Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 32
föstudagur 1. ágúst 200832 Menning DV Lygasögu- ganga í Viðey Lygasöguganga í Viðey verð� ur endurtekin vegna góðrar þátttöku, en 336 manns mættu í gönguna sem var síðastlið� inn þriðjudag. Ekki komust allir með í ferðina sem vildu og er því áhugasömum bent á að hafa samband við Eld� ingu hvalaskoðun til að panta miða í ferðina. Farið verður frá Skarfabakka að vanda klukkan 19.15 næsta þriðjudagskvöld, 5. ágúst. Siglingin til Viðeyjar tek� ur um fimm mínútur og gangan sjálf einn og hálfan til tvo tíma. Gjald í ferjuna er 800 krónur fyrir fullorðna, 400 krónur fyrir börn 6 til 18 ára í fylgd fullorð� inna og frítt fyrir börn yngri en 6 ára. Þátttaka í göngunni er ókeypis og öllum heimil. Myndlist Verksmiðjan á Hjalteyri breytist í listamiðstöð um helgina: Tímamót í sögu Hjalteyrar Listarmönnum af þremur kyn� slóðum sem vinna í sex löndum. Listamennirnir eiga það sameiginlegt að hafa gert með sér samkomulag um að standa fyrir menningarviðburðum og bjóða upp á vinnuaðstöðu í verksmiðjunni í framtíðinni. Ef ætlunin gengur að óskum má líklega segja að um tíma� mót sé að ræða í sögu Hjalteyrar. Sýningin sem opnuð verður um helgina ber yfirskriftina Start þar sem unnið er með innsetningar, kvik� myndir, myndbönd, hljóð, málverk, teikningar og gjörninga, svo eitthvað sé nefnt. Þátttakendur eru Sigga Björg Sigurðardóttir, Kristján Guðmunds� son, Magnús Pálsson, Alexander Steig, Boekie Woekie, Nicolas Moul� in, Ghazi Barakat og Arna Valsdóttir. Þá eru ekki allir upptaldir sem standa að verksmiðjunni. Sýningin verður opnuð klukkan 14. Á sunnudaginn milli klukkan 14 og 17 fer svo fram listasmiðja fyrir börn og foreldra. Vonir standa til að listastarfsem� in í verksmiðjunni brúi bil á milli þéttbýlis og landsbyggðar en einn� ig landsbyggðar og umheims. Þess má geta að Hjalteyri er smábyggð� arkjarni norðan Akureyrar þar sem var mikið athafnalíf á fyrri hluta 20. aldar. Fólki fækkaði síðan verulega en íbúatalan árið 2003 var 60�70 manns. Upplýsingar um dagskrá versk� miðjunnar er að finna á verksmidj� an.blogspot.com. Hrafnkelsdag- ur á Aðalbóli Á laugardaginn verður hald� inn sérstakur Hrafnkelsdag� ur á Héraði í þriðja sinn. Páll Pálsson leið� sögumaður hittir gesti við Söluskál� ann (N1) á Egilsstöð� um klukk� an 13.00 og þaðan verður farið með rútu um sögu� slóðir Hrafnkelssögu. Rútu� ferðin kostar 2.000 krónur fyrir 13 ára og eldri og skráning er í síma 471 2788. Þátttakendurn� ir munu ganga síðasta hluta leiðarinnar heim í Aðalból þar sem Stoppleikhópurinn mun sýna leikþátt byggðan á sög� unni klukkan 17.00. Að dagskrá lokinni verður þátttakendum boðið upp á grillmat. Listasýning í Grímsnesi Á sunnudaginn er lokadagur sýningar Ragnhildar K. Sand� holt í Minni Borg í Grímsnesi. Þetta er fyrsta einkasýning lista� konunnar sem áður hefur tekið þátt í nokkrum samsýning� um. Á sýningunni gefur að líta olíumálverk sem Ragnhildur hefur unnið að á undanförnum árum, en myndefnið er gjarn� an sótt í Grímsnesið þar sem Ragnhildur dvelur oft í sum� arbústað með fjölskyldunni. Sýningin er opin 11.00 til 17.00, laugardaga og sunnudaga og ber heitið Tré og perlur. Þóra Karítas hefur nýlokið löng� um degi í upptökum þegar við hitt� umst á Oliver klukkan að verða átta síðastliðið miðvikudagskvöld. Þetta var fyrsti dagur af mörgum næstu vikurnar í tökum á þáttaröðinni Ástríður sem sýnd verður á Stöð 2 á komandi vetri. Um er að ræða tólf þátta gamanseríu, en þó með róm� antískum blæ, sem gerist innan ís� lenska fjármálageirans. Þóra