinga og það fylgir þessu gríðarlega mikil úrkoma.“ n gunnar sigurðsson, íbúi á djúpavogi, um þær þrumur og eldingar sem hann varð vitni að í bæjarfélaginu í fyrradag. - Vísir   „Þetta hefur aldrei gerst áður, hann bara rauk á dyr.“ n sverrir stormsker, tónlistar- og útvarpsmaður, var að taka viðtal við guðna ágústsson á útvarpi sögu þegar hann rauk á dyr. - dV „Þetta var hjúkrunar- kona sem birtist mér til dæmis þegar ég var veik eða leið illa. Ég var aldrei hrædd við hana þótt ég gerði mér grein fyrir að hún væri ekki þessa heims og mér leið alltaf betur þegar hún var nær- stödd.“ n guðbjörg sveinsdóttir miðill talar við Vikuna í opinskáu viðtali um líf sitt. - Vikan „Við fórum alltaf á flotta staði og það var skemmti- legt að láta stjana við sig.“ n Kristrún ösp Barkardóttir talar um samband sitt við fótboltamanninn dwight Yorke í séð og heyrt. „Þetta voru langbestu tónleikarnir sem við höfum spilað hérna heima og langbesta krádið. Það var alveg troðið og það var eins og að standa fyrir framan flugvélahreyfla þegar fólkið öskraði.“ n örn Elías guðmundsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Mugison, í viðtali við séð og heyrt. „Ég opnaði síðan augun og það fyrsta sem ég sá var lögreglu- maður. Hann tilkynnti mér að hann viki ekki frá mér.“ n Hildur theódórsdóttir lenti í bílslysi og var handtekin í kjölfarið. Hún er sár og reið yfir meðferðinni. - dV   Hver er maðurinn? „Hjálmar Gunnar Sigmarsson.“ Hvað drífur þig áfram ? „Það  er  jafnrétti,  femínismi,  réttlæti,  virðing,  skilningur,  góð  samskipti  og  forvitni.“ Helstu áhugamál? „Þau eru femínismi, samfélagsmál að  öðru  leyti,  tónlist,  lélegir  nördalegir  sjónvarpsþættir, matur og ferðalög.“ Átt þú fyrirmynd í lífinu? „Já, það mikið af hugrökku fólki sem  ég  hef  haft  kynni  af.  Svo  er  mikið  af  fallegu  og  hugrökku  fólki  í  kringum  mig og mikið af konum sem hafa gef- ið  mér  andagift  alla  tíð  og  svo  mitt  nánasta fólk.“ Hver er þinn helsti hæfileiki? „Mannleg samskipti, opinn fyrir nýj- um hlutum og er  til  í að  takast á við  ný verkefni.“ Hefur þú gaman af því að elda? „Ég hef mjög gaman af að elda, það er  ein af mínum ástríðum.“  Hvernig eyðir þú frítímanum? „Sinni  vinum,  áhugamálum  og  fem- ínisma.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Það voru Nei-tónleikarnir sem voru  síðastliðið föstudagskvöld.“ Hvað er skemmtilegast í sjónvarpinu? „Ég verð að viðkenna veikleika minn  fyrir  Top  Gear  á  Skjá  einum.  Það  er  ekki  út  af  bílaáhuga  því  ég  hef  ekki  áhuga á bílum.“ Slekkur þú á útvarpinu þegar Baggalútslagið er spilað? „Ég hef ekki heyrt það í útvarpinu.” Verður þú fyrir aðkasti fyrir að vera femínisti? „Ég fæ að heyra alls konar komment  og spakmæli, spurður af hverju og alls  konar hluti. Ég er oft spurður út í mis- viðeigandi hluti.“ Er femínisti ekki misskilið hugtak? „Jú, ég mundi segja að það sé of mik- ið af ranghugmydum um femínisma.  Femínismi er skilgreining á jafnréttis- sinna, karli eða konu, sem vill ná jafn- rétti í samfélaginu og vill gera eitthvað  í því.“  Hver er þín eftirminnilegasta verslunarmannahelgi? „Það kæmi ekki óvart að það eigi eftir  að verða þessi. En ég mundi segja árið  2006 því þá fórum við í fyrsta skiptið  með Nei-átakið til Akureyrar.“ Verðið þið sýnileg um verslunarmannahelgina? „Já, við verðum á Akureyri og í Vest- mannaeyjum  með  hópa.  Verðum  einnig sýnileg fyrir helgi í Reykjavík.“ Hvað er hægt að gera til að sporna gegn nauðgunum? „Það er því miður engin ein töfralaus  en  við  leggjum  áherslu  á  ábyrga  og  upplýsta  umræðu  um  nauðganir  og  alvarleika þeirra og það sé mikil for- senda fyrir svo mörgu öðru í tengsl- um  við  þessa  baráttu.  