Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Blaðsíða 42
Föstudagur 1. ágúst 200842 Helgarblað DV Draumaútihátíðin Á Hawaii í sól og blíðu Dr Gunni, tónlistar- oG fjölmiðlamaður „Ég er sáralítill útihátíðargarpur. Finnst satt að segja móðgandi við mannlegt eðli að standa í fylliríi í blautu tjaldi. Nema maður sé yngri en 18 ára og vitlaus eftir því. roskilde kemst næst því að vera útihátíð sem ég nenni að fara á, en þá bara ef ég væri á vistlegu hóteli í bænum. En draumahátíðin segirðu? Það má alveg láta sig dreyma. Mín draumahátíð væri á Waikiki- ströndinni á Hawaii og ég gisti á einhverju fínu hóteli. Það væri sól og blíða auðvitað og allir hrikalega glaðir. skemmtiatriðin væru þó það sem allt gengi út á. Meðal þess sem væri boðið upp á væru Bítlarnir sem allir væru sprelllifandi. Þeir tækju bland úr verkum sínum. Purrkur Pillnikk kæmi fram og meðlimirnir væru aftur orðnir tvítugir og sömuleiðis Fræbbblarnir. XtC spilaði nokkur lög og hljómsveitirnar Love og the Fall. Hápunkturinn væri sveitt gigg með system of a down. Fyrir það væru spinninghjól dregin fram fyrir þá gesti sem vildu. Þetta væri ágætis útihátíð.“ Nick Cave kæmi með kótilettur Vilhelm anton jónsson, tónlistarmaður „draumaútihátíðin mín væri bara útilega og fullt af skemmtilegum tónlistarmönn- um með kassagítar. Það væri gott að hafa Mugison, Elvis Costello væri gott að hafa líka og Nick Cave myndi líta við með kótilettur á grillið. Ef Leonard Cohen myndi jafnframt láta sjá sig væri ég farinn að verða dálítið sáttur. Ef ég fengi líka gæs og lambakjöt og gott rauðvín væri þetta flott. Það væri helvíti gott að halda þetta í Flateyjardal fyrir norðan. Og ég myndi loka dalnum fyrir leiðinlegu fólki.“ Ríkisstjórnin skemmtir í Alþingishúsinu sVerrir stormsker, tónlistarmaður „Ég myndi halda hátíðina í alþingishúsinu og ríkisstjórnin væri skemmtiatriðið. Þórunn sveinbjarnardóttir umhverfisráðherfa myndi syngja um ísbirnina og önnur aðkomudýr lagið Er nauðsynlegt að skjóta þá? Jóhanna sigurðardóttir félagsmálaráð- herfa myndi syngja Fatlafól. guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðis- ráðherra myndi syngja they´re coming to take you away haha. Þorgerður Katrín gunnarsdóttir menntamálaráðskona myndi syngja another brick in the wall. Kristján Möller samgönguráðherra myndi syngja Fool on the hill. Einar K. guðfinnsson, sjávarútvegs- og vandbúnaðarráðherra, myndi syngja Brain damage. össur skarpi iðnaðarráðherra myndi syngja Nú er ég blindfullur. Ingibjörg sólbrún utanríkisráðherfa myndi syngja Ég er á leiðinni, alltaf á leiðinni. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra myndi syngja Hvers vegna eru lög og regla? til að fela hitt og þetta? Björgvin g. sigurðsson viðskiptaráðherra myndi syngja um krónuna Ertu þá farin? Ertu þá farin frá mér? Hvar ertu núna? Hvert liggur þín leið? árni Mathiesen fjármálaráðherra myndi syngja á meðan landinn fýkur burt. geir H. Horfé forsætisráðherra myndi syngja I´m only sleeping. Og svo myndi ríkisstjórnin syngja öll saman í kór í lokin Fallin, með 4,9, eitt skelfilega skiptið enn. gestir hátíðarinnar væru þjóðin öll, agndofa.