segir fyrsta daginn hafa ver� ið ótrúlega skemmtilegan. „Þetta er svolítið nýtt og framandi en ég fékk sem betur fer smá forsmekk þegar ég lék í viku í Stelpunum þegar ég var nýútskrifuð. Það var því smá stress og fiðringur í maganum þangað til við vorum búin með fyrsta atriðið. Nú hlakka ég bara til framhaldsins,“ segir Þóra en hún útskrifaðist úr Webber Douglas Academy of Dra� matic Art í London árið 2006. Síðan þá hefur hún meðal annars leikið í Svörtum ketti hjá Leikfélagi Akur� eyrar, hlutverk May í Fool 4 Love eft� ir Sam Shepard sem var sýnt í Aust� urbæ og færði henni tilnefningu til Grímunnar sem leikkona ársins fyrr í sumar, og Alegru í Engisprettum sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu fyrr á árinu. Einstakt tækifæri „Það er ótrúlega flottur hópur af fólki sem vinnur að þáttunum,“ segir Þóra um samstarfsfólk sitt í Ástríði. „Og þau eru svo vön sjónvarps� vinnu, svo miklir fagmenn. Maður þarf eiginlega bara að go with the flow. Það er einstakt tækifæri fyrir mig að komast inn í þetta og mik� ill skóli.“ Leikstjóri þáttanna er Silja Hauksdóttir en hún leikstýrði með� al annars myndinni Dís og nokkrum seríum af gamanþáttunum Stelp� urnar sem sýndir hafa verið á Stöð 2. Þar fyrir utan hefur hún unnið að fjölmörgum verkefnum í sjónvarps� framleiðslu og auglýsingagerð. Hún skrifar jafnframt handritið í sam� vinnu við Ilmi Kristjánsdóttur og Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur og hefur Sigurjón Kjartansson yfir� umsjón með handritaskrifunum. Á meðal annarra leikara í þáttunum eru Ilmur, sem leikur sjálfa Ástríði, Kjartan Guðjónsson, Rúnar Freyr Gíslason, Friðrik Friðriksson og Þórir Sæmundsson. Að sögn Þóru er ekki kafað djúpt í fjármálageirann sem slíkan í þátt� unum. Þeir fjalli meira um ástina og lífið og ekki sé ólíklegt að marga langi hreinlega að verða ástfangnir þegar þeir sjái þættina. „Mig hefur lengi langað til að sjá svona rómant� íska seríu gerða hér á Íslandi. Þáttur� inn gerist í fjárfestingarbanka og þar á allt sér stað sem á sér stað í raun� veruleikanum. Það eru kaffi� og síg� ópásur starfsmanna, slúðrið, ástin og allt sem er að gerast á milli fólks. Handritsteymið, Sigurjón, Silja, Ilm� ur og Katla, eru líka orðin svo góð í kómíkinni eftir Stelpuþættina og fara svo skemmtilega leið að róm� antíkinni. Maður vill náttúrlega ekki segja of mikið um framvinduna en það er ýmislegt held ég sem veldur því að einhverjir muni bíða spennt� ir eftir hverjum þætti til að vita um örlög persónanna. Og það eru alveg brilljant karakterar þarna.“ Ferðalagið sem ég ætlaði í viðtal Menning Verksmiðjan á Hjalteyri Vonir standa til að listastarfsemin í verksmiðjunni brúi bil á milli þéttbýlis og landsbyggðar og landsbyggðar og umheims. Þóra Karítas Árnadóttir leikkona verður sífellt meira áberandi í íslensku leiklistarlífi en hún vakti fyrst athygli sem þátta- stjórnandi á Skjá einum í árdaga sjónvarpsstöðvar- innar. Þessa dagana er hún í tökum á gamanseríunni Ástríður sem sýnd verður á Stöð 2 næsta vetur. Þá vinnur hún að afar eftir- tektarverðum, pólitískum einleik sem byggist á lífi ungrar hugsjónakonu sem lést í Palestínu fyrir fimm árum, eins og hún sagði Kristjáni Hrafni Guð- mundssyni frá. Þóra Karítas Árnadóttir leikkona stund milli stríða í tökum á þáttunum ástríður. „Leiklistin var lengi bældur draumur en ég held að ef ég hefði ekki kýlt á hana hefði ég setið uppi með svekkelsi og hnút í maganum yfir því að hafa ekki þorað að láta drauminn rætast.“ dV-mynd: ásgeir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.