Ef  við  viljum  takast á við allt annað  í tengslum við  kynferðislegt ofbeldi verðum við alla- vega að hafa umræðuna á skynsam- legum nótum og því miður er margt í  þessum málaflokki óunnið.“ Heldur þú að herferðin virki? „Við  höfum  fundið  fyrir  miklum  breytingum  í  umræðu  út  í  viðmótið  sem  við  höfum  fengið  að  vera  vitni  að eða taka þátt í. Stuðningurinn við  okkur  hefur  stóraukist  með  hverju  ári.  Fólk  hefur  samband  eða  kemur  til  okkar  og  þakkar  okkur  fyrir  þetta  starf  og  jafnvel  er  verið  að  faðma  okkur  úti  á  miðri  götu  til  að  þakka  okkur fyrir starfið. Þetta virkar í þeim  skilningi að hafa áhrif á umræðuna,  þetta er það erfitt málefni og við eig- um  langt  í  land.  Draumurinn  er  að  uppræta  nauðganir  úr  samfélaginu  en við eigum langt í land með það og  því  viljum  við  hvetja  alla  til  að  taka  þátt í baráttunni.“ Hvað er fram undan hjá þér? „Þegar þetta er búið að halda áfram  að sinna öðrum hlutum.“ MaÐUR DagsINs Draumurinn er að uppræta nauðganir Hjálmar Gunnar Sigmarsson er ráðskona karlahóps femínistafélags Íslands. Hjálmar stendur einnig á bak við átakið Karlar segja nei sem er átak gegn nauðgunum á Íslandi. Ágætis veður víðast hvar Sólin brosir til landsmanna um  nær allt land við upphaf verslun- armannahelgar. Þá verður líka  ágætis hiti þrátt fyrir að líklega  falli engin hitamet um helgina. Þeir sem elta sólina ættu helst að  veðja á vestanvert og norðanvert  landið. Búast má við meiri skýjum  og sums staðar rigningu sunnan  til á landinu. lau sun mán þri vindur í m/s hiti á bilinu stykkishólmur vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu lau sun mán þri vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu <5 Mjög hægur vindur 5-10 Fremur hægur vindur. 10-20 Talsverður vindur 20-30 Mjög hvasst, fólk þarf að gá að sér. >30 Stórviðri, fólk ætti ekki að vera á ferli að nauðsynjalausu. höfn reykjavík egilsstaðir ísafjörður vestmannaeyjar Patreksfjörður Kirkjubæjarkl. akureyri selfoss sauðárkrókur Þingvellir húsavík Keflavík fös lau sun mán hiti á bilinu Kaupmannahöfn hiti á bilinu Osló hiti á bilinu stokkhólmur hiti á bilinu helsinki hiti á bilinu London hiti á bilinu París hiti á bilinu Berlín hiti á bilinu Palma fös lau sun mán hiti á bilinu tenerife hiti á bilinu róm hiti á bilinu amsterdam hiti á bilinu Brussel hiti á bilinu Marmaris hiti á bilinu ródos hiti á bilinu san Francisco hiti á bilinu New York hiti á bilinu Barselóna hiti á bilinu Miamive ðr ið ú ti í he iM i í d ag O g Næ st u da ga n vindaspá á hádegi á morgun. n hitaspá á hádegi á morgun. VEðurstOfa Íslands veður veðrið í dag KL. 18 ...Og Næstu daga 2-4 2-3 1-2 1-2 14/15 12/14 11/14 12/13 2 2-3 3-1 6-5 15/17 12/14 12/14 10/14 1-2 1-2 2-0 2-4 15/16 13/14 12/14 11/13 1-3 2-3 1-2 1-5 13/20 12/16 12/16 10/14 3-4 2-4 3-4 5 15/14 11 9/11 10/11 3-2 1-2 2 2-3 15/19 14/17 12/16 11/14 3-2 2 2 2 12/18 9/15 8/14 7/12 3-5 4-5 2-4 3-5 10 9/10 8/10 8/10 9-6 4-3 2 3-4 12/15 10/15 10/14 10/14 3-2 0-1 1-2 1-2 12/13 11/13 11/12 10/11 8-4 3-5 6-3 6-7 12/15 12/15 12/15 11/15 1-2 2 2 1 17/20 15/18 14/17 14/16 2-4 3 2-3 2 15/18 13/18 12/17 12/16 4-5 3 2-3 1-2 13/14 12/13 11/13 12/13 18/25 17/22 16/21 16/20 15/24 16/20 16/21 13/18 17/25 18/19 16/18 16/17 14/23 15/19 11/16 17/18 15/21 15/22 14/23 15/23 17/24 19/25 18/23 18/21 19/32 17/25 18/27 16/22 23/26 23/29 22/29 24/29 22/27 24/30 23/30 23/31 22/25 22/24 22/24 21/24 19/36 19/33 18/31 18/33 15/21 17/21 16/20 15/19 14/23 18/23 14/20 14/21 17/41 16/28 16/40 17/39 24/29 24/28 24/28 24/28 14/24 11/23 11/23 10/24 24/29 20/29 21/28 22/28 25/34 25/33 24/32 24/34 183 4 4 2 3 6 5 9 3 13 13 12 14 17 19 15 13 10 16 dv-mynd ásgeir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.