“ Karnivalstemning í Ásbyrgi Ásta sVeinsDóttir, sönGkona í Gus Gus „draumaútihátíðin mín er í raun og veru Þjóðhátíðin þetta árið. Þjóðhátíð er skemmtileg- asta útihátíð sem ég hef upplifað ár eftir ár og í þetta skiptið eru ég, siggi Kalli, kærastinn minn, Óli Ofur og asli að troða upp í tuborg-tjaldinu öll kvöldin. En ef ég yrði að búa til mína drauma- fantasíuútihátíð yrði hún í ásbyrgi og það væri karnivalþema. stórfurðulegir trúðar og dansmeyj- ar myndu skemmta gestum í logni og hitabylgju. tvítugu norsku stuðkóngarnir í Kakkamaddafakka myndu spila ásamt Ný danskri og Motion Boys og uppáhalds dj-arnir mínir myndu þeyta skífum.“ Sjómannaslagar- ar og Árni Johnsen Ása ottesen, stílisti „Ég myndi halda svaka hátíð á Hótel Búðum því þar er svo fallegt og mátulega langt að keyra. Hótelið yrði undirlagt fyrir hátíðargesti en einnig mætti fólk tjalda á tjaldsvæðinu. Ég myndi panta 25 stiga hita og sól svo allir ættu að taka með sér sumarkjóla, sandala og stuttbuxur. Hátíðin myndi hefjast um kvöldmatarleytið á föstudeginum þar sem dj Margeir og Jón atli væru að spila. útibar í ekta sólstrandarstíl myndi skarta fallegum karlmönnum sem allir væru auðvitað berir að ofan að sveifla kokkteilum. aldurstakmarkið á hátíðina yrði 20.ára. Maturinn væri svo hlaðborð að hætti kokkanna á Búðum og allir borða saman úti og svaka fíling. Þegar líða færi á kvöldið kæmu fram á litlu sviði FM Belfast, Jeff Who?, Motion Boys og Ný dönsk. Eftir æsta tónleika væru allir svo sveittir eftir að hafa dansað úr sér lífið að við myndum öll skunda niður á strönd og hoppa í sjóinn. svo um nóttina kæmi árni Johnsen „surprise“ með þyrlu, kveikt yrði bál, flugeldum hleypt á loft og sungnir hástöfum íslenskir sjómannaslagarar fram á rauða nótt.“ Djassútihátíð á Borðeyri marGrét eir sönGkona „Hátíðin yrði kannski á Borðeyri, sem lætur lítið yfir sér, næstum eins og draugabær og en yrði breytt í allsherjar gleðibæ. Það yrði djass í hverju horni, dr John og sharon Jones and the dapkings á stóra sviðinu ásamt að sjálfsögðu íslenskum hljómsveitum eins og Hjaltalín, Jeff Who?, ampop, stórsveit samúels samúelssonar bara meðal annars. Það væri líka gaman að endurvekja gamlar hljómsveit- ir eins og trúbrot og Þursaflokkinn. stemningin væri alveg gríðarleg. alls staðar fólk að dansa og hafa gaman af lífinu, hlusta á tónlist og borða góðan mat. Ljós og flugeldar, fánar og konfettí, kaffi og veitingahús úti um allt með borðum og stólum. sirkus og töframenn, sígaunar og spákonur, lírukassar ...svona rio/New Orleans fílingur á öllu. að sjálfsögðu yrði gott veður alla helgina, sól og 25 stiga hiti.“ Lopapeysur og elektró rebekka konrÁðsDóttir, sönGkona merzeDes Club „Ég hef nú ekki mikla reynslu af útihátíðum. Ég hef alltaf bara verið í bænum og uppi í sveit með mömmu og eitthvað svoleiðis. Fór reyndar í galtalæk þegar ég var yngri. En mín útihátíð yrði uppi í sveit þar sem fólk gæti tjaldað og haft það gott. Yrði að vera skógur líka. Ætli hún yrði bara ekki í Þórsmörk. Þar er algjör stemning fyrir lopapeysur og kassagítar. Ég myndi vilja hafa tónlistina svolítið tvískipta. á einum stað væri svið með svona elektrónísk- um böndum fyrir fólk sem fílar það og síðan annars staðar væri meiri kassagítarsstemning þar sem fólk gæti sungið með og haft gaman. Hátíðin yrði bæði fyrir fjölskyldur og ungt fólk. Það væri bara sérstakt fjölskyldusvæði og sérstakt ungingasvæði